Finnst skelfilegt að BF hafi leitt Sjálfstæðisflokkinn til valda Jakob Bjarnar skrifar 10. apríl 2017 14:30 Páll Bragi segir að það verði að stöðva þennan óðakapítalisma sem hér er allt lifandi að drepa. Það verður ekki gert í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Páll Valur Björnsson hefur sagt skilið við Bjarta framtíð en hann er fyrrverandi þingmaður flokksins. Hann segir skelfilegt til þess að hugsa að Björt framtíð hafi leitt Sjálfstæðisflokkinn til valda – nú þegar þörf sé á róttækum kerfisbreytingum og breyttri forgangsröðun. Honum hugnast vel þær hugmyndir sem Gunnar Smári Egilsson og svo Mikael Torfason hafa talað fyrir í tengslum við stofnun nýs stjórnmálaafls: Sósíalistaflokks Íslands.Sjálfstæðisflokkurinn gegnsýrður sérhagsmunagæslu Ég held að það hafi ekki farið fram hjá neinum að ég hef verið mjög andsnúinn þessu stjórnarsamstarfi, ósáttur í raun frá því að Óttarr Proppé, formaður flokksins, tók þá spyrða BF við Viðreisn,“ segir Páll Valur sem hefur tilkynnt fyrrum félögum sínum í Bjartri framtíð um ákvörðun sína. „Ég sendi bréf inná Fb-síðu þar sem ég útskýri þetta. Við erum þannig flokkur, sem byrjuðum þannig að við ætluðum að reyna að breyta íslenskum stjórnmálum; kerfisbreytingar, minna fúsk, róttækur mannréttindaflokkur, breytingum í íslensku samfélagi. Það verður ekki gert með Sjálfstæðisflokknum sem er gegnsýrður af sérhagsmunagæslu og gaf það hreinlega út að hann vildi engar kerfisbreytingar á Íslandi. Það hefur verið urgur í mér síðan þetta samstarf kom til sem ég er mjög ósáttur við. Taldi að við ættum enga samleið með Sjálfstæðisflokknum en Óttarr taldi annað. Þetta hefur verið að gerjast í mér lengi.“Verður að stöðva þennan óðakapítalisma Það sem tók steininn úr hjá Páli Vali var í raun stefna flokksins í málefnum barna. Hver flokkur tilnefnir einn talsmann barna á þingi, og hann gegndi þeirri stöðu fyrir BF, og hlaut raunar verðlaun Unicef fyrir framgöngu sína á því sviði. Í grunnskólalögum kveður svo á um að rukka megi börn fyrir ritföng og annað slíkt. Barist hefur verið fyrir því að leggja það niður en enginn talsmaður stjórnarflokkanna greiddi því atkvæði sitt, Páli Vali til mikilla vonbrigða.Ljóst er að þetta hefur verið stórt skref fyrir Pál Val að stíga en í ágúst 2014 greindi Nútíminn frá því að hann hafi látið tattoo-era merki BF á upphandlegg sinn.„Þetta er allt á sömu bókina lært. Ég er miklu meiri sósíalisti í mer en svo að þetta sé hugmyndafræði sem ég aðhyllist. Í raun er skelfilegt til þess að hugsa að Björt framtíð hafi leitt Sjálfstæðisflokkinn til valda aftur. Það er flokkur sem hefði mátt fá frí. Ég var spenntur fyrir fimm flokka stjórninni, þó hún hafi kannski ekki verið óskakostur þá var þar sögulegt tækifæri og ég batt vonir við það að BF myndi sækja inn á miðjuna. Mér hugnast ágætlega þessar hugmyndir Gunnars Smára og Mikaels. Það verður að stoppa þennan óðakapítalisma sem er að leggja hér allt í rúst og það gerist ekki í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn.“Á ekki samstöðu lengur með BF Páll Valur ítrekar að hann beri engan kala fyrir fyrrum félögum sínum í BF, hann hafi kynnst þar mörgu góðu fólki og beri virðingu fyrir því. En, þetta gangi ekki lengur og hér þarf ýmislegt að laga. „Tímabært fyrir mig. Ég vil ekki vera í flokki sem ég á ekki samleið með. Þykir vænt um þetta fólk en við þurfum að fara aðrar leiðir til að breyta íslensku samfélagi. Og breyta forgangsröðinni með róttækum hætti,“ segir Páll Valur sem nú starfar við forfallakennslu í Grunnskóla Grindavíkur. „Ég reikna svo með að fara að starfa hjá Fisktækniskóla Íslands í Grindavík í haust. Og svo er ég á fullu við að verða afi líka.“ Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Sjá meira
Páll Valur Björnsson hefur sagt skilið við Bjarta framtíð en hann er fyrrverandi þingmaður flokksins. Hann segir skelfilegt til þess að hugsa að Björt framtíð hafi leitt Sjálfstæðisflokkinn til valda – nú þegar þörf sé á róttækum kerfisbreytingum og breyttri forgangsröðun. Honum hugnast vel þær hugmyndir sem Gunnar Smári Egilsson og svo Mikael Torfason hafa talað fyrir í tengslum við stofnun nýs stjórnmálaafls: Sósíalistaflokks Íslands.Sjálfstæðisflokkurinn gegnsýrður sérhagsmunagæslu Ég held að það hafi ekki farið fram hjá neinum að ég hef verið mjög andsnúinn þessu stjórnarsamstarfi, ósáttur í raun frá því að Óttarr Proppé, formaður flokksins, tók þá spyrða BF við Viðreisn,“ segir Páll Valur sem hefur tilkynnt fyrrum félögum sínum í Bjartri framtíð um ákvörðun sína. „Ég sendi bréf inná Fb-síðu þar sem ég útskýri þetta. Við erum þannig flokkur, sem byrjuðum þannig að við ætluðum að reyna að breyta íslenskum stjórnmálum; kerfisbreytingar, minna fúsk, róttækur mannréttindaflokkur, breytingum í íslensku samfélagi. Það verður ekki gert með Sjálfstæðisflokknum sem er gegnsýrður af sérhagsmunagæslu og gaf það hreinlega út að hann vildi engar kerfisbreytingar á Íslandi. Það hefur verið urgur í mér síðan þetta samstarf kom til sem ég er mjög ósáttur við. Taldi að við ættum enga samleið með Sjálfstæðisflokknum en Óttarr taldi annað. Þetta hefur verið að gerjast í mér lengi.“Verður að stöðva þennan óðakapítalisma Það sem tók steininn úr hjá Páli Vali var í raun stefna flokksins í málefnum barna. Hver flokkur tilnefnir einn talsmann barna á þingi, og hann gegndi þeirri stöðu fyrir BF, og hlaut raunar verðlaun Unicef fyrir framgöngu sína á því sviði. Í grunnskólalögum kveður svo á um að rukka megi börn fyrir ritföng og annað slíkt. Barist hefur verið fyrir því að leggja það niður en enginn talsmaður stjórnarflokkanna greiddi því atkvæði sitt, Páli Vali til mikilla vonbrigða.Ljóst er að þetta hefur verið stórt skref fyrir Pál Val að stíga en í ágúst 2014 greindi Nútíminn frá því að hann hafi látið tattoo-era merki BF á upphandlegg sinn.„Þetta er allt á sömu bókina lært. Ég er miklu meiri sósíalisti í mer en svo að þetta sé hugmyndafræði sem ég aðhyllist. Í raun er skelfilegt til þess að hugsa að Björt framtíð hafi leitt Sjálfstæðisflokkinn til valda aftur. Það er flokkur sem hefði mátt fá frí. Ég var spenntur fyrir fimm flokka stjórninni, þó hún hafi kannski ekki verið óskakostur þá var þar sögulegt tækifæri og ég batt vonir við það að BF myndi sækja inn á miðjuna. Mér hugnast ágætlega þessar hugmyndir Gunnars Smára og Mikaels. Það verður að stoppa þennan óðakapítalisma sem er að leggja hér allt í rúst og það gerist ekki í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn.“Á ekki samstöðu lengur með BF Páll Valur ítrekar að hann beri engan kala fyrir fyrrum félögum sínum í BF, hann hafi kynnst þar mörgu góðu fólki og beri virðingu fyrir því. En, þetta gangi ekki lengur og hér þarf ýmislegt að laga. „Tímabært fyrir mig. Ég vil ekki vera í flokki sem ég á ekki samleið með. Þykir vænt um þetta fólk en við þurfum að fara aðrar leiðir til að breyta íslensku samfélagi. Og breyta forgangsröðinni með róttækum hætti,“ segir Páll Valur sem nú starfar við forfallakennslu í Grunnskóla Grindavíkur. „Ég reikna svo með að fara að starfa hjá Fisktækniskóla Íslands í Grindavík í haust. Og svo er ég á fullu við að verða afi líka.“
Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Sjá meira