Deilt um borðbúnað í Brautarholti Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 11. apríl 2017 07:51 "Það hljómar dálítið sérstakt að kaupa eigi borðbúnað af Kvenfélagi Skeiðahrepps sem félagið ætlar væntanlega að nýta sér áfram í sinni fjáröflun." vísir/magnús hlynur Skeiða- og Gnúpverjahreppur hefur samþykkt að kaupa borðbúnað og skápa af kvenfélagi Skeiðahrepps fyrir 1,75 milljónir króna í félagsheimilið og leikskólann Brautarholt. Kvenfélagið vildi tæplega 2,7 milljónir króna fyrir leirtauið en fulltrúi F-listans sagði kaupin sæta furðu meðal annars því félagið hafi sjálft afnot af borðbúnaðnum. Tveir fulltrúar F-listans greiddu atkvæði á móti kaupunum. „Það verður að teljast hæpið að sveitarfélagið sé að leggja í kostnað sem þennan þar sem veitingarrekstur telst varla til þeirrar starfsemi sem sveitarfélagið á að standa í, það sama má í raun segja um ýmsa aðra starfsemi sem rekin er í eigum sveitarfélagsins þar sem skattgreiðendur hafa verið að greiða með rekstri einstaklinga,“ sagði Gunnar Örn Marteinsson, fulltrúi F-listans framsýnar og uppbyggingar, í bókun sinni. Þá sagði Gunnar engan skort vera á borðbúnaði. „Það hljómar dálítið sérstakt að kaupa eigi borðbúnað af Kvenfélagi Skeiðahrepps sem félagið ætlar væntanlega að nýta sér áfram í sinni fjáröflun, bent hefur verið á að stundum séu haldin ættarmót í húsinu og þá sé þörf á auknum borðbúnaði umfram það sem til er á staðnum. Slík starfsemi stendur varla undir kostnaði hjá sveitarfélaginu og spurning hvernig hún fer saman með rekstri leikskólans.“ Sveitarstjórnin samþykkti að endingu, með þremur atkvæðum gegn tveimur, að kaupa leirtau og skápa af kvenfélaginu á 1.750.000. Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Sjá meira
Skeiða- og Gnúpverjahreppur hefur samþykkt að kaupa borðbúnað og skápa af kvenfélagi Skeiðahrepps fyrir 1,75 milljónir króna í félagsheimilið og leikskólann Brautarholt. Kvenfélagið vildi tæplega 2,7 milljónir króna fyrir leirtauið en fulltrúi F-listans sagði kaupin sæta furðu meðal annars því félagið hafi sjálft afnot af borðbúnaðnum. Tveir fulltrúar F-listans greiddu atkvæði á móti kaupunum. „Það verður að teljast hæpið að sveitarfélagið sé að leggja í kostnað sem þennan þar sem veitingarrekstur telst varla til þeirrar starfsemi sem sveitarfélagið á að standa í, það sama má í raun segja um ýmsa aðra starfsemi sem rekin er í eigum sveitarfélagsins þar sem skattgreiðendur hafa verið að greiða með rekstri einstaklinga,“ sagði Gunnar Örn Marteinsson, fulltrúi F-listans framsýnar og uppbyggingar, í bókun sinni. Þá sagði Gunnar engan skort vera á borðbúnaði. „Það hljómar dálítið sérstakt að kaupa eigi borðbúnað af Kvenfélagi Skeiðahrepps sem félagið ætlar væntanlega að nýta sér áfram í sinni fjáröflun, bent hefur verið á að stundum séu haldin ættarmót í húsinu og þá sé þörf á auknum borðbúnaði umfram það sem til er á staðnum. Slík starfsemi stendur varla undir kostnaði hjá sveitarfélaginu og spurning hvernig hún fer saman með rekstri leikskólans.“ Sveitarstjórnin samþykkti að endingu, með þremur atkvæðum gegn tveimur, að kaupa leirtau og skápa af kvenfélaginu á 1.750.000.
Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent