Stormur í vatnsglasi eða yfirvofandi innrás? Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. apríl 2017 07:00 Norðurkóreskur skriðdreki á heræfingu. Nordicphotos/AFP Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, fagnar um þessar mundir fimm ára afmæli sínu sem leiðtogi ríkisins. Ríkisstjórnir nágrannaríkjanna Kína og Suður-Kóreu hafa áhyggjur af því að Kim fagni afmælinu með sinni sjöttu kjarnorkuvopnatilraun um helgina. Sjálfur hefur Kim tilefni til þess að hafa áhyggjur. Viðbúnaður ríkjanna tveggja, sem og Bandaríkjanna, er mikill vegna mögulegra tilrauna. Kínverski ríkismiðillinn Global Times hefur greint frá því að kínverski herinn hafi sent 150.000 hermenn að landamærunum og að suðurkóreski herinn sé nú með heræfingar við landamæri Kóreuríkjanna tveggja.Bandarískir hermenn æfðu með suðurkóreskum hermönnum í landamæraborginni Paju í mars.Nordicphotos/AFPÍ þokkabót siglir Carl Vinson, flotadeild innan bandaríska sjóhersins, upp að Kóreuskaga. Í flotadeildinni er flugmóðurskipið Carl Vinson og þrjú stór orrustuskip. Eru skipin fjögur meðal annars útbúin langdrægum eldflaugum, loftvarnakerfi og eldflaugavarnakerfi. Þá eru fjölmargar orrustuþotur á flugmóðurskipinu sjálfu. Norður-Kóreumenn hafa ekki tekið aðgerðum Bandaríkjamanna þegjandi. Í ríkisdagblaðinu Rodong Sinmun er greint frá því að herinn fylgist með öllum hreyfingum óvinanna. Kjarnorkuvopnum sé beint að Bandaríkjunum. Ekki einungis herstöðvum þeirra í Suður-Kóreu og á Kyrrahafi heldur líka að sjálfum Bandaríkjunum. Miðað við viðbúnað ríkjanna þriggja mætti halda að allsherjarinnrás væri yfirvofandi. Sú er þó ekki endilega raunin. Ríkisfréttastofan CCTV í Kína greindi frá því í gær að kínverska ríkisstjórnin vildi að allir aðilar kæmu að samningaborðinu til að ræða um kjarnorkumál á Kóreuskaga sem fyrst. Á blaðamannafundi sagði utanríkisráðherrann Lu Kang að friði ætti að koma á með samræðum og samningum.Carl Vinson flugmóðurskipið. Sjá má tugi orrustuþota á skipinu ásamt þyrlum.Nordicphotos/AFPÞá hefur James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, útskýrt staðsetningu flotadeildarinnar og sagt að hún sigli frjálslega um Kyrrahafið. Bandaríkjamönnum hafi einfaldlega þótt skynsamlegast að staðsetja flotadeildina við Kóreuskaga sem stendur. „Við erum ekki að gera neinar sérstakar kröfur og það er engin sérstök ástæða fyrir staðsetningunni,“ sagði Mattis á blaðamannafundi í vikunni. Washington Post greindi frá því að Xi Jinping og Donald Trump, forsetar Kína og Bandaríkjanna, hefðu talast við í síma í gær. Hafði Xi hvatt Trump til þess að finna friðsamlega lausn á deilunni. Trump tjáði sig um símtalið á Twitter og tísti: „Átti mjög gott símtal við forseta Kína um ógnina í Norður-Kóreu.“ Áður hafði Trump tíst því að Bandaríkin myndu sjá um Norður-Kóreuvandann, með eða án aðstoðar Kínverja. Sökum þess hve Norður-Kórea er lokuð er viðbragðsgeta ríkisins við innrás óljós. Í úttekt CNBC kemur fram að norðurkóreski herinn búi þó yfir um sjötíu kafbátum sem gætu nýst í orrustu gegn Carl Vinson flotadeildinni. Varnarmálagreinendur halda því fram að norðurkóreski herinn búi yfir tækninni til þess að útbúa kafbáta með kjarnorkuvopnum. Í ágúst sýndu norðurkóreskir fjölmiðlar myndband af svokallaðri KN-11 eldflaug sem skotið var úr kafbáti. Átti eldflaugin að hafa flogið um 400 kílómetra austur af Japan. Sérfræðingar í Suður-Kóreu halda því fram að eldflaugarnar drífi allt að 935 kílómetra. Dennis Wilder, fyrrverandi ráðgjafi George W. Bush Bandaríkjaforseta, sagði í viðtali við ABC að norðurkóreski herinn gæti á næstu árum þróað kjarnorkusprengju sem gæti flogið að vesturströnd Bandaríkjanna. Ekki þykir líklegt að svo langdrægar eldflaugar fyrirfinnist nú í norðurkóreska vopnabúrinu. Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Tengdar fréttir Vilja fella Bandaríkin með kjarnorkueldi Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) greindi í gær frá því að Bandaríkjamenn mættu eiga von á gagnaðgerðum eftir að Carl Vinson-flotadeild bandaríska sjóhersins var siglt upp að Kóreuskaga. 12. apríl 2017 07:00 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, fagnar um þessar mundir fimm ára afmæli sínu sem leiðtogi ríkisins. Ríkisstjórnir nágrannaríkjanna Kína og Suður-Kóreu hafa áhyggjur af því að Kim fagni afmælinu með sinni sjöttu kjarnorkuvopnatilraun um helgina. Sjálfur hefur Kim tilefni til þess að hafa áhyggjur. Viðbúnaður ríkjanna tveggja, sem og Bandaríkjanna, er mikill vegna mögulegra tilrauna. Kínverski ríkismiðillinn Global Times hefur greint frá því að kínverski herinn hafi sent 150.000 hermenn að landamærunum og að suðurkóreski herinn sé nú með heræfingar við landamæri Kóreuríkjanna tveggja.Bandarískir hermenn æfðu með suðurkóreskum hermönnum í landamæraborginni Paju í mars.Nordicphotos/AFPÍ þokkabót siglir Carl Vinson, flotadeild innan bandaríska sjóhersins, upp að Kóreuskaga. Í flotadeildinni er flugmóðurskipið Carl Vinson og þrjú stór orrustuskip. Eru skipin fjögur meðal annars útbúin langdrægum eldflaugum, loftvarnakerfi og eldflaugavarnakerfi. Þá eru fjölmargar orrustuþotur á flugmóðurskipinu sjálfu. Norður-Kóreumenn hafa ekki tekið aðgerðum Bandaríkjamanna þegjandi. Í ríkisdagblaðinu Rodong Sinmun er greint frá því að herinn fylgist með öllum hreyfingum óvinanna. Kjarnorkuvopnum sé beint að Bandaríkjunum. Ekki einungis herstöðvum þeirra í Suður-Kóreu og á Kyrrahafi heldur líka að sjálfum Bandaríkjunum. Miðað við viðbúnað ríkjanna þriggja mætti halda að allsherjarinnrás væri yfirvofandi. Sú er þó ekki endilega raunin. Ríkisfréttastofan CCTV í Kína greindi frá því í gær að kínverska ríkisstjórnin vildi að allir aðilar kæmu að samningaborðinu til að ræða um kjarnorkumál á Kóreuskaga sem fyrst. Á blaðamannafundi sagði utanríkisráðherrann Lu Kang að friði ætti að koma á með samræðum og samningum.Carl Vinson flugmóðurskipið. Sjá má tugi orrustuþota á skipinu ásamt þyrlum.Nordicphotos/AFPÞá hefur James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, útskýrt staðsetningu flotadeildarinnar og sagt að hún sigli frjálslega um Kyrrahafið. Bandaríkjamönnum hafi einfaldlega þótt skynsamlegast að staðsetja flotadeildina við Kóreuskaga sem stendur. „Við erum ekki að gera neinar sérstakar kröfur og það er engin sérstök ástæða fyrir staðsetningunni,“ sagði Mattis á blaðamannafundi í vikunni. Washington Post greindi frá því að Xi Jinping og Donald Trump, forsetar Kína og Bandaríkjanna, hefðu talast við í síma í gær. Hafði Xi hvatt Trump til þess að finna friðsamlega lausn á deilunni. Trump tjáði sig um símtalið á Twitter og tísti: „Átti mjög gott símtal við forseta Kína um ógnina í Norður-Kóreu.“ Áður hafði Trump tíst því að Bandaríkin myndu sjá um Norður-Kóreuvandann, með eða án aðstoðar Kínverja. Sökum þess hve Norður-Kórea er lokuð er viðbragðsgeta ríkisins við innrás óljós. Í úttekt CNBC kemur fram að norðurkóreski herinn búi þó yfir um sjötíu kafbátum sem gætu nýst í orrustu gegn Carl Vinson flotadeildinni. Varnarmálagreinendur halda því fram að norðurkóreski herinn búi yfir tækninni til þess að útbúa kafbáta með kjarnorkuvopnum. Í ágúst sýndu norðurkóreskir fjölmiðlar myndband af svokallaðri KN-11 eldflaug sem skotið var úr kafbáti. Átti eldflaugin að hafa flogið um 400 kílómetra austur af Japan. Sérfræðingar í Suður-Kóreu halda því fram að eldflaugarnar drífi allt að 935 kílómetra. Dennis Wilder, fyrrverandi ráðgjafi George W. Bush Bandaríkjaforseta, sagði í viðtali við ABC að norðurkóreski herinn gæti á næstu árum þróað kjarnorkusprengju sem gæti flogið að vesturströnd Bandaríkjanna. Ekki þykir líklegt að svo langdrægar eldflaugar fyrirfinnist nú í norðurkóreska vopnabúrinu.
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Tengdar fréttir Vilja fella Bandaríkin með kjarnorkueldi Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) greindi í gær frá því að Bandaríkjamenn mættu eiga von á gagnaðgerðum eftir að Carl Vinson-flotadeild bandaríska sjóhersins var siglt upp að Kóreuskaga. 12. apríl 2017 07:00 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Vilja fella Bandaríkin með kjarnorkueldi Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) greindi í gær frá því að Bandaríkjamenn mættu eiga von á gagnaðgerðum eftir að Carl Vinson-flotadeild bandaríska sjóhersins var siglt upp að Kóreuskaga. 12. apríl 2017 07:00