Flugvéladrama Logi Bergmann skrifar 29. apríl 2017 07:00 Kollegi minn Sólmundur Hólm lenti í hroðalegri lífsreynslu um daginn. Hann var sem sagt að koma heim frá Búdapest, en vélin lenti í rokinu í Keflavík svo hann komst ekki frá borði fyrr en tveimur tímum eftir lendingu. Hundrað og tuttugu mínútum! Í átta stundarfjórðunga, heilan ítalskan fótboltaleik, rúmlega eina íslenska fermingu eða hálfa James Cameron mynd komst hann ekki út úr vélinni. Hann leyfði sér að kvarta eins og frægt er orðið og fékk náttúrlega á baukinn fyrir aumingjaskapinn. En ekki frá mér. Ég engdist með honum hverja einustu mínútu sem hann var lokaður inni í vélinni. Fólk gerir sér kannski ekki grein fyrir því, en flugvélar draga fram það versta í okkur. Eins og ég hef gaman af að ferðast, er ekkert sem getur látið mér líða jafn illa og flugvél. Bara um daginn lenti ég í því að slefsofna á handleggnum á mér og fá móður allra náladofa. Ég hélt í alvöru að ég myndi ekki geta notað handlegginn aftur og myndi framvegis þurfa að heilsa öllum með vinstri. Og ég svaf samt bara í tíu mínútur!Fyrirmunað að sofna í flugvélum Fyrir þessum stutta svefni voru tvær ástæður. Annars vegar, að við hliðina á mér var öskrandi Svíi sem þurfti að tala við vini sína alla leiðina. Sem hefði mögulega verið í lagi ef hann hefði setið nálægt þeim. Eða ef hann hefði kannski sagt eitthvað skemmtilegt en ekki bara þusað endalaust um mótorhjól eða eitthvað álíka spennandi. Krafthnerrandi landi hans í næsta sæti var heldur ekki til að hressa mig. Hann hnerraði að minnsta kosti hundrað sinnum, með þvílíkum látum að flestir farþegarnir hrukku í kút. Hin ástæðan er vitaskuld sú að mér er nánast algjörlega fyrirmunað að sofna í flugvélum. Þó að hefðbundinn undirbúningur hjá mér fyrir flug sé að hámarki þriggja tíma svefn, er mér lífsins ómögulegt að sofa, nema kannski í nokkrar mínútur. Sem er líklega vegna þess að ég er yfir meðalhæð og hef ekki enn náð að reikna út hvar er gert ráð fyrir að ég hafi fæturna. Lágvaxinn vinur minn ferðast alltaf á fyrsta farrými. Situr þar eins og kóngur með lappirnar dinglandi því hann nær ekki niður á gólf. En ég? Ég sit tryggilega aftur í, með hnén á bak við eyrun og verð pirraðri en orð fá lýst.Var seinkun? Ég tengi við flugdólga. Þegar ég heyri af þeim þá spyr ég alltaf fyrst hvort það hafi verið seinkun. Eins og það réttlæti hegðun sem verður til þess að þú ert teipaður niður. Reyndar þarf ekki seinkun til að pirra mig í flugi. Gaurinn sem stendur í miðjum gangveginum, þegar verið er að hleypa í vélina, og ákveður að taka sér góðan tíma í að sortera farangur meðan allir hinir bíða. Sípissandi fólk í gluggasætum, flugfreyjur sem virðast taka sérstakt tilhlaup bara til að geta dúndrað vagninum í hnéð á mér, fólk sem heldur að prumpulykt finnist ekki í flugvélum og fólk sem ætti ekki að drekka. Hvergi. Þegar ég stíg út úr flugvél finnst mér að ég hafi sigrast á einhverju. Ég hafi klifið fjall eða klárað leiðinlega bók. Mér finnst nánast að ég ætti að fá verðlaun. Og já, já, þetta er allt eitthvert fyrstaheimsvæl. En trúið mér; ef ég festist í flugvél í tvo tíma eftir lendingu, þá fyrst mynduð þið fá að heyra alvöru