Volvo, Fiat, Nissan og PSA skrópa á bílasýninguna í Frankfurt Finnur Thorlacius skrifar 10. apríl 2017 09:19 Frá bílasýningunni í Frankfurt. Þó svo að PSA Peugeot Citroën samstæðan hafi stækkað um Opel/Vauxhall merkin á dögunum ætlar fyrirtækið ekki að taka þátt í bílasýningunni í Frankfurt í haust. Það sama á reyndar við um þekkt bílamerki eins og Volvo, Nissan og Fiat Chrysler bílasamstæðuna. Þar innanborðs eru meðal annars bílamerkin Jeep, Alfa Romeo, RAM, Dodge og að sjálfsögðu Fiat og Chrysler. Mörg bílafyrirtæki eru að breyta áherslum sínum frá bílasýningum til markaðssetningar á vefnum með áherslu á samfélagsmiðla. Þrátt fyrir að þessi fyrirtæki muni ekki taka þátt verða 50 bílamerki á sýningunni í Frankfurt frá Evrópu, Asíu og Bandaríkjunum. Einhver ný bílamerki verða á staðnum og það aðallega frá Kína. Þó svo þessi bílamerki taki ekki þátt nú útilokar það ekkert í framtíðinni hvað varðar þátttöku þeirra í framtíðinni. Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent
Þó svo að PSA Peugeot Citroën samstæðan hafi stækkað um Opel/Vauxhall merkin á dögunum ætlar fyrirtækið ekki að taka þátt í bílasýningunni í Frankfurt í haust. Það sama á reyndar við um þekkt bílamerki eins og Volvo, Nissan og Fiat Chrysler bílasamstæðuna. Þar innanborðs eru meðal annars bílamerkin Jeep, Alfa Romeo, RAM, Dodge og að sjálfsögðu Fiat og Chrysler. Mörg bílafyrirtæki eru að breyta áherslum sínum frá bílasýningum til markaðssetningar á vefnum með áherslu á samfélagsmiðla. Þrátt fyrir að þessi fyrirtæki muni ekki taka þátt verða 50 bílamerki á sýningunni í Frankfurt frá Evrópu, Asíu og Bandaríkjunum. Einhver ný bílamerki verða á staðnum og það aðallega frá Kína. Þó svo þessi bílamerki taki ekki þátt nú útilokar það ekkert í framtíðinni hvað varðar þátttöku þeirra í framtíðinni.
Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent