Fjármál Hafnarfjarðar ekki lengur undir eftirliti Sæunn Gísladóttir skrifar 12. apríl 2017 09:00 Rekstrartekjur Hafnarfjarðarbæjar á árinu 2016 námu 23 milljörðum króna. Vísir/GVA Sögulegur viðsnúningur hefur orðið í rekstri Hafnarfjarðarbæjar, úr rekstrarhalla í rekstrarafgang. Rósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs, segist stolt af því að fjármálin séu komin á þennan stað. Hafnarfjarðarbær mun nú komast undan eftirliti eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga eftir fimm ár undir eftirliti. Ársreikningur Hafnarfjarðarbæjar 2016 var lagður fram í gær. Í honum kemur fram að skuldaviðmið sé komið undir 150 prósent, skuldahlutfall Hafnarfjarðarbæjar var 169,6 prósent í árslok 2016 samanborið við 194 prósent í árslok 2015 og hefur ekki verið lægra í aldarfjórðung eða frá árinu 1992.Rósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðarbæjar. Fréttablaðið/DaníelRekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 23 milljörðum króna. Rekstarniðurstaða sveitarfélagsins fyrir óreglulega liði var jákvæð um 754 milljónir, sem er ríflega tvöfalt meira en 361 milljón króna sem áætlað hafði verið. Á árinu 2016 voru greiddar afborganir, alls 2,1 milljarður króna. „Viðsnúninginn má fyrst og fremst rekja til þeirra aðgerða sem farið var í í upphafi þessa kjörtímabils. Farið var í viðamikla rekstrarúttekt á öllum stofnunum sveitarfélagsins og leitað leiða til að ná fram umbótum og betri nýtingu fjármuna, úr varð að farið var í alls kyns aðgerðir," segir Rósa Guðbjartsdóttir. Hún nefnir sem dæmi að verkefni voru endurskilgreind og boðin var út alls kyns þjónusta og vörukaup sveitarfélagsins. „Það tekur tíma fyrir allt kerfið að aðlagast þessum breytingum og nú er það að skila þessum árangri. Það að rekstrarkostnaðurinn sjálfur sé ekki að hækka milli ára skiptir gríðarlega miklu máli og er stór þáttur í þessu. Við erum stolt af því að vera komin á þennan stað. Þessi tímamót felast ekki síst í því að við erum búin að vera í fimm ár undir þungu eftirliti eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga. Við komumst undan þessu eftirliti sem er mjög stór áfangi. Það var niðurlægjandi að vera í hópi þeirra sveitarfélaga sem lentu undir því eftirliti. Það skiptir miklu máli að vera orðin sjálfráða,“ segir Rósa. „Þetta eru vissulega jákvæð tíðindi en ekkert sem kemur á óvart,“ segir Gunnar Axel Axelsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. „Tekjur sveitarfélaga eru almennt að aukast mjög mikið í samræmi við efnahagsþróunina á Íslandi. Þetta eru kannski umskipti sem við erum að sjá hjá sveitarstjórnarstiginu í heild.“ Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira
Sögulegur viðsnúningur hefur orðið í rekstri Hafnarfjarðarbæjar, úr rekstrarhalla í rekstrarafgang. Rósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs, segist stolt af því að fjármálin séu komin á þennan stað. Hafnarfjarðarbær mun nú komast undan eftirliti eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga eftir fimm ár undir eftirliti. Ársreikningur Hafnarfjarðarbæjar 2016 var lagður fram í gær. Í honum kemur fram að skuldaviðmið sé komið undir 150 prósent, skuldahlutfall Hafnarfjarðarbæjar var 169,6 prósent í árslok 2016 samanborið við 194 prósent í árslok 2015 og hefur ekki verið lægra í aldarfjórðung eða frá árinu 1992.Rósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðarbæjar. Fréttablaðið/DaníelRekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 23 milljörðum króna. Rekstarniðurstaða sveitarfélagsins fyrir óreglulega liði var jákvæð um 754 milljónir, sem er ríflega tvöfalt meira en 361 milljón króna sem áætlað hafði verið. Á árinu 2016 voru greiddar afborganir, alls 2,1 milljarður króna. „Viðsnúninginn má fyrst og fremst rekja til þeirra aðgerða sem farið var í í upphafi þessa kjörtímabils. Farið var í viðamikla rekstrarúttekt á öllum stofnunum sveitarfélagsins og leitað leiða til að ná fram umbótum og betri nýtingu fjármuna, úr varð að farið var í alls kyns aðgerðir," segir Rósa Guðbjartsdóttir. Hún nefnir sem dæmi að verkefni voru endurskilgreind og boðin var út alls kyns þjónusta og vörukaup sveitarfélagsins. „Það tekur tíma fyrir allt kerfið að aðlagast þessum breytingum og nú er það að skila þessum árangri. Það að rekstrarkostnaðurinn sjálfur sé ekki að hækka milli ára skiptir gríðarlega miklu máli og er stór þáttur í þessu. Við erum stolt af því að vera komin á þennan stað. Þessi tímamót felast ekki síst í því að við erum búin að vera í fimm ár undir þungu eftirliti eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga. Við komumst undan þessu eftirliti sem er mjög stór áfangi. Það var niðurlægjandi að vera í hópi þeirra sveitarfélaga sem lentu undir því eftirliti. Það skiptir miklu máli að vera orðin sjálfráða,“ segir Rósa. „Þetta eru vissulega jákvæð tíðindi en ekkert sem kemur á óvart,“ segir Gunnar Axel Axelsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. „Tekjur sveitarfélaga eru almennt að aukast mjög mikið í samræmi við efnahagsþróunina á Íslandi. Þetta eru kannski umskipti sem við erum að sjá hjá sveitarstjórnarstiginu í heild.“
Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira