Hryðjuverk og kærleiksverk Guðmundur Andri Thorsson skrifar 10. apríl 2017 07:00 Enn hefur karlmaður sem játar einhvers konar islam ráðist á almenning í evrópsku lýðræðisríki með því að aka bíl inn í mannfjölda í því skyni að drepa eins margt fólk og hann getur. Enn einn einstaklingur, sýktur af hugmyndum, sem telur það ásættanlegan tjáningarmáta á viðhorfum sínum að aka bíl inn í mannfjölda. Þessi menn þekkjast ekki úr hinum sem eru sómakærir en varpa skugga grunsemda og tortryggni á alla þá sem líta út eins, það er að segja, eru með brúna húð og dökkt hár. Erfitt er að setja sig inn í það dauðadýrkunarkölt sem þessir menn hafa ánetjast. Kannski halda þeir að þeir séu að drýgja einhvers konar dáð. Kannski eru þeir að tjá andstyggð sína á lífsháttum fólks sem lifir venjulegu lífi á veraldarvísu. Menn sem tengja sig við ISIS ómaka sig ekki lengur við að réttlæta morðæðið með þjáningum trúbræðra sinna, eins og fyrirrennarar þeirra gerðu þó. Þeir gangast fúsir við því að eini tilgangur ódæðanna sé að skapa ótta og glundroða. Sjálfir eru gerendurnir oftast nær landeyður; einrænar mannafælur sem viðra kannski skringilegar skoðanir á netinu. Þetta eru menn sem eru núll og nix, eru ekkert og leitast við það með ódæðisverkum sínum að verða eitthvað. En eyða sjálfum sér gjarnan um leið með sjálfsmorði. Verða með öðrum orðum ekkert til að verða eitthvað.Hernaður gegn almenningiNútímahernaður beinist eingöngu gegn almenningi, mér og þér, samfélagi „venjulegs fólks“. Hermennirnir sitja við tölvu og senda dróna með sprengjur inn á svæði þar sem fólk býr, að sögn í því skyni að drepa hryðjuverkamenn sem leynast innan um og saman við fólkið. Þessi drónahernaður er aðferð stórþjóðanna, einkum Bandaríkjamanna, fram að Trump-stjórninni að minnsta kosti, en margt bendir til þess að Trump sé hrifnari af mannfórnum úr eigin liði en fyrirrennari hans var. Önnur tegund af nútímahernaði felst í því að karlmenn fara um í hópum slitnir úr tengslum við mannlegt samfélag, ærðir af áfengi, eiturlyfjum og morðvímu og rífa niður, sprengja, eyða og drepa varnarlaust fólk í nafni þjóðernis eða trúar; við sáum slíkan óþjóðalýð í stríðinu í Júgóslavíu. Og loks eru það hermennirnir sem leynast inni í stórborgunum og fara þegar minnst varir á stjá til að drepa þar sem allra flest fólk, og helst farga sér í leiðinni. Þeir starfa í nafni islam en hafa þó einkum einbeitt sér að því að drepa múslima. Langflest þessara ódæða eru framin í löndum múslima í Afríku og Asíu, en þegar leikurinn berst til Evrópu vekur það meiri athygli okkar, enda nær okkur höggvið. Næst er þó höggvið múslimum í Evrópu. Hryðjuverk á borð við það sem framið var í Stokkhólmi núna bitnar svo sannarlega á vegfarendum en um leið eru slíkar aðgerðir nánast eins og hernaður á hendur múslimum í Evrópu, til þess ætlaður að koma í veg fyrir aðlögun. Lífið á að verða óbærilegt karlmönnum með brúna húð í Evrópu – verkin beinast gegn fjölmenningu og sambúð ólíkra trúarhópa. Markmiðið er að gera sambúð kristinna manna og múslima í Evrópu óhugsanlega, sá fræjum tortryggni og haturs milli þeirra. Að baki liggja hugsjónir um einangrun, hugmyndaþrengsli og hreinlíft kalífadæmi í anda miðalda með niðurnjörvuðum lífsháttum, stífum kynhlutverkum, karlveldi og virku eftirliti klerka með hugsunarhætti og hegðun, til dæmis kynhegðun þar sem harðbannað er að laðast að eigin kyni.Óbærileg tilhugsunÞessi eftirlitshyggja, kynhlutverkastífnin, kvennakúgunin, rasisminn, fáránleg boð og bönn, vandlætingin í garð þeirra sem skera sig úr norminu – hatrið á fjölbreytninni og andúðin á öðrum húðlit en maður hefur sjálfur, annarri kynhegðun, annarri sjálfsmynd – allt er þetta sameiginlegt í trúarbrögðunum stóru sem við kennum við Abraham – islam, gyðingdóm og kristni – þegar þessi hugmyndakerfi eru orðin trénuð og inntakslaus og þeim fylgt af bókstafstrú. Þess vegna hljóma bókstafstrúarklerkar í Bandaríkjunum nokkurn veginn eins og múllarnir sem predika í moskum heimsins. Rasistarnir hvítu á Norðurlöndum sem kveikja í flóttamannabúðum aðhyllast ekki ólíka hugmyndafræði og þeir sem kenna sig við islam og aka trukkum inn í mannfjölda. Það er eiginlega óbærileg tilhugsun að árið 2017 skuli fólk vera drepið í nafni trúarbragða. Í öllum þessum hugmyndakerfum er ýmislegt sem nýtist okkur vel þegar við finnum hjá okkur þörf fyrir að tengjast alheimsvitundinni – hvort sem hún er nú til eða ekki. En trúarbrögð eru líka eitt versta böl mannkynsins. Það segir sig sjálft að öll þessi hugmyndakerfi hafa að geyma heilræði og hugarfar úr öðrum tíma og aðstæðum sem rétt er að slíta tengsl við. Annað má nota: Múslimum er kennt að mannslífið sé heilagt og það sé glæpur gegn guði að drepa fólk. Kristnir menn ganga almennt út frá því að Guð hafi gefið þeim frjálsan vilja og leggi svo mat á frammistöðu þeirra á jörðinni á hinum efsta degi – og er þá spurt um kærleiksboðorðið fyrst og fremst, þar sem aldrei má fara í manngreinarálit. Aldrei: og þá ætti til dæmis að vera kærleiksverk í algjörum forgangi að taka vel á móti því fólki sem er á flótta undir morðvörgunum sem kenna sig við islamskt ríki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Enn hefur karlmaður sem játar einhvers konar islam ráðist á almenning í evrópsku lýðræðisríki með því að aka bíl inn í mannfjölda í því skyni að drepa eins margt fólk og hann getur. Enn einn einstaklingur, sýktur af hugmyndum, sem telur það ásættanlegan tjáningarmáta á viðhorfum sínum að aka bíl inn í mannfjölda. Þessi menn þekkjast ekki úr hinum sem eru sómakærir en varpa skugga grunsemda og tortryggni á alla þá sem líta út eins, það er að segja, eru með brúna húð og dökkt hár. Erfitt er að setja sig inn í það dauðadýrkunarkölt sem þessir menn hafa ánetjast. Kannski halda þeir að þeir séu að drýgja einhvers konar dáð. Kannski eru þeir að tjá andstyggð sína á lífsháttum fólks sem lifir venjulegu lífi á veraldarvísu. Menn sem tengja sig við ISIS ómaka sig ekki lengur við að réttlæta morðæðið með þjáningum trúbræðra sinna, eins og fyrirrennarar þeirra gerðu þó. Þeir gangast fúsir við því að eini tilgangur ódæðanna sé að skapa ótta og glundroða. Sjálfir eru gerendurnir oftast nær landeyður; einrænar mannafælur sem viðra kannski skringilegar skoðanir á netinu. Þetta eru menn sem eru núll og nix, eru ekkert og leitast við það með ódæðisverkum sínum að verða eitthvað. En eyða sjálfum sér gjarnan um leið með sjálfsmorði. Verða með öðrum orðum ekkert til að verða eitthvað.Hernaður gegn almenningiNútímahernaður beinist eingöngu gegn almenningi, mér og þér, samfélagi „venjulegs fólks“. Hermennirnir sitja við tölvu og senda dróna með sprengjur inn á svæði þar sem fólk býr, að sögn í því skyni að drepa hryðjuverkamenn sem leynast innan um og saman við fólkið. Þessi drónahernaður er aðferð stórþjóðanna, einkum Bandaríkjamanna, fram að Trump-stjórninni að minnsta kosti, en margt bendir til þess að Trump sé hrifnari af mannfórnum úr eigin liði en fyrirrennari hans var. Önnur tegund af nútímahernaði felst í því að karlmenn fara um í hópum slitnir úr tengslum við mannlegt samfélag, ærðir af áfengi, eiturlyfjum og morðvímu og rífa niður, sprengja, eyða og drepa varnarlaust fólk í nafni þjóðernis eða trúar; við sáum slíkan óþjóðalýð í stríðinu í Júgóslavíu. Og loks eru það hermennirnir sem leynast inni í stórborgunum og fara þegar minnst varir á stjá til að drepa þar sem allra flest fólk, og helst farga sér í leiðinni. Þeir starfa í nafni islam en hafa þó einkum einbeitt sér að því að drepa múslima. Langflest þessara ódæða eru framin í löndum múslima í Afríku og Asíu, en þegar leikurinn berst til Evrópu vekur það meiri athygli okkar, enda nær okkur höggvið. Næst er þó höggvið múslimum í Evrópu. Hryðjuverk á borð við það sem framið var í Stokkhólmi núna bitnar svo sannarlega á vegfarendum en um leið eru slíkar aðgerðir nánast eins og hernaður á hendur múslimum í Evrópu, til þess ætlaður að koma í veg fyrir aðlögun. Lífið á að verða óbærilegt karlmönnum með brúna húð í Evrópu – verkin beinast gegn fjölmenningu og sambúð ólíkra trúarhópa. Markmiðið er að gera sambúð kristinna manna og múslima í Evrópu óhugsanlega, sá fræjum tortryggni og haturs milli þeirra. Að baki liggja hugsjónir um einangrun, hugmyndaþrengsli og hreinlíft kalífadæmi í anda miðalda með niðurnjörvuðum lífsháttum, stífum kynhlutverkum, karlveldi og virku eftirliti klerka með hugsunarhætti og hegðun, til dæmis kynhegðun þar sem harðbannað er að laðast að eigin kyni.Óbærileg tilhugsunÞessi eftirlitshyggja, kynhlutverkastífnin, kvennakúgunin, rasisminn, fáránleg boð og bönn, vandlætingin í garð þeirra sem skera sig úr norminu – hatrið á fjölbreytninni og andúðin á öðrum húðlit en maður hefur sjálfur, annarri kynhegðun, annarri sjálfsmynd – allt er þetta sameiginlegt í trúarbrögðunum stóru sem við kennum við Abraham – islam, gyðingdóm og kristni – þegar þessi hugmyndakerfi eru orðin trénuð og inntakslaus og þeim fylgt af bókstafstrú. Þess vegna hljóma bókstafstrúarklerkar í Bandaríkjunum nokkurn veginn eins og múllarnir sem predika í moskum heimsins. Rasistarnir hvítu á Norðurlöndum sem kveikja í flóttamannabúðum aðhyllast ekki ólíka hugmyndafræði og þeir sem kenna sig við islam og aka trukkum inn í mannfjölda. Það er eiginlega óbærileg tilhugsun að árið 2017 skuli fólk vera drepið í nafni trúarbragða. Í öllum þessum hugmyndakerfum er ýmislegt sem nýtist okkur vel þegar við finnum hjá okkur þörf fyrir að tengjast alheimsvitundinni – hvort sem hún er nú til eða ekki. En trúarbrögð eru líka eitt versta böl mannkynsins. Það segir sig sjálft að öll þessi hugmyndakerfi hafa að geyma heilræði og hugarfar úr öðrum tíma og aðstæðum sem rétt er að slíta tengsl við. Annað má nota: Múslimum er kennt að mannslífið sé heilagt og það sé glæpur gegn guði að drepa fólk. Kristnir menn ganga almennt út frá því að Guð hafi gefið þeim frjálsan vilja og leggi svo mat á frammistöðu þeirra á jörðinni á hinum efsta degi – og er þá spurt um kærleiksboðorðið fyrst og fremst, þar sem aldrei má fara í manngreinarálit. Aldrei: og þá ætti til dæmis að vera kærleiksverk í algjörum forgangi að taka vel á móti því fólki sem er á flótta undir morðvörgunum sem kenna sig við islamskt ríki.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun