Svipmynd Markaðarins: Hlaupaform stofublómsins er háð árstíðum 15. apríl 2017 10:00 Vala Dröfn Jóhannsdóttir, markaðsstjóri hjá Vistor. Visir/Eyþór Vala Dröfn Jóhannsdóttir, markaðsstjóri hjá Vistor, er nýkjörin stjórnarformaður Frumtaka, samtaka frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Vala er 44 ára og býr í Hafnarfirði ásamt eiginmanni sínum, Gísla Þorsteinssyni, markaðsstjóra Nýherja, og börnum. Hún er sameindalíffræðingur að mennt en hefur einnig lokið námi í alþjóðaviðskiptum og markaðsfræði. Vala hefur starfað í fimmtán ár hjá Vistor hf., lyfjaheildsölu í Garðabæ; fyrst sem sölufulltrúi og svo markaðsstjóri fyrir lyfjafyrirtækin Novartis og Alcon.Hvað hefur komið þér mest á óvart það sem af er ári? Þrátt fyrir stór loforð nýrrar ríkisstjórnar um að setja heilbrigðismál á oddinn, erum við komin aftur í þá stöðu að ekkert fjármagn er í fjárlögum fyrir innleiðingu nýrra lyfja á árinu. Í febrúar á þessu ári var lofað að úr þessu yrði bætt, en enn bólar ekkert á þessu viðbótarfjármagni.Hvaða app notarðu mest? Facebook og Snapchat, en nota líka mikið öpp með afþreyingarefni svo sem Netflix til að horfa á þætti og kvikmyndir.Hvað gerir þú í frístundum þínum? Ég nýti frítímann helst til að vera með fjölskyldu og vinum. Mér finnst líka ekkert betra en að slaka á í heita pottinum á pallinum heima hjá mér eftir annasaman dag.Hvernig heldur þú þér í formi? Ég byrjaði aðeins að hlaupa með hlaupahópi FH síðasta sumar og ætla að byrja á því aftur í vor. Yfir vetrartímann er ég hins vegar ekki mikið fyrir að vera úti, enda er ég óttalegt stofublóm. Það má því segja að hlaupaformið sé háð árstíðum. Hvernig tónlist hlustar þú á? Ég hlusta yfirleitt á vinsælustu tónlistina hverju sinni í útvarpinu, en ég hef líka mjög gaman af alls konar heimstónlist.Ertu í þínu draumastarfi? Já, algjörlega. Í mínu starfi sameinast mín helstu áhugamál, sem eru heilbrigðismál, vísindi og samskipti við fólk. Vinnan er mjög fjölbreytt og engir tveir dagar eins. Svo er líka svo skemmtilegt að vinna hjá Vistor enda hef ég verið þar í fimmtán ár. Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira
Vala Dröfn Jóhannsdóttir, markaðsstjóri hjá Vistor, er nýkjörin stjórnarformaður Frumtaka, samtaka frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Vala er 44 ára og býr í Hafnarfirði ásamt eiginmanni sínum, Gísla Þorsteinssyni, markaðsstjóra Nýherja, og börnum. Hún er sameindalíffræðingur að mennt en hefur einnig lokið námi í alþjóðaviðskiptum og markaðsfræði. Vala hefur starfað í fimmtán ár hjá Vistor hf., lyfjaheildsölu í Garðabæ; fyrst sem sölufulltrúi og svo markaðsstjóri fyrir lyfjafyrirtækin Novartis og Alcon.Hvað hefur komið þér mest á óvart það sem af er ári? Þrátt fyrir stór loforð nýrrar ríkisstjórnar um að setja heilbrigðismál á oddinn, erum við komin aftur í þá stöðu að ekkert fjármagn er í fjárlögum fyrir innleiðingu nýrra lyfja á árinu. Í febrúar á þessu ári var lofað að úr þessu yrði bætt, en enn bólar ekkert á þessu viðbótarfjármagni.Hvaða app notarðu mest? Facebook og Snapchat, en nota líka mikið öpp með afþreyingarefni svo sem Netflix til að horfa á þætti og kvikmyndir.Hvað gerir þú í frístundum þínum? Ég nýti frítímann helst til að vera með fjölskyldu og vinum. Mér finnst líka ekkert betra en að slaka á í heita pottinum á pallinum heima hjá mér eftir annasaman dag.Hvernig heldur þú þér í formi? Ég byrjaði aðeins að hlaupa með hlaupahópi FH síðasta sumar og ætla að byrja á því aftur í vor. Yfir vetrartímann er ég hins vegar ekki mikið fyrir að vera úti, enda er ég óttalegt stofublóm. Það má því segja að hlaupaformið sé háð árstíðum. Hvernig tónlist hlustar þú á? Ég hlusta yfirleitt á vinsælustu tónlistina hverju sinni í útvarpinu, en ég hef líka mjög gaman af alls konar heimstónlist.Ertu í þínu draumastarfi? Já, algjörlega. Í mínu starfi sameinast mín helstu áhugamál, sem eru heilbrigðismál, vísindi og samskipti við fólk. Vinnan er mjög fjölbreytt og engir tveir dagar eins. Svo er líka svo skemmtilegt að vinna hjá Vistor enda hef ég verið þar í fimmtán ár.
Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira