Stórfyrirtæki tryggja sig gegn netárásum Haraldur Guðmundsson skrifar 13. apríl 2017 07:00 Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár Vaxandi eftirspurn er á meðal stórfyrirtækja hér á landi eftir vátryggingum gegn netárásum enda hefur tölvuglæpum af þeim toga fjölgað á síðustu árum. Íslensku tryggingafélögin eru byrjuð eða í startholunum með að bjóða tryggingar fyrir tjóni sem þeim geta fylgt en þær þykja almennt of dýrar. „Sannarlega eru fyrirtæki að skoða þetta en þau þurfa annars vegar að átta sig á nauðsyninni og hins vegar að varan hefur verið verðlögð út frá erlendum þörfum. Það hefur staðið í fyrirtækjum og þótt frekar dýrt en við vinnum nú að því að aðlaga tryggingarnar íslenskum aðstæðum,“ segir Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár. Ráðgjafarfyrirtækið IFS greining dreifði á þriðjudag nýju virðismati sínu á Sjóvá, TM og VÍS. Í því er bent á að tækniþróun og deilihagkerfið muni leiða til þess að vátryggingamarkaðurinn taki örum breytingum á næstu árum og því þurfi tryggingafélög að útvíkka vöruframboð sitt. Þau hafi aftur á móti litla reynslu af netábyrgðartryggingum og því sé verðlagningin líklega í meiri óvissu en á öðrum vörum þeirra. Samkvæmt upplýsingum frá VÍS seldi fyrirtækið fyrstu netábyrgðartrygginguna í árslok 2014. „Erlend tryggingafélög hafa komið hingað í gegnum okkur og haldið kynningar. Þetta snýst um tvennt og þá annars vegar það tjón sem viðkomandi fyrirtæki verður fyrir í svona árásum. Menn þurfa þá að ráða inn lögmenn, kaupa krísustjórnun og annað slíkt. Hins vegar þarf að tryggja sig fyrir væntum bótakröfum viðskiptavina. Í byrjun næsta árs tekur svo gildi ný Evrópulöggjöf varðandi persónuvernd sem er miklu strangari en nú þekkist og þar geta verið sektarákvæði og annað slíkt sem ýta enn frekar á að fyrirtæki hugi að þessari vernd,“ segir Hermann. Samkvæmt Hermanni tekur iðgjald og annar kostnaður tryggingataka vegna netárása hér á landi nú mið af verðlagningu hjá breskum en aðallega bandarískum vátryggingafélögum. Bendir Hermann á að bótakröfur neytenda í Bandaríkjunum séu almennt ekki í samræmi við þær sem þekkjast hér og því þurfi að laga vöruna að íslenska markaðnum. „Hvernig við munum verðleggja þetta verður framtíðin að leiða í ljós og þá einnig hversu stór tekjupóstur þetta verður í okkar starfsemi.“ Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn urðu allir fyrir netárásum í janúar síðastliðnum þegar gerðar voru álagsárásir á netkerfi íslenskra fjármálafyrirtækja. Nokkrum dögum síðar fjallaði Fréttablaðið um árás tölvuþrjóta á heimasíðu húsgagnaverslunarinnar Epal. Í því tilviki var lausnargjalds krafist ef fyrirtækið vildi fá vefsíðuna sína upp aftur. Þekktasta dæmið er án efa árásin á tölvukerfi Vodafone á Íslandi í nóvember 2013. „Það er aukning í þessum gagnagíslatökum og öðrum árásum og Ísland fylgir alþjóðlegri þróun í þessum málum. Það er mjög erfitt að segja hversu mörg tilvik koma upp á ári því þetta er ekki alltaf tilkynnt enda vilja fyrirtækin oft ekki láta vita af þessu,“ segir Stefán Snorri Stefánsson, hópstjóri netöryggissveitarinnar CERT-ÍS hjá Póst- og fjarskiptastofnun. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Fleiri fréttir „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Sjá meira
Vaxandi eftirspurn er á meðal stórfyrirtækja hér á landi eftir vátryggingum gegn netárásum enda hefur tölvuglæpum af þeim toga fjölgað á síðustu árum. Íslensku tryggingafélögin eru byrjuð eða í startholunum með að bjóða tryggingar fyrir tjóni sem þeim geta fylgt en þær þykja almennt of dýrar. „Sannarlega eru fyrirtæki að skoða þetta en þau þurfa annars vegar að átta sig á nauðsyninni og hins vegar að varan hefur verið verðlögð út frá erlendum þörfum. Það hefur staðið í fyrirtækjum og þótt frekar dýrt en við vinnum nú að því að aðlaga tryggingarnar íslenskum aðstæðum,“ segir Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár. Ráðgjafarfyrirtækið IFS greining dreifði á þriðjudag nýju virðismati sínu á Sjóvá, TM og VÍS. Í því er bent á að tækniþróun og deilihagkerfið muni leiða til þess að vátryggingamarkaðurinn taki örum breytingum á næstu árum og því þurfi tryggingafélög að útvíkka vöruframboð sitt. Þau hafi aftur á móti litla reynslu af netábyrgðartryggingum og því sé verðlagningin líklega í meiri óvissu en á öðrum vörum þeirra. Samkvæmt upplýsingum frá VÍS seldi fyrirtækið fyrstu netábyrgðartrygginguna í árslok 2014. „Erlend tryggingafélög hafa komið hingað í gegnum okkur og haldið kynningar. Þetta snýst um tvennt og þá annars vegar það tjón sem viðkomandi fyrirtæki verður fyrir í svona árásum. Menn þurfa þá að ráða inn lögmenn, kaupa krísustjórnun og annað slíkt. Hins vegar þarf að tryggja sig fyrir væntum bótakröfum viðskiptavina. Í byrjun næsta árs tekur svo gildi ný Evrópulöggjöf varðandi persónuvernd sem er miklu strangari en nú þekkist og þar geta verið sektarákvæði og annað slíkt sem ýta enn frekar á að fyrirtæki hugi að þessari vernd,“ segir Hermann. Samkvæmt Hermanni tekur iðgjald og annar kostnaður tryggingataka vegna netárása hér á landi nú mið af verðlagningu hjá breskum en aðallega bandarískum vátryggingafélögum. Bendir Hermann á að bótakröfur neytenda í Bandaríkjunum séu almennt ekki í samræmi við þær sem þekkjast hér og því þurfi að laga vöruna að íslenska markaðnum. „Hvernig við munum verðleggja þetta verður framtíðin að leiða í ljós og þá einnig hversu stór tekjupóstur þetta verður í okkar starfsemi.“ Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn urðu allir fyrir netárásum í janúar síðastliðnum þegar gerðar voru álagsárásir á netkerfi íslenskra fjármálafyrirtækja. Nokkrum dögum síðar fjallaði Fréttablaðið um árás tölvuþrjóta á heimasíðu húsgagnaverslunarinnar Epal. Í því tilviki var lausnargjalds krafist ef fyrirtækið vildi fá vefsíðuna sína upp aftur. Þekktasta dæmið er án efa árásin á tölvukerfi Vodafone á Íslandi í nóvember 2013. „Það er aukning í þessum gagnagíslatökum og öðrum árásum og Ísland fylgir alþjóðlegri þróun í þessum málum. Það er mjög erfitt að segja hversu mörg tilvik koma upp á ári því þetta er ekki alltaf tilkynnt enda vilja fyrirtækin oft ekki láta vita af þessu,“ segir Stefán Snorri Stefánsson, hópstjóri netöryggissveitarinnar CERT-ÍS hjá Póst- og fjarskiptastofnun.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Fleiri fréttir „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent