Sagður hafa hótað að brenna húsið og vinna barnabörnunum mein Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 29. apríl 2017 21:26 Konan sagði manninn hafa hótað sér og fjölskyldunni lífláti. Vísir/Eyþór Héraðsdómur Suðurlands sýknaði í síðustu viku mann sem sakaður var um að hafa brotist inn í hús, vopnaður hnífi, og hótað að brenna húsnæðið, vinna barnabörnum húsráðanda mein og henni sjálfri lífláti. Dómurinn sýknaði manninn meðal annars vegna gagnaskorts. Manninum var gefið að sök að hafa í heimildarleysi ruðst inn í húsið í febrúar í fyrra. Hann var meðal annars sagður hafa stungið hnífnum í kommóðu og blóðgað sjálfan sig að barni viðstöddu. Hann neitaði sök en sagðist kannast við að hafa komið á heimilið til að fá útskýringar á tiltekinni hegðun manns, sonar húsráðanda, því hann taldi hann hafa verið að fylgjast með sér og ógnað sér. Konan (húsráðandi) sagðist hafa verið ein heima með sonardætrum sínum tveimur þennan dag. Maðurinn hefði skyndilega komið inn í húsið, staðið í anddyrinu og haft í hótunum við hana. Hann hafi verið með hníf í höndunum og hótað að drepa alla fjölskylduna. Þá hafi hann stungið hnífnum fast í kommóðu og skorið sig við það. Hún sagði manninn hafa verið mjög æstan og ógnandi en að henni hafi tekist að koma honum út úr íbúðinni. Þá hafi hún hringt í son sinn sem óskaði eftir aðstoð lögreglu. Maðurinn sagðist fyrir dómi hafa bankað og honum hleypt inn. Hann hafi sagt konunni að ef sonur hennar héldi ákveðinni hegðun áfram myndi hann fara til lögreglu eða dómstólaleiðina. Kvaðst hann ekki hafa séð nein börn inni í húsnæðinu – aðeins konuna. Þá sagðist hann ekki kannast við að hafa verið með hníf meðferðis en útilokaði ekki að hafa slegið síma sínum í skáp í anddyrinu, en upplýst var að gat var á kommóðunni. Þá liggur fyrir að blóðblettir voru á vettvangi en maðurinn sagðist hafa skorið sig á gleri við vinnu þennan sama dag. Ekki var lagt fram áverkavottorð vegna áverka hans né ljósmyndir af þeim. Þá var ekki tekin skýrsla af barninu og taldi dómurinn það því ekki liggja fyrir með óyggjandi hætti að barnið hafi orðið vitni af samskiptum mannanna. Maðurinn var hins vegar dæmdur til þess að greiða 100 þúsund krónur til ríkissjóðs vegna brota á áfengislögum, en á heimili hans fundust fjórtán lítrar af heimatilbúnu áfengi, með 47 prósent áfengisinnihaldi. Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Sjá meira
Héraðsdómur Suðurlands sýknaði í síðustu viku mann sem sakaður var um að hafa brotist inn í hús, vopnaður hnífi, og hótað að brenna húsnæðið, vinna barnabörnum húsráðanda mein og henni sjálfri lífláti. Dómurinn sýknaði manninn meðal annars vegna gagnaskorts. Manninum var gefið að sök að hafa í heimildarleysi ruðst inn í húsið í febrúar í fyrra. Hann var meðal annars sagður hafa stungið hnífnum í kommóðu og blóðgað sjálfan sig að barni viðstöddu. Hann neitaði sök en sagðist kannast við að hafa komið á heimilið til að fá útskýringar á tiltekinni hegðun manns, sonar húsráðanda, því hann taldi hann hafa verið að fylgjast með sér og ógnað sér. Konan (húsráðandi) sagðist hafa verið ein heima með sonardætrum sínum tveimur þennan dag. Maðurinn hefði skyndilega komið inn í húsið, staðið í anddyrinu og haft í hótunum við hana. Hann hafi verið með hníf í höndunum og hótað að drepa alla fjölskylduna. Þá hafi hann stungið hnífnum fast í kommóðu og skorið sig við það. Hún sagði manninn hafa verið mjög æstan og ógnandi en að henni hafi tekist að koma honum út úr íbúðinni. Þá hafi hún hringt í son sinn sem óskaði eftir aðstoð lögreglu. Maðurinn sagðist fyrir dómi hafa bankað og honum hleypt inn. Hann hafi sagt konunni að ef sonur hennar héldi ákveðinni hegðun áfram myndi hann fara til lögreglu eða dómstólaleiðina. Kvaðst hann ekki hafa séð nein börn inni í húsnæðinu – aðeins konuna. Þá sagðist hann ekki kannast við að hafa verið með hníf meðferðis en útilokaði ekki að hafa slegið síma sínum í skáp í anddyrinu, en upplýst var að gat var á kommóðunni. Þá liggur fyrir að blóðblettir voru á vettvangi en maðurinn sagðist hafa skorið sig á gleri við vinnu þennan sama dag. Ekki var lagt fram áverkavottorð vegna áverka hans né ljósmyndir af þeim. Þá var ekki tekin skýrsla af barninu og taldi dómurinn það því ekki liggja fyrir með óyggjandi hætti að barnið hafi orðið vitni af samskiptum mannanna. Maðurinn var hins vegar dæmdur til þess að greiða 100 þúsund krónur til ríkissjóðs vegna brota á áfengislögum, en á heimili hans fundust fjórtán lítrar af heimatilbúnu áfengi, með 47 prósent áfengisinnihaldi.
Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Sjá meira