væl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Bergmann Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Kollegi minn Sólmundur Hólm lenti í hroðalegri lífsreynslu um daginn. Hann var sem sagt að koma heim frá Búdapest, en vélin lenti í rokinu í Keflavík svo hann komst ekki frá borði fyrr en tveimur tímum eftir lendingu. Hundrað og tuttugu mínútum! Í átta stundarfjórðunga, heilan ítalskan fótboltaleik, rúmlega eina íslenska fermingu eða hálfa James Cameron mynd komst hann ekki út úr vélinni. Hann leyfði sér að kvarta eins og frægt er orðið og fékk náttúrlega á baukinn fyrir aumingjaskapinn. En ekki frá mér. Ég engdist með honum hverja einustu mínútu sem hann var lokaður inni í vélinni. Fólk gerir sér kannski ekki grein fyrir því, en flugvélar draga fram það versta í okkur. Eins og ég hef gaman af að ferðast, er ekkert sem getur látið mér líða jafn illa og flugvél. Bara um daginn lenti ég í því að slefsofna á handleggnum á mér og fá móður allra náladofa. Ég hélt í alvöru að ég myndi ekki geta notað handlegginn aftur og myndi framvegis þurfa að heilsa öllum með vinstri. Og ég svaf samt bara í tíu mínútur!Fyrirmunað að sofna í flugvélum Fyrir þessum stutta svefni voru tvær ástæður. Annars vegar, að við hliðina á mér var öskrandi Svíi sem þurfti að tala við vini sína alla leiðina. Sem hefði mögulega verið í lagi ef hann hefði setið nálægt þeim. Eða ef hann hefði kannski sagt eitthvað skemmtilegt en ekki bara þusað endalaust um mótorhjól eða eitthvað álíka spennandi. Krafthnerrandi landi hans í næsta sæti var heldur ekki til að hressa mig. Hann hnerraði að minnsta kosti hundrað sinnum, með þvílíkum látum að flestir farþegarnir hrukku í kút. Hin ástæðan er vitaskuld sú að mér er nánast algjörlega fyrirmunað að sofna í flugvélum. Þó að hefðbundinn undirbúningur hjá mér fyrir flug sé að hámarki þriggja tíma svefn, er mér lífsins ómögulegt að sofa, nema kannski í nokkrar mínútur. Sem er líklega vegna þess að ég er yfir meðalhæð og hef ekki enn náð að reikna út hvar er gert ráð fyrir að ég hafi fæturna. Lágvaxinn vinur minn ferðast alltaf á fyrsta farrými. Situr þar eins og kóngur með lappirnar dinglandi því hann nær ekki niður á gólf. En ég? Ég sit tryggilega aftur í, með hnén á bak við eyrun og verð pirraðri en orð fá lýst.Var seinkun? Ég tengi við flugdólga. Þegar ég heyri af þeim þá spyr ég alltaf fyrst hvort það hafi verið seinkun. Eins og það réttlæti hegðun sem verður til þess að þú ert teipaður niður. Reyndar þarf ekki seinkun til að pirra mig í flugi. Gaurinn sem stendur í miðjum gangveginum, þegar verið er að hleypa í vélina, og ákveður að taka sér góðan tíma í að sortera farangur meðan allir hinir bíða. Sípissandi fólk í gluggasætum, flugfreyjur sem virðast taka sérstakt tilhlaup bara til að geta dúndrað vagninum í hnéð á mér, fólk sem heldur að prumpulykt finnist ekki í flugvélum og fólk sem ætti ekki að drekka. Hvergi. Þegar ég stíg út úr flugvél finnst mér að ég hafi sigrast á einhverju. Ég hafi klifið fjall eða klárað leiðinlega bók. Mér finnst nánast að ég ætti að fá verðlaun. Og já, já, þetta er allt eitthvert fyrstaheimsvæl. En trúið mér; ef ég festist í flugvél í tvo tíma eftir lendingu, þá fyrst mynduð þið fá að heyra alvöru væl.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun