Fiat Chrysler viljugt til sölu Jeep og Ram Finnur Thorlacius skrifar 28. apríl 2017 09:56 Erfitt væri að sjá fyrir sér Ram skilja við Dodge merkið. Í nýlegu viðtali viuð Sergio Marchionne forstjóra FCA Fiat Chrysler var hann spurður hvort til greina komi að selja Jeep og Ram merkin og hann svaraði því játandi, þó svo engar viðræður séu hafnar við neinn bílaframleiðanda um slíkt. Betri niðurstaða rekstrar Fiat Chrysler á fyrsta ársfjórðungi þessa árs en búist hafði verið við mun ekki flýta slíkum áformum, en Fiat Chrysler er opið fyrir góðum tilboðum í þessi merki, en þau þurfa þá að vera góð. Fiat Chrysler hefur einnig verið opið fyrir því í nokkurn tím að selja merki eins og Alfa Romeo og Maserati og gildir þá hið sama, ef góð tilboð fást í þau merki. Sergio Marchioenne hefur hætt leit, a.m.k. í bili, að samruna við annað stórt bílamerki. Jeep og Ram eru stærstu merki sem tilheyrt hafa Chrysler samsteypunni, en þau voru keypt af Chrysler árið 1980. Ef að Ram merkið hyrfi undan hatti Dodge sem tilheyrir Chrysler sem tilheyrir Fiat Chrysler, yrði það í fyrsta skiptið í 100 ár sem enginn pallbíll yrði til undir merkjum Dodge og það sjá fáir að myndi gerast. Dodge og Ram eru jú bundin föstum böndum og erfitt að sjá það fyrir sér að þeim yrði skipt í tvennt. Rekstur Ram og Jeep gengur einkar vel um þessar mundir svo það gæti freistað mjög annarra bílaframleiðenda að festa kaup í þeim. Víst má þó telja að Chrysler og Dodge merkin yrðu ekki innifalin í slíkum kaupum. Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent
Í nýlegu viðtali viuð Sergio Marchionne forstjóra FCA Fiat Chrysler var hann spurður hvort til greina komi að selja Jeep og Ram merkin og hann svaraði því játandi, þó svo engar viðræður séu hafnar við neinn bílaframleiðanda um slíkt. Betri niðurstaða rekstrar Fiat Chrysler á fyrsta ársfjórðungi þessa árs en búist hafði verið við mun ekki flýta slíkum áformum, en Fiat Chrysler er opið fyrir góðum tilboðum í þessi merki, en þau þurfa þá að vera góð. Fiat Chrysler hefur einnig verið opið fyrir því í nokkurn tím að selja merki eins og Alfa Romeo og Maserati og gildir þá hið sama, ef góð tilboð fást í þau merki. Sergio Marchioenne hefur hætt leit, a.m.k. í bili, að samruna við annað stórt bílamerki. Jeep og Ram eru stærstu merki sem tilheyrt hafa Chrysler samsteypunni, en þau voru keypt af Chrysler árið 1980. Ef að Ram merkið hyrfi undan hatti Dodge sem tilheyrir Chrysler sem tilheyrir Fiat Chrysler, yrði það í fyrsta skiptið í 100 ár sem enginn pallbíll yrði til undir merkjum Dodge og það sjá fáir að myndi gerast. Dodge og Ram eru jú bundin föstum böndum og erfitt að sjá það fyrir sér að þeim yrði skipt í tvennt. Rekstur Ram og Jeep gengur einkar vel um þessar mundir svo það gæti freistað mjög annarra bílaframleiðenda að festa kaup í þeim. Víst má þó telja að Chrysler og Dodge merkin yrðu ekki innifalin í slíkum kaupum.
Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent