Skoda Yeti er allur Finnur Thorlacius skrifar 28. apríl 2017 09:36 Skoda Karoq spæjaður í prufuakstri. Sá orðrómur um að Skoda muni hætta að framleiða Yeti jepplinginn hefur verið staðfestur frá höfuðstöðvum Skoda í Tékklandi. Við Yeti mun taka við annar jepplingur sem bera mun nafnið Karoq. Hann verður í raun systurbíll Volkswagen Tiguan og SEAT Ateca jepplinganna og er byggður á sama undirvagni og þeir. Skoda Karoq verður boðinn með tveimur dísilvélum og þremur bensínvélum frá 115 og 190 hestafla. Með 190 hestafla dísilvél verður Karoq eingöngu í boði fjórhjóladrifinn og með DSG sjálfskiptingu, en með öðrum vélum einnig framhjóladrifinn. Beinskiptingin í bílnum verður 6 gíra. Lengd Karoq er 4.382 mm, breiddin 1.841 mm og hæðin 1.605 mm og bilið milli öxla 2.638 mm. Skottrými verður 521 líter og með aftursætin niðri 1.630 lítrar. Svo má taka aftursætisröðina út með einföldum hætti og þá verður skottrýmið 1.810 lítrar. Þá má fá aftursætisröðina með rennibraut og þá er skottrýmið allt frá 479 til 588 lítrum. Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent
Sá orðrómur um að Skoda muni hætta að framleiða Yeti jepplinginn hefur verið staðfestur frá höfuðstöðvum Skoda í Tékklandi. Við Yeti mun taka við annar jepplingur sem bera mun nafnið Karoq. Hann verður í raun systurbíll Volkswagen Tiguan og SEAT Ateca jepplinganna og er byggður á sama undirvagni og þeir. Skoda Karoq verður boðinn með tveimur dísilvélum og þremur bensínvélum frá 115 og 190 hestafla. Með 190 hestafla dísilvél verður Karoq eingöngu í boði fjórhjóladrifinn og með DSG sjálfskiptingu, en með öðrum vélum einnig framhjóladrifinn. Beinskiptingin í bílnum verður 6 gíra. Lengd Karoq er 4.382 mm, breiddin 1.841 mm og hæðin 1.605 mm og bilið milli öxla 2.638 mm. Skottrými verður 521 líter og með aftursætin niðri 1.630 lítrar. Svo má taka aftursætisröðina út með einföldum hætti og þá verður skottrýmið 1.810 lítrar. Þá má fá aftursætisröðina með rennibraut og þá er skottrýmið allt frá 479 til 588 lítrum.
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent