Þetta er lífsspursmál komandi kynslóða Magnús Guðmundsson skrifar 29. apríl 2017 09:30 Unnur í fallega húsinu við Elliðavatn þar sem hún hefur búið í bráðum tuttugu ár. Visir/Stefán Skammt frá gamla Elliðavatnsbænum, því gamla höfðingjasetri og einu af elstu steinhúsum landsins, stendur fallegt timburhús rétt ofan við vatnið á milli hárra trjáa. Það er farið að vora, í fjarska heyrist í lóunni og andapar sem lengi hefur haft þarna sumarsetu vappar um túngarðinn þar sem lítil kanínufjölskylda á sér líka heimkynni. En í húsinu býr Unnur Þóra Jökulsdóttir, rithöfundur og landskunnur heimshornaflakkari ásamt ásamt dótturinni Öldu Áslaugu og eiginmanninum Árna Einarssyni, forstöðumanni Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn. Nýverið sendi Unnur frá sér bókina Undur Mývatns þar sem hún segir frá undraheimum vatnsins og sveitarinnar en bókin er prýdd vatnslitamyndum eftir Árna. Unnur tekur brosandi á móti okkur, býður inn í bjarta og hlýlega stofuna og angan af rjúkandi kaffi fyllir loftið. „Hér hef ég búið í bráðum tuttugu ár og hef líkast til hvergi búið lengur á sama staðnum enda er þetta paradís á jörð,“ segir Unnur og brosir. „Ég var hérna fyrst þegar ég var innan við tvítugt og fékk vinnu við landvörslu. Bjó þá í litlum bústað sem stóð hér rétt fyrir neðan en er nú löngu horfinn og þá bjó apótekari hér í húsinu. En það hefur svona alltaf togast á í mér sveitastelpan og borgarbarnið svo það hentar mér ákaflega vel að búa hér og njóta þess besta sem hvort tveggja hefur að bjóða.“Unnur í garðinum við húsið að Elliðavatni þar sem fjölskyldan nýtur sín í nábýli við náttúruna. Visir/StefánFornleifabarn „Ég er alls staðar af á landinu. Blanda af öllum fjórðungum en tengdust var ég Suðurlandinu af því að móðuramma og afi voru bændur þar í Holti í Flóa. Af því að mamma var einstæð móðir var ég höfð þar á sumrin og það var mikil gæfa fyrir mig að alast upp í sveitinni. Byrjaði meira að segja í skóla á Stokkseyri en það árið var mamma í námi í Ameríku. Það hafði mikil áhrif á mig að fara svona mikið á milli og eflaust er það þess vegna sem ég er svona mikil jaðarmanneskja í mér.“ Unnur segir að víðáttan í sveitinni hafi líka haft mikil áhrif á hana. „Fólki finnst oft ljótt í Flóanum og ég viðurkenni að það eru til fallegri landsvæði en þarna eru svo miklir möguleikar og augað getur leitað langt. Fjallahringurinn er þarna án þess að hann þrengi að og svo er það hafið. Mig dreymdi alltaf um að gá hvað væri á bak við Ingólfsfjall eða að fara út á hafið og þetta kynti undir einhverri ferðaþrá.“ Móðir Unnar var Áslaug Sigurgrímsdóttir, húsmæðrakennari allan sinn starfsferil við Húsmæðraskólann í Reykjavík við Sólvallagötu. „Þetta er fallegt hús og ég er að miklu leyti alin þar upp því við bjuggum í næsta húsi við á Hávallagötunni. Mamma kynntist pabba, Jökli Jakobssyni leikskáldi, þegar hún var ráðin sem matráðskona fyrir vinnuhóp við fornleifauppgröft í Skálholti sumarið 1954. Þar kynntust þau og þar varð ég til. Þannig að ég er afkomandi íslenskra fornleifarannsókna og margir gamlir fornleifafræðingar töldu sig bera nokkra ábyrgð á þessu. Kristján Eldjárn sem réð í þennan flokk var á því að hann ætti nú að fylgjast með og hafa auga með mér,“ segir Unnur og hlær.Einskis að sakna Unnur segir að það hafi nú framan af verið fremur stopull samgangur á milli hennar og föður hennar. „Ef hann var með mig þá fór hann yfirleitt með mig á Mokka að hitta bóhemavini sína. Þar sat maður í reyk og beið þess að tíminn liði,“ segir Unnur brosandi við tilhugsunina. „En seinna urðum við rosalega góðir vinir og ég bjó töluvert hjá honum og seinni konu hans, Ásu Beck, þegar þau bjuggu í húsi sem hét Garðbær úti í hrauninu í Hafnarfirði. Þar fæddist yngsti bróðir minn, Magnús Haukur, en hann flutti til Stokkhólms fimm ára gamall og stofnaði svo kaffihús sem er svo orðið að mikilli keðju í dag.“ Unnur segir að þau séu alls fimm, börn Jökuls og þriggja mæðra. „Við Magnús Haukur höfum alltaf verið sérstaklega náin, kannski vegna þess að ég passaði hann mikið þegar hann var lítill og við bjuggum saman um tíma. Þegar hann var sautján ára þá kom hann líka aftur til Íslands og bjó þá hjá mér. Svo eignaðist hann ungur dóttur sem hann sendi mér alltaf á sumrin og hefur verið svona sumardóttir mín, hún lærði íslensku og er mjög tengd landinu eins og pabbi hennar.“ Unnur segist ekki upplifa æsku sína eða bakgrunn sem á einhvern hátt tætingslegan. „Þó að ég færi fram og aftur á milli sveitar og borgar þá var ég í miklu öryggi og naut yndislegrar æsku. Þetta var bara aðeins, að því ég hélt að minnsta kosti, dáldið óvenjulegt í þá tíð að eiga svona mörg hálfsystkini. En framan af þá saknaði ég þess ekki neitt að eiga ekki pabba inni á heimilinu því ég bara vissi ekki hvað það var. Það var ekki fyrr en ég sá að stelpur gátu fengið að fara í sunnudagsbíltúr og fengið ís hjá pabba sínum að mér fannst þetta eitthvað en mamma gat alveg gert það líka á sínum gamla Volkswagen. Þannig að það var einskis að sakna.“Unnur í fallega húsinu við Elliðavatn þar sem hún hefur búið í bráðum tuttugu ár. Visir/StefánÍsafjörður og Danmörk Ferðaþráin var sterk í Unni og að loknum menntaskóla ákváðu hún og þáverandi kærasti hennar, Þorbjörn Magnússon, að eignast skútu og sigla um heimsins höf. „Þessi draumur tók sér bólfestu í okkur strax í MR svo að stúdentsprófi loknu fórum við vestur á Ísafjörð til þess að safna fyrir skútu. Hann fór á togara og ég í alls kyns vinnu og við vorum þarna í tvö ár. Ég verð að játa að mér fannst aðþrengjandi á veturna að vera þarna undir fjöllunum og fékk hræðilega innilokunarkennd. Það var ekki flogið einhverjar vikur, ekki hægt að fara yfir fjallið og maður var bara fastur í þessum potti með fjöllin alveg að detta oná sig og myrkrið alveg svaðalegt. En það var yndislegt að vera þarna á sumrin.“ Unnur segir að það hafi ekki verið einfalt að safna peningum á þessum árum óðaverðbólgu og gjaldeyrishafta. „Við gripum því til þess ráðs að byggja íbúð vestur á Flyðrugranda. Þegar við vorum búin að því þá lögðust allir svo á móti því að við seldum íbúðina þannig að við gripum til þess ráðs að flytja til Danmerkur og þar fékk Þorbjörn þá bakteríu að smíða skútuna sjálfur sem hann og gerði. Það tók einhver þrjú til fjögur ár. Á meðan var ég að vinna fyrir skútunni og fór í nám í leikhúsfræði. En leikhúsbakterían sem hefur kannski blundað í mér frá pabba dó nú snarlega í þessu námi því það var svo skelfilega leiðinlegt,“ segir Unnur og skellihlær. „En ég held að það að fara í þetta nám hafi í raun verið hluti af sorginni eftir að hann féll frá, einhver leit að tengslum. Á tímabili hafði mig líka langað til þess að verða leikkona en hann mælti mjög gegn því, fannst það ekki vera gott umhverfi fyrir dóttur sína.“Hurðarleysi og bréfaskipti Eftir þessi þrjú á í Danmörku var lagt af stað á skútunni Kríu og siglingin stóð í fimm ár í það heila. Unnur viðurkennir þó að það hafi ekki alltaf verið auðvelt að vera með einni og sömu manneskjunni alla daga og alltaf í fimm ár. „Það getur verið gífurlegt álag. Það kemur auðvitað upp núningur eins og gerist á öllum heimilum og vinnustöðum og þá var ekki hægt að hlaupa neitt í burtu, sérstaklega ekki á siglingu. En við pössuðum sérstaklega vel að láta siglingarnar ganga og vorum í raun ansi góð saman. En það voru erfið tímabil sem ég man eftir, þá saknaði ég þess að hafa ekki vinkonur mínar að spjalla við eða að geta skellt hurð en það var ekki ein einasta hurð á skútinni sem var hægt að skella. Það var í mesta lagi hægt að rjúka fram í stefni og sitja þar í fýlu og láta rjúka úr sér. Og svo þegar við ætluðum að taka út fýluna þegar við komum í höfn þá var svo gaman hjá okkur að það bara gleymdist.“ Unnur hugsar til þessa tíma með væntumþykju og segir að eflaust hafi hún búið að þessari reynslu alla tíð síðan. „Ég svona ímynda mér að þetta hafi gert mig víðsýnni og útsjónarsama. Þetta var dýrmætt tækifæri að kynnast öllum þessum ólíku menningarheimum og svo hef ég átta að mig á því í seinni tíð hvað það var dýrmætt að vera á þessu ferðalagi rétt áður en tæknibyltingin skall á. Þannig að við náðum því að stimpla okkur út og vera á eigin forsendum. Maður sendi bara póstkort og skrifaði bréf og þannig hélt maður sambandi við fjölskylduna. Ég átti í miklum bréfaskiptum við Elísabetu systur mína og við eigum mikið bréfasafn sem er mér mjög dýrmætt. Það var svona kveikjan að því að ég fór að skrifa og halda dagbók sem leiddi svo til þess að við Þorbjörn skrifuðum bók um ferðina. Þannig hófst minn rithöfundarferill.“Heimkomublús Unnur neitar ekki að rithöfundurinn hafi alltaf blundað í henni. „Ég var oft spurð að því hvort ég ætlaði ekki að verða rithöfundur eins og pabbi og afi. Einhvers staðar fékk ég þá trú á þeirri vegferð að ef allt brygðist þá gæti ég bara orðið rithöfundur,“ segir Unnur og brosir. „Það væri enginn vandi. Svona ef það verður ekkert úr þér geturðu bara orðið rithöfundur. En svo er þetta bara alveg rosaleg vinna og alls ekki eins einfalt og margur heldur en þetta er einhver þörf. Eitthvað sem þrýstir á innra með manni að vera að skrifa.“ Unnur segir að eftir heimkomuna hafi komið tímabil sem er víst öllum heimssiglurum bæði kunnugt og erfitt. „Það er allt annað en auðvelt að aðlagast venjulegu lífi aftur. Að setjast niður á sama stað, mæta í vinnu og allt þetta. Ég fékk vinnu á hóteli og þar mátti ég gjöra svo vel að láta mér nægja að horfa á aðra ferðalanga en komast ekkert sjálf. Eftir nokkurn tíma ákvað ég að skella í aðra Kríubók og hana skrifaði ég ein. En á þessum tíma eiginlega bara dó hjónabandið okkar í þessum heimkomublús. En við höfum alltaf haldið vinskap, jafnvel enn meira eftir að við skildum, eflaust í þeirri vissu að við deildum reynslu sem enginn annar skildi og það er alltaf mjög hlýtt á milli okkar. Á þessum tíma flutti ég hingað upp að Elliðavatni og núna hef ég verið hér í bráðum tuttugu ár.“Dóttirin breytti lífinu Unnur tók þátt í að byggja upp Íslenska erfðagreiningu og vann þar á upphafsárum fyrirtækisins þegar vöxturinn var mikill og ör. Eftir að hafa starfað þar í ein fjögur ár þá tók hún ákvörðun um að einbeita sér að því að skrifa sem hún og gerði með góðum árangri en á þeim tíma ákvað hún að ættleiða barn frá Kína. „Það er dóttir mín og hún er orðin fjórtán ára. Ég sótti hana til Kína árið 2003 en þá var nýbúið að breyta lögunum þannig að einstæðir gátu sótt um. Mér hafði ekki tekist að eignast barn og var komin yfir sorgina af því og búin að ákveða að ég gæti lifað góðu og skemmtilegu lífi ein. En svo heyri ég af þessum möguleika og var hvött áfram af vinum mínum Guðmundi Andra og Ingibjörgu og þá ákvað ég að sækja um. Eftir tveggja ára umsóknarferli og bið fæ ég loksins boð um að ég megi fara í hópi þrjú til Kína. Þá var alltaf send ein einstæð kona með hverjum hópi. Það gekk á ýmsu í þessu ferðalagi sem ég á eftir að segja frá og þetta er gott bókarefni.“ Unnur segir að það hafi breytt lífi hennar mikið að eignast dóttur. „Já, í fyrsta lagi komst meiri regla á hversdagsleikann, ég breyttist úr c-manneskju í a-manneskju og uppgötvaði svona hluti eins og fasta matmálstíma en í raun er dóttir mín búin að kenna mér ansi margt. Þetta hefur gefið mér dásamlegt jafnvægi í lífið að ónefndri þeirri miklu gjöf sem allir foreldrar þekkja; að fá að ala upp barn. Kannski kann maður enn betur að meta það þegar maður hefur þráð það lengi og er orðin svona fullorðin. Þá hefur maður tíma til þess að gefa sig allan í það. Þetta sé ég líka innan þess góða ættleiðingasamfélags sem við tilheyrum þar sem fólk nýtur þess að vera í þessu hlutverki.“ Unnur segir að hún hafi haldið góðu sambandi við það fólk sem hún fór með til Kína og að þau líti á sig sem fjölskyldu. „Við erum Kínafjölskyldan og þær eru Kínasysturnar. Við hittumst reglulega, förum í bústað saman og svona en núna eru þær orðnar það gamlar að þær sjá um þetta sjálfar að miklu leyti. Á milli þeirri ríkja sérstök tengsl og mikil væntumþykja sem er mjög dýrmætt því þær deila upphafi og það er gott að eiga það með öðrum.“Líffræðingur og bók „Nokkrum árum seinna vorum við dóttir mín svo lánsamar að við eignuðumst mann og pabba. Við Árni kynntumst 2005 og við búum hérna þrjú saman í sælunni við Ellivatnið og fyrir norðan á sumrin.“ Árni er líffræðingur og doktor í húsöndinni og Unnur segir að hann hafi verið viðloðandi rannsóknastöðina á Mývatni í fjörutíu ár en hann er þar forstöðumaður um þessar mundir. „Þetta er hans ævistarf og ástríða. Hann er sannur náttúrufræðingur í húð og hár. Allt í náttúrunni vekur áhuga hans og við mæðgur gerum stundum grín að honum þegar við erum á ferðalögum og förum kannski á listasafn, því þá finnur hann kannski tjörn fyrir utan og er þar á fjórum fótum að skoða lífríkið. En svo er hann eins og náttúrufræðingarnir voru oft í gamla daga svona laumulistamaður. Þeir horfa svo mikið og fara að teikna t.d. fuglana og skilja þá svo vel. Þannig að hann gerði allar þessar dásamlegu myndir sem eru í bókinni minni um Mývatn. Mér fannst líka felast stórkostlegt tækifæri í því að fá að skrifa um náttúruna í gegnum Árna og fleiri snjalla vísindamenn á Mývatni.“ Unnur segir að ástæðan fyrir því að hún hafi valið að skrifa þessa bók um undur Mývatns sé hversu fáir viti raunverulega hvað við eigum þarna. „Þegar Árni er að segja mér frá lífi húsandarunganna eða ástalífi andanna og æviferli flugnanna, öllu þessu sem er til í fræðigreinum, þá langaði mig til þess að miðla þessu eins og hverri annarri ævisögu til hins almenna lesanda. Að auki stöndum við í harðri baráttu fyrir náttúrunni og það hlýtur að hjálpa að sem flestir fái vitneskju, fróðleik og ást á náttúrunni. Að opna augu fólks fyrir lífríkinu er leið til þess og það sem ég er að reyna að gera með þessari bók. Öflin sem vilja virkja og gera eitthvað við náttúruna á Íslandi eru ótrúlega sterk, frek og mikil. Það er furðulegt að enn skuli vera fólk sem neitar loftslagsáhrifum eða sér ekki að þetta er ekki bara eitthvert væmið sjónarmið að heillast af elsku náttúrunni. Þetta er staðurinn sem við búum á og við höfum engan annan hnött. Þetta er lífsspursmál komandi kynslóða.“ Bókmenntir Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Skammt frá gamla Elliðavatnsbænum, því gamla höfðingjasetri og einu af elstu steinhúsum landsins, stendur fallegt timburhús rétt ofan við vatnið á milli hárra trjáa. Það er farið að vora, í fjarska heyrist í lóunni og andapar sem lengi hefur haft þarna sumarsetu vappar um túngarðinn þar sem lítil kanínufjölskylda á sér líka heimkynni. En í húsinu býr Unnur Þóra Jökulsdóttir, rithöfundur og landskunnur heimshornaflakkari ásamt ásamt dótturinni Öldu Áslaugu og eiginmanninum Árna Einarssyni, forstöðumanni Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn. Nýverið sendi Unnur frá sér bókina Undur Mývatns þar sem hún segir frá undraheimum vatnsins og sveitarinnar en bókin er prýdd vatnslitamyndum eftir Árna. Unnur tekur brosandi á móti okkur, býður inn í bjarta og hlýlega stofuna og angan af rjúkandi kaffi fyllir loftið. „Hér hef ég búið í bráðum tuttugu ár og hef líkast til hvergi búið lengur á sama staðnum enda er þetta paradís á jörð,“ segir Unnur og brosir. „Ég var hérna fyrst þegar ég var innan við tvítugt og fékk vinnu við landvörslu. Bjó þá í litlum bústað sem stóð hér rétt fyrir neðan en er nú löngu horfinn og þá bjó apótekari hér í húsinu. En það hefur svona alltaf togast á í mér sveitastelpan og borgarbarnið svo það hentar mér ákaflega vel að búa hér og njóta þess besta sem hvort tveggja hefur að bjóða.“Unnur í garðinum við húsið að Elliðavatni þar sem fjölskyldan nýtur sín í nábýli við náttúruna. Visir/StefánFornleifabarn „Ég er alls staðar af á landinu. Blanda af öllum fjórðungum en tengdust var ég Suðurlandinu af því að móðuramma og afi voru bændur þar í Holti í Flóa. Af því að mamma var einstæð móðir var ég höfð þar á sumrin og það var mikil gæfa fyrir mig að alast upp í sveitinni. Byrjaði meira að segja í skóla á Stokkseyri en það árið var mamma í námi í Ameríku. Það hafði mikil áhrif á mig að fara svona mikið á milli og eflaust er það þess vegna sem ég er svona mikil jaðarmanneskja í mér.“ Unnur segir að víðáttan í sveitinni hafi líka haft mikil áhrif á hana. „Fólki finnst oft ljótt í Flóanum og ég viðurkenni að það eru til fallegri landsvæði en þarna eru svo miklir möguleikar og augað getur leitað langt. Fjallahringurinn er þarna án þess að hann þrengi að og svo er það hafið. Mig dreymdi alltaf um að gá hvað væri á bak við Ingólfsfjall eða að fara út á hafið og þetta kynti undir einhverri ferðaþrá.“ Móðir Unnar var Áslaug Sigurgrímsdóttir, húsmæðrakennari allan sinn starfsferil við Húsmæðraskólann í Reykjavík við Sólvallagötu. „Þetta er fallegt hús og ég er að miklu leyti alin þar upp því við bjuggum í næsta húsi við á Hávallagötunni. Mamma kynntist pabba, Jökli Jakobssyni leikskáldi, þegar hún var ráðin sem matráðskona fyrir vinnuhóp við fornleifauppgröft í Skálholti sumarið 1954. Þar kynntust þau og þar varð ég til. Þannig að ég er afkomandi íslenskra fornleifarannsókna og margir gamlir fornleifafræðingar töldu sig bera nokkra ábyrgð á þessu. Kristján Eldjárn sem réð í þennan flokk var á því að hann ætti nú að fylgjast með og hafa auga með mér,“ segir Unnur og hlær.Einskis að sakna Unnur segir að það hafi nú framan af verið fremur stopull samgangur á milli hennar og föður hennar. „Ef hann var með mig þá fór hann yfirleitt með mig á Mokka að hitta bóhemavini sína. Þar sat maður í reyk og beið þess að tíminn liði,“ segir Unnur brosandi við tilhugsunina. „En seinna urðum við rosalega góðir vinir og ég bjó töluvert hjá honum og seinni konu hans, Ásu Beck, þegar þau bjuggu í húsi sem hét Garðbær úti í hrauninu í Hafnarfirði. Þar fæddist yngsti bróðir minn, Magnús Haukur, en hann flutti til Stokkhólms fimm ára gamall og stofnaði svo kaffihús sem er svo orðið að mikilli keðju í dag.“ Unnur segir að þau séu alls fimm, börn Jökuls og þriggja mæðra. „Við Magnús Haukur höfum alltaf verið sérstaklega náin, kannski vegna þess að ég passaði hann mikið þegar hann var lítill og við bjuggum saman um tíma. Þegar hann var sautján ára þá kom hann líka aftur til Íslands og bjó þá hjá mér. Svo eignaðist hann ungur dóttur sem hann sendi mér alltaf á sumrin og hefur verið svona sumardóttir mín, hún lærði íslensku og er mjög tengd landinu eins og pabbi hennar.“ Unnur segist ekki upplifa æsku sína eða bakgrunn sem á einhvern hátt tætingslegan. „Þó að ég færi fram og aftur á milli sveitar og borgar þá var ég í miklu öryggi og naut yndislegrar æsku. Þetta var bara aðeins, að því ég hélt að minnsta kosti, dáldið óvenjulegt í þá tíð að eiga svona mörg hálfsystkini. En framan af þá saknaði ég þess ekki neitt að eiga ekki pabba inni á heimilinu því ég bara vissi ekki hvað það var. Það var ekki fyrr en ég sá að stelpur gátu fengið að fara í sunnudagsbíltúr og fengið ís hjá pabba sínum að mér fannst þetta eitthvað en mamma gat alveg gert það líka á sínum gamla Volkswagen. Þannig að það var einskis að sakna.“Unnur í fallega húsinu við Elliðavatn þar sem hún hefur búið í bráðum tuttugu ár. Visir/StefánÍsafjörður og Danmörk Ferðaþráin var sterk í Unni og að loknum menntaskóla ákváðu hún og þáverandi kærasti hennar, Þorbjörn Magnússon, að eignast skútu og sigla um heimsins höf. „Þessi draumur tók sér bólfestu í okkur strax í MR svo að stúdentsprófi loknu fórum við vestur á Ísafjörð til þess að safna fyrir skútu. Hann fór á togara og ég í alls kyns vinnu og við vorum þarna í tvö ár. Ég verð að játa að mér fannst aðþrengjandi á veturna að vera þarna undir fjöllunum og fékk hræðilega innilokunarkennd. Það var ekki flogið einhverjar vikur, ekki hægt að fara yfir fjallið og maður var bara fastur í þessum potti með fjöllin alveg að detta oná sig og myrkrið alveg svaðalegt. En það var yndislegt að vera þarna á sumrin.“ Unnur segir að það hafi ekki verið einfalt að safna peningum á þessum árum óðaverðbólgu og gjaldeyrishafta. „Við gripum því til þess ráðs að byggja íbúð vestur á Flyðrugranda. Þegar við vorum búin að því þá lögðust allir svo á móti því að við seldum íbúðina þannig að við gripum til þess ráðs að flytja til Danmerkur og þar fékk Þorbjörn þá bakteríu að smíða skútuna sjálfur sem hann og gerði. Það tók einhver þrjú til fjögur ár. Á meðan var ég að vinna fyrir skútunni og fór í nám í leikhúsfræði. En leikhúsbakterían sem hefur kannski blundað í mér frá pabba dó nú snarlega í þessu námi því það var svo skelfilega leiðinlegt,“ segir Unnur og skellihlær. „En ég held að það að fara í þetta nám hafi í raun verið hluti af sorginni eftir að hann féll frá, einhver leit að tengslum. Á tímabili hafði mig líka langað til þess að verða leikkona en hann mælti mjög gegn því, fannst það ekki vera gott umhverfi fyrir dóttur sína.“Hurðarleysi og bréfaskipti Eftir þessi þrjú á í Danmörku var lagt af stað á skútunni Kríu og siglingin stóð í fimm ár í það heila. Unnur viðurkennir þó að það hafi ekki alltaf verið auðvelt að vera með einni og sömu manneskjunni alla daga og alltaf í fimm ár. „Það getur verið gífurlegt álag. Það kemur auðvitað upp núningur eins og gerist á öllum heimilum og vinnustöðum og þá var ekki hægt að hlaupa neitt í burtu, sérstaklega ekki á siglingu. En við pössuðum sérstaklega vel að láta siglingarnar ganga og vorum í raun ansi góð saman. En það voru erfið tímabil sem ég man eftir, þá saknaði ég þess að hafa ekki vinkonur mínar að spjalla við eða að geta skellt hurð en það var ekki ein einasta hurð á skútinni sem var hægt að skella. Það var í mesta lagi hægt að rjúka fram í stefni og sitja þar í fýlu og láta rjúka úr sér. Og svo þegar við ætluðum að taka út fýluna þegar við komum í höfn þá var svo gaman hjá okkur að það bara gleymdist.“ Unnur hugsar til þessa tíma með væntumþykju og segir að eflaust hafi hún búið að þessari reynslu alla tíð síðan. „Ég svona ímynda mér að þetta hafi gert mig víðsýnni og útsjónarsama. Þetta var dýrmætt tækifæri að kynnast öllum þessum ólíku menningarheimum og svo hef ég átta að mig á því í seinni tíð hvað það var dýrmætt að vera á þessu ferðalagi rétt áður en tæknibyltingin skall á. Þannig að við náðum því að stimpla okkur út og vera á eigin forsendum. Maður sendi bara póstkort og skrifaði bréf og þannig hélt maður sambandi við fjölskylduna. Ég átti í miklum bréfaskiptum við Elísabetu systur mína og við eigum mikið bréfasafn sem er mér mjög dýrmætt. Það var svona kveikjan að því að ég fór að skrifa og halda dagbók sem leiddi svo til þess að við Þorbjörn skrifuðum bók um ferðina. Þannig hófst minn rithöfundarferill.“Heimkomublús Unnur neitar ekki að rithöfundurinn hafi alltaf blundað í henni. „Ég var oft spurð að því hvort ég ætlaði ekki að verða rithöfundur eins og pabbi og afi. Einhvers staðar fékk ég þá trú á þeirri vegferð að ef allt brygðist þá gæti ég bara orðið rithöfundur,“ segir Unnur og brosir. „Það væri enginn vandi. Svona ef það verður ekkert úr þér geturðu bara orðið rithöfundur. En svo er þetta bara alveg rosaleg vinna og alls ekki eins einfalt og margur heldur en þetta er einhver þörf. Eitthvað sem þrýstir á innra með manni að vera að skrifa.“ Unnur segir að eftir heimkomuna hafi komið tímabil sem er víst öllum heimssiglurum bæði kunnugt og erfitt. „Það er allt annað en auðvelt að aðlagast venjulegu lífi aftur. Að setjast niður á sama stað, mæta í vinnu og allt þetta. Ég fékk vinnu á hóteli og þar mátti ég gjöra svo vel að láta mér nægja að horfa á aðra ferðalanga en komast ekkert sjálf. Eftir nokkurn tíma ákvað ég að skella í aðra Kríubók og hana skrifaði ég ein. En á þessum tíma eiginlega bara dó hjónabandið okkar í þessum heimkomublús. En við höfum alltaf haldið vinskap, jafnvel enn meira eftir að við skildum, eflaust í þeirri vissu að við deildum reynslu sem enginn annar skildi og það er alltaf mjög hlýtt á milli okkar. Á þessum tíma flutti ég hingað upp að Elliðavatni og núna hef ég verið hér í bráðum tuttugu ár.“Dóttirin breytti lífinu Unnur tók þátt í að byggja upp Íslenska erfðagreiningu og vann þar á upphafsárum fyrirtækisins þegar vöxturinn var mikill og ör. Eftir að hafa starfað þar í ein fjögur ár þá tók hún ákvörðun um að einbeita sér að því að skrifa sem hún og gerði með góðum árangri en á þeim tíma ákvað hún að ættleiða barn frá Kína. „Það er dóttir mín og hún er orðin fjórtán ára. Ég sótti hana til Kína árið 2003 en þá var nýbúið að breyta lögunum þannig að einstæðir gátu sótt um. Mér hafði ekki tekist að eignast barn og var komin yfir sorgina af því og búin að ákveða að ég gæti lifað góðu og skemmtilegu lífi ein. En svo heyri ég af þessum möguleika og var hvött áfram af vinum mínum Guðmundi Andra og Ingibjörgu og þá ákvað ég að sækja um. Eftir tveggja ára umsóknarferli og bið fæ ég loksins boð um að ég megi fara í hópi þrjú til Kína. Þá var alltaf send ein einstæð kona með hverjum hópi. Það gekk á ýmsu í þessu ferðalagi sem ég á eftir að segja frá og þetta er gott bókarefni.“ Unnur segir að það hafi breytt lífi hennar mikið að eignast dóttur. „Já, í fyrsta lagi komst meiri regla á hversdagsleikann, ég breyttist úr c-manneskju í a-manneskju og uppgötvaði svona hluti eins og fasta matmálstíma en í raun er dóttir mín búin að kenna mér ansi margt. Þetta hefur gefið mér dásamlegt jafnvægi í lífið að ónefndri þeirri miklu gjöf sem allir foreldrar þekkja; að fá að ala upp barn. Kannski kann maður enn betur að meta það þegar maður hefur þráð það lengi og er orðin svona fullorðin. Þá hefur maður tíma til þess að gefa sig allan í það. Þetta sé ég líka innan þess góða ættleiðingasamfélags sem við tilheyrum þar sem fólk nýtur þess að vera í þessu hlutverki.“ Unnur segir að hún hafi haldið góðu sambandi við það fólk sem hún fór með til Kína og að þau líti á sig sem fjölskyldu. „Við erum Kínafjölskyldan og þær eru Kínasysturnar. Við hittumst reglulega, förum í bústað saman og svona en núna eru þær orðnar það gamlar að þær sjá um þetta sjálfar að miklu leyti. Á milli þeirri ríkja sérstök tengsl og mikil væntumþykja sem er mjög dýrmætt því þær deila upphafi og það er gott að eiga það með öðrum.“Líffræðingur og bók „Nokkrum árum seinna vorum við dóttir mín svo lánsamar að við eignuðumst mann og pabba. Við Árni kynntumst 2005 og við búum hérna þrjú saman í sælunni við Ellivatnið og fyrir norðan á sumrin.“ Árni er líffræðingur og doktor í húsöndinni og Unnur segir að hann hafi verið viðloðandi rannsóknastöðina á Mývatni í fjörutíu ár en hann er þar forstöðumaður um þessar mundir. „Þetta er hans ævistarf og ástríða. Hann er sannur náttúrufræðingur í húð og hár. Allt í náttúrunni vekur áhuga hans og við mæðgur gerum stundum grín að honum þegar við erum á ferðalögum og förum kannski á listasafn, því þá finnur hann kannski tjörn fyrir utan og er þar á fjórum fótum að skoða lífríkið. En svo er hann eins og náttúrufræðingarnir voru oft í gamla daga svona laumulistamaður. Þeir horfa svo mikið og fara að teikna t.d. fuglana og skilja þá svo vel. Þannig að hann gerði allar þessar dásamlegu myndir sem eru í bókinni minni um Mývatn. Mér fannst líka felast stórkostlegt tækifæri í því að fá að skrifa um náttúruna í gegnum Árna og fleiri snjalla vísindamenn á Mývatni.“ Unnur segir að ástæðan fyrir því að hún hafi valið að skrifa þessa bók um undur Mývatns sé hversu fáir viti raunverulega hvað við eigum þarna. „Þegar Árni er að segja mér frá lífi húsandarunganna eða ástalífi andanna og æviferli flugnanna, öllu þessu sem er til í fræðigreinum, þá langaði mig til þess að miðla þessu eins og hverri annarri ævisögu til hins almenna lesanda. Að auki stöndum við í harðri baráttu fyrir náttúrunni og það hlýtur að hjálpa að sem flestir fái vitneskju, fróðleik og ást á náttúrunni. Að opna augu fólks fyrir lífríkinu er leið til þess og það sem ég er að reyna að gera með þessari bók. Öflin sem vilja virkja og gera eitthvað við náttúruna á Íslandi eru ótrúlega sterk, frek og mikil. Það er furðulegt að enn skuli vera fólk sem neitar loftslagsáhrifum eða sér ekki að þetta er ekki bara eitthvert væmið sjónarmið að heillast af elsku náttúrunni. Þetta er staðurinn sem við búum á og við höfum engan annan hnött. Þetta er lífsspursmál komandi kynslóða.“
Bókmenntir Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira