Búið er að raða niður dómurum á fyrstu leiki Pepsi-deildar karla í fótbolta.
Pepsi-deildin hefst á morgun með þremur leikjum. ÍA fær Íslandsmeistara FH í heimsókn, Fjölnir sækir ÍBV heim og Valur og Víkingur Ó. mætast á Hlíðarenda.
Þóroddur Hjaltalín dæmir leik ÍA og FH á Akranesi. Honum til aðstoðar verða Frosti Viðar Gunnarsson og Eðvarð Eðvarðsson.
Helgi Mikael Jónasson sér um flautuleik á Hásteinsvelli þar sem ÍBV og Fjölnir mætast. Aðstoðardómarar eru þeir Gylfi Tryggvason og Þórður Arnar Árnason.
Helgi Mikael þykir einn efnilegasti dómari landsins en hann dæmdi fimm leiki í Pepsi-deildinni í fyrra, þ.á.m. leik ÍBV og Fjölnis í Vestmannaeyjum.
Lögreglumaðurinn Pétur Guðmundsson dæmir svo leik Vals og Víkings Ó. Honum til aðstoðar verða Gylfi Már Sigurðsson og Gunnar Helgason.
Leikir morgundagsins:
17:00 ÍA - FH (beint á Stöð 2 Sport HD)
17:00 ÍBV - Fjölnir
19:15 Valur - Víkingur Ó. (beint á Stöð 2 Sport 2 HD)
Þessir dæma leikina á morgun
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
