Stórfyrirtæki tryggja sig gegn netárásum Haraldur Guðmundsson skrifar 13. apríl 2017 07:00 Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár Vaxandi eftirspurn er á meðal stórfyrirtækja hér á landi eftir vátryggingum gegn netárásum enda hefur tölvuglæpum af þeim toga fjölgað á síðustu árum. Íslensku tryggingafélögin eru byrjuð eða í startholunum með að bjóða tryggingar fyrir tjóni sem þeim geta fylgt en þær þykja almennt of dýrar. „Sannarlega eru fyrirtæki að skoða þetta en þau þurfa annars vegar að átta sig á nauðsyninni og hins vegar að varan hefur verið verðlögð út frá erlendum þörfum. Það hefur staðið í fyrirtækjum og þótt frekar dýrt en við vinnum nú að því að aðlaga tryggingarnar íslenskum aðstæðum,“ segir Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár. Ráðgjafarfyrirtækið IFS greining dreifði á þriðjudag nýju virðismati sínu á Sjóvá, TM og VÍS. Í því er bent á að tækniþróun og deilihagkerfið muni leiða til þess að vátryggingamarkaðurinn taki örum breytingum á næstu árum og því þurfi tryggingafélög að útvíkka vöruframboð sitt. Þau hafi aftur á móti litla reynslu af netábyrgðartryggingum og því sé verðlagningin líklega í meiri óvissu en á öðrum vörum þeirra. Samkvæmt upplýsingum frá VÍS seldi fyrirtækið fyrstu netábyrgðartrygginguna í árslok 2014. „Erlend tryggingafélög hafa komið hingað í gegnum okkur og haldið kynningar. Þetta snýst um tvennt og þá annars vegar það tjón sem viðkomandi fyrirtæki verður fyrir í svona árásum. Menn þurfa þá að ráða inn lögmenn, kaupa krísustjórnun og annað slíkt. Hins vegar þarf að tryggja sig fyrir væntum bótakröfum viðskiptavina. Í byrjun næsta árs tekur svo gildi ný Evrópulöggjöf varðandi persónuvernd sem er miklu strangari en nú þekkist og þar geta verið sektarákvæði og annað slíkt sem ýta enn frekar á að fyrirtæki hugi að þessari vernd,“ segir Hermann. Samkvæmt Hermanni tekur iðgjald og annar kostnaður tryggingataka vegna netárása hér á landi nú mið af verðlagningu hjá breskum en aðallega bandarískum vátryggingafélögum. Bendir Hermann á að bótakröfur neytenda í Bandaríkjunum séu almennt ekki í samræmi við þær sem þekkjast hér og því þurfi að laga vöruna að íslenska markaðnum. „Hvernig við munum verðleggja þetta verður framtíðin að leiða í ljós og þá einnig hversu stór tekjupóstur þetta verður í okkar starfsemi.“ Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn urðu allir fyrir netárásum í janúar síðastliðnum þegar gerðar voru álagsárásir á netkerfi íslenskra fjármálafyrirtækja. Nokkrum dögum síðar fjallaði Fréttablaðið um árás tölvuþrjóta á heimasíðu húsgagnaverslunarinnar Epal. Í því tilviki var lausnargjalds krafist ef fyrirtækið vildi fá vefsíðuna sína upp aftur. Þekktasta dæmið er án efa árásin á tölvukerfi Vodafone á Íslandi í nóvember 2013. „Það er aukning í þessum gagnagíslatökum og öðrum árásum og Ísland fylgir alþjóðlegri þróun í þessum málum. Það er mjög erfitt að segja hversu mörg tilvik koma upp á ári því þetta er ekki alltaf tilkynnt enda vilja fyrirtækin oft ekki láta vita af þessu,“ segir Stefán Snorri Stefánsson, hópstjóri netöryggissveitarinnar CERT-ÍS hjá Póst- og fjarskiptastofnun. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira
Vaxandi eftirspurn er á meðal stórfyrirtækja hér á landi eftir vátryggingum gegn netárásum enda hefur tölvuglæpum af þeim toga fjölgað á síðustu árum. Íslensku tryggingafélögin eru byrjuð eða í startholunum með að bjóða tryggingar fyrir tjóni sem þeim geta fylgt en þær þykja almennt of dýrar. „Sannarlega eru fyrirtæki að skoða þetta en þau þurfa annars vegar að átta sig á nauðsyninni og hins vegar að varan hefur verið verðlögð út frá erlendum þörfum. Það hefur staðið í fyrirtækjum og þótt frekar dýrt en við vinnum nú að því að aðlaga tryggingarnar íslenskum aðstæðum,“ segir Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár. Ráðgjafarfyrirtækið IFS greining dreifði á þriðjudag nýju virðismati sínu á Sjóvá, TM og VÍS. Í því er bent á að tækniþróun og deilihagkerfið muni leiða til þess að vátryggingamarkaðurinn taki örum breytingum á næstu árum og því þurfi tryggingafélög að útvíkka vöruframboð sitt. Þau hafi aftur á móti litla reynslu af netábyrgðartryggingum og því sé verðlagningin líklega í meiri óvissu en á öðrum vörum þeirra. Samkvæmt upplýsingum frá VÍS seldi fyrirtækið fyrstu netábyrgðartrygginguna í árslok 2014. „Erlend tryggingafélög hafa komið hingað í gegnum okkur og haldið kynningar. Þetta snýst um tvennt og þá annars vegar það tjón sem viðkomandi fyrirtæki verður fyrir í svona árásum. Menn þurfa þá að ráða inn lögmenn, kaupa krísustjórnun og annað slíkt. Hins vegar þarf að tryggja sig fyrir væntum bótakröfum viðskiptavina. Í byrjun næsta árs tekur svo gildi ný Evrópulöggjöf varðandi persónuvernd sem er miklu strangari en nú þekkist og þar geta verið sektarákvæði og annað slíkt sem ýta enn frekar á að fyrirtæki hugi að þessari vernd,“ segir Hermann. Samkvæmt Hermanni tekur iðgjald og annar kostnaður tryggingataka vegna netárása hér á landi nú mið af verðlagningu hjá breskum en aðallega bandarískum vátryggingafélögum. Bendir Hermann á að bótakröfur neytenda í Bandaríkjunum séu almennt ekki í samræmi við þær sem þekkjast hér og því þurfi að laga vöruna að íslenska markaðnum. „Hvernig við munum verðleggja þetta verður framtíðin að leiða í ljós og þá einnig hversu stór tekjupóstur þetta verður í okkar starfsemi.“ Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn urðu allir fyrir netárásum í janúar síðastliðnum þegar gerðar voru álagsárásir á netkerfi íslenskra fjármálafyrirtækja. Nokkrum dögum síðar fjallaði Fréttablaðið um árás tölvuþrjóta á heimasíðu húsgagnaverslunarinnar Epal. Í því tilviki var lausnargjalds krafist ef fyrirtækið vildi fá vefsíðuna sína upp aftur. Þekktasta dæmið er án efa árásin á tölvukerfi Vodafone á Íslandi í nóvember 2013. „Það er aukning í þessum gagnagíslatökum og öðrum árásum og Ísland fylgir alþjóðlegri þróun í þessum málum. Það er mjög erfitt að segja hversu mörg tilvik koma upp á ári því þetta er ekki alltaf tilkynnt enda vilja fyrirtækin oft ekki láta vita af þessu,“ segir Stefán Snorri Stefánsson, hópstjóri netöryggissveitarinnar CERT-ÍS hjá Póst- og fjarskiptastofnun.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira