Tesla slær við markaðsvirði General Motors Finnur Thorlacius skrifar 10. apríl 2017 16:08 Tesla Model S bílar í röðum. Í síðustu viku náði virði hlutabréfa í rafmagnsbílafyrirtækinu Tesla virði bréfanna í stærsta bílaframleiðanda Bandaríkjanna, General Motors. Hlutabréf í Tesla hækkuðu um 3,7% á mánudaginn síðasta og fór með því uppí heildarmarkaðsvirði uppá 51 milljarða Bandaríkjadala. Það þýðir að virðið í Tesla fór 1,7 milljörðum dala yfir virðið í GM. Í dag hækkuðu bréfin í Tesla svo aftur um 3,1% og stóðu í 311,61 dollara á hvern hlut en hver hlutur í GM var á sama tíma í 34,10 dollurum. Þessar hækkanir lýsa best þeirri trú markaðarins að framtíð bíliðnaðarins liggi í rafmagnsbílum eða nýorkubílum almennt. Þessi staða er uppi þó svo að GM hafi kynnt Chevrolet Bolt rafmagnsbíl sinn sem hefur álíka drægi og tilvonandi Tesla Model 3 bíl og fæst hann á svipuðu verði. Hjá Tesla sjá fjárfestar bjartsýni, þor, frelsi og vilja til djörfungar sem ekki sjást hjá flestum öðrum bílaframleiðendum og trúin á framtíð Tesla er fyrir vikið mjög mikil. Engu skiptir þó að Tesla hafi ekki enn skilað ársuppgjöri með hagnaði öndvert við til dæmis GM, sem skilaði ágætum hagnaði á síðasta ári og þar á bæ er von á 9 milljarða dollara hagnaði á þessu ári, en slíkt verður tæplega í kortunum hjá Tesla í ár. Með síðustu hækkunum í hlutabréfaverði Tesla er fyrirtækið orðið sjötti verðmætasti bílaframleiðandi heims á eftir Toyota, Daimler (Mercedes Benz), Volkswagen Group, BMW og Honda. Miklu munar enn á virði Tesla og Toyota því markaðsvirði Toyota er nú 172 milljarðar Bandaríkjadala. Tesla gæti þó hæglega náð Honda á næstunni sem stendur nú í 52 milljarða dollara virði. Rétt er að hafa í huga að búist er við minni sölu bíla hjá GM og Ford í ár en í fyrra, en að Tesla muni auka mjög við sölu sína. Tesla seldi þó aðeins 80.000 bíla í fyrra en GM um 10 milljónir bíla. Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent
Í síðustu viku náði virði hlutabréfa í rafmagnsbílafyrirtækinu Tesla virði bréfanna í stærsta bílaframleiðanda Bandaríkjanna, General Motors. Hlutabréf í Tesla hækkuðu um 3,7% á mánudaginn síðasta og fór með því uppí heildarmarkaðsvirði uppá 51 milljarða Bandaríkjadala. Það þýðir að virðið í Tesla fór 1,7 milljörðum dala yfir virðið í GM. Í dag hækkuðu bréfin í Tesla svo aftur um 3,1% og stóðu í 311,61 dollara á hvern hlut en hver hlutur í GM var á sama tíma í 34,10 dollurum. Þessar hækkanir lýsa best þeirri trú markaðarins að framtíð bíliðnaðarins liggi í rafmagnsbílum eða nýorkubílum almennt. Þessi staða er uppi þó svo að GM hafi kynnt Chevrolet Bolt rafmagnsbíl sinn sem hefur álíka drægi og tilvonandi Tesla Model 3 bíl og fæst hann á svipuðu verði. Hjá Tesla sjá fjárfestar bjartsýni, þor, frelsi og vilja til djörfungar sem ekki sjást hjá flestum öðrum bílaframleiðendum og trúin á framtíð Tesla er fyrir vikið mjög mikil. Engu skiptir þó að Tesla hafi ekki enn skilað ársuppgjöri með hagnaði öndvert við til dæmis GM, sem skilaði ágætum hagnaði á síðasta ári og þar á bæ er von á 9 milljarða dollara hagnaði á þessu ári, en slíkt verður tæplega í kortunum hjá Tesla í ár. Með síðustu hækkunum í hlutabréfaverði Tesla er fyrirtækið orðið sjötti verðmætasti bílaframleiðandi heims á eftir Toyota, Daimler (Mercedes Benz), Volkswagen Group, BMW og Honda. Miklu munar enn á virði Tesla og Toyota því markaðsvirði Toyota er nú 172 milljarðar Bandaríkjadala. Tesla gæti þó hæglega náð Honda á næstunni sem stendur nú í 52 milljarða dollara virði. Rétt er að hafa í huga að búist er við minni sölu bíla hjá GM og Ford í ár en í fyrra, en að Tesla muni auka mjög við sölu sína. Tesla seldi þó aðeins 80.000 bíla í fyrra en GM um 10 milljónir bíla.
Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent