Rússar munu ekki taka þátt í Eurovision Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. apríl 2017 17:46 Julia Samoilova. Stöð eitt, ríkissjónvarpið í Rússlandi, staðfesti í dag að Rússar muni ekki keppa í Eurovision, söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, í ár.Stöðin hefur formlega dregið til baka umsókn sína um að taka þátt í söngvakeppninni en ákvörðunin kemur í kjölfar þess að samningaviðræður milli Samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, og úkraínsku leyniþjónustunnar fóru út um þúfur. Í seinasta mánuði var greint frá því að keppanda Rússa í Eurovision, Juliu Samoilova, yrði meinað að koma til Úkraínu, þar sem keppnin fer fram, þar sem hún ferðaðist til Krím-skaga árið 2015 og braut þar með úkraínsk lög. Úkraínska leyniþjónustan setti Samoilova því í þriggja ára bann frá því að ferðast til Úkraínu og má hún því ekki koma til Úkraínu fyrr en árið 2020. EBU reyndi að finna lausn og buðu rússneska ríkissjónvarpinu að Samoilova myndi keppa í gegnum gervihnött. Á það féllust Rússar ekki og sögðu það heldur ekki koma til greina að senda annan söngvara. Þá hefur úkraínska leyniþjónustan ekki viljað aflétta ferðabanninu á Samoilova. Rússar munu því ekki keppa í Eurovision í ár og þá mun rússneska ríkissjónvarpið ekki sýna frá keppninni.Yfirlýsingu EBU vegna málsins má lesa hér en í henni er ákvörðun úkraínskra yfirvalda um að banna Samoilova að ferðast til Úkraínu fordæmd. Ákvörðunin sé til fallin að grafa undan keppninni og því að í henni komi allar þjóðirnar saman í vinalegri keppni. Eurovision Tengdar fréttir Eurovision: Úkraínumenn og Rússar hafna tillögu EBU Rússar segja að skipuleggjendur keppninnar verði að tryggja að rússneska söngkonan megi flytja lag sitt á sviðinu, líkt og reglur keppninnar segja til um. 24. mars 2017 10:08 Fulltrúi Rússa má taka þátt í Eurovision í gegnum gervihnött Fordæmalaus sáttatillaga frá EBU. 23. mars 2017 17:25 Yfirlýsing EBU: Ákvörðun úkraínskra yfirvalda mikil vonbrigði Í yfirlýsingu frá EBU segir að nauðsynlegt sé að virða lög og reglur þess ríkis sem hýsir keppnina hverju sinni. 22. mars 2017 15:20 Mest lesið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Stöð eitt, ríkissjónvarpið í Rússlandi, staðfesti í dag að Rússar muni ekki keppa í Eurovision, söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, í ár.Stöðin hefur formlega dregið til baka umsókn sína um að taka þátt í söngvakeppninni en ákvörðunin kemur í kjölfar þess að samningaviðræður milli Samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, og úkraínsku leyniþjónustunnar fóru út um þúfur. Í seinasta mánuði var greint frá því að keppanda Rússa í Eurovision, Juliu Samoilova, yrði meinað að koma til Úkraínu, þar sem keppnin fer fram, þar sem hún ferðaðist til Krím-skaga árið 2015 og braut þar með úkraínsk lög. Úkraínska leyniþjónustan setti Samoilova því í þriggja ára bann frá því að ferðast til Úkraínu og má hún því ekki koma til Úkraínu fyrr en árið 2020. EBU reyndi að finna lausn og buðu rússneska ríkissjónvarpinu að Samoilova myndi keppa í gegnum gervihnött. Á það féllust Rússar ekki og sögðu það heldur ekki koma til greina að senda annan söngvara. Þá hefur úkraínska leyniþjónustan ekki viljað aflétta ferðabanninu á Samoilova. Rússar munu því ekki keppa í Eurovision í ár og þá mun rússneska ríkissjónvarpið ekki sýna frá keppninni.Yfirlýsingu EBU vegna málsins má lesa hér en í henni er ákvörðun úkraínskra yfirvalda um að banna Samoilova að ferðast til Úkraínu fordæmd. Ákvörðunin sé til fallin að grafa undan keppninni og því að í henni komi allar þjóðirnar saman í vinalegri keppni.
Eurovision Tengdar fréttir Eurovision: Úkraínumenn og Rússar hafna tillögu EBU Rússar segja að skipuleggjendur keppninnar verði að tryggja að rússneska söngkonan megi flytja lag sitt á sviðinu, líkt og reglur keppninnar segja til um. 24. mars 2017 10:08 Fulltrúi Rússa má taka þátt í Eurovision í gegnum gervihnött Fordæmalaus sáttatillaga frá EBU. 23. mars 2017 17:25 Yfirlýsing EBU: Ákvörðun úkraínskra yfirvalda mikil vonbrigði Í yfirlýsingu frá EBU segir að nauðsynlegt sé að virða lög og reglur þess ríkis sem hýsir keppnina hverju sinni. 22. mars 2017 15:20 Mest lesið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Eurovision: Úkraínumenn og Rússar hafna tillögu EBU Rússar segja að skipuleggjendur keppninnar verði að tryggja að rússneska söngkonan megi flytja lag sitt á sviðinu, líkt og reglur keppninnar segja til um. 24. mars 2017 10:08
Fulltrúi Rússa má taka þátt í Eurovision í gegnum gervihnött Fordæmalaus sáttatillaga frá EBU. 23. mars 2017 17:25
Yfirlýsing EBU: Ákvörðun úkraínskra yfirvalda mikil vonbrigði Í yfirlýsingu frá EBU segir að nauðsynlegt sé að virða lög og reglur þess ríkis sem hýsir keppnina hverju sinni. 22. mars 2017 15:20