Vilja funda með Ólafi fyrir luktum dyrum Haraldur Guðmundsson skrifar 28. apríl 2017 07:00 Ólafur Ólafsson hefur óskað eftir fundi með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þar sem þeir Njáll Trausti Friðbertsson og Brynjar Níelsson sitja. vísir/anton brink Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, telur að fundur nefndarinnar með athafnamanninum Ólafi Ólafssyni, um þátttöku þýska bankans Hauck & Aufhäuser í kaupunum á Búnaðarbankanum, eigi ekki að vera opinn fjölmiðlum og almenningi. Slíkt geti reynst óskynsamlegt. „Ég er ekki viss um að hann eigi að vera í beinni útsendingu ef hann á að nýtast okkur eitthvað. Þá er þetta allt komið á þvæling á meðan við erum á viðkvæmum stað í skoðuninni. Þá er hætt við að þessi umræða fari út og suður áður en við ljúkum okkar vinnu. Það getur verið óþægilegt fyrir okkur en það er mitt mat. Við munum svo ræða það nánar í nefndinni,“ segir Brynjar. Ólafur sendi frá sér yfirlýsingu þann 12. apríl þar sem hann óskaði eftir því að fá að mæta á fund nefndarinnar og tjá sig þar um einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003. Rannsóknarnefnd Alþingis kynnti niðurstöðu sína um þátttöku Hauck & Aufhäuser í henni í lok mars en hún var sú að Ólafur hefði vísvitandi blekkt stjórnvöld, fjölmiðla og almenning. Þýski bankinn hafi aldrei í reynd verið þar fjárfestir. Niðurstaðan var afdráttarlaus, og kynnt í beinni útsendingu, en Ólafur sagðist í yfirlýsingunni vilja á fundi nefndarinnar„varpa þar ljósi á atburðarásina og svara spurningum“.Það má segja að hann sé í aðalhlutverki í rannsóknarskýrslunni þannig að það er eðlilegt að aðalleikendur komi fyrstir inn á sviðiðÓlafur Ólafsson„Ég myndi vilja fá hann á fund sem fyrst og helst í maí. En við munum ekki klára málið fyrr en í haust. Það má segja að hann sé í aðalhlutverki í rannsóknarskýrslunni þannig að það er eðlilegt að aðalleikendur komi fyrstir inn á sviðið, er það ekki?“ segir Brynjar. Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og 2. varaformaður nefndarinnar, tekur í samtali við Fréttablaðið undir með Brynjari um að óskynsamlegt geti verið að senda fundinn út í beinni útsendingu. „Við erum nú að móta skoðun okkar á þessu í nefndinni og hvernig við ætlum að takast á við þetta,“ segir Njáll Trausti. Brynjar segist hafa rætt við Ólaf á miðvikudag og þá ítrekað ósk nefndarinnar um greinargerð frá þeim síðarnefnda þar sem hann rökstyður beiðni sína um fund og hvaða nýju upplýsingar hann ætli að leggja þar fram. Engin formleg beiðni um fund hafi þó borist og nefndin því ekki tekið afstöðu til þess hvort athafnamaðurinn fái að mæta. Ekki náðist í Ólaf við vinnslu fréttarinnar né Jón Steindór Valdimarsson, varaformann nefndarinnar. Jón fer fyrir nefndinni í málinu eftir að Brynjar ákvað að víkja frá vegna tengsla sinna við Bjarka Diego sem kom að gerð leynilegra baksamninga í Búnaðarbankafléttunni. Brynjar var verjandi Bjarka áður en hann settist á þing. Birtist í Fréttablaðinu Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, telur að fundur nefndarinnar með athafnamanninum Ólafi Ólafssyni, um þátttöku þýska bankans Hauck & Aufhäuser í kaupunum á Búnaðarbankanum, eigi ekki að vera opinn fjölmiðlum og almenningi. Slíkt geti reynst óskynsamlegt. „Ég er ekki viss um að hann eigi að vera í beinni útsendingu ef hann á að nýtast okkur eitthvað. Þá er þetta allt komið á þvæling á meðan við erum á viðkvæmum stað í skoðuninni. Þá er hætt við að þessi umræða fari út og suður áður en við ljúkum okkar vinnu. Það getur verið óþægilegt fyrir okkur en það er mitt mat. Við munum svo ræða það nánar í nefndinni,“ segir Brynjar. Ólafur sendi frá sér yfirlýsingu þann 12. apríl þar sem hann óskaði eftir því að fá að mæta á fund nefndarinnar og tjá sig þar um einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003. Rannsóknarnefnd Alþingis kynnti niðurstöðu sína um þátttöku Hauck & Aufhäuser í henni í lok mars en hún var sú að Ólafur hefði vísvitandi blekkt stjórnvöld, fjölmiðla og almenning. Þýski bankinn hafi aldrei í reynd verið þar fjárfestir. Niðurstaðan var afdráttarlaus, og kynnt í beinni útsendingu, en Ólafur sagðist í yfirlýsingunni vilja á fundi nefndarinnar„varpa þar ljósi á atburðarásina og svara spurningum“.Það má segja að hann sé í aðalhlutverki í rannsóknarskýrslunni þannig að það er eðlilegt að aðalleikendur komi fyrstir inn á sviðiðÓlafur Ólafsson„Ég myndi vilja fá hann á fund sem fyrst og helst í maí. En við munum ekki klára málið fyrr en í haust. Það má segja að hann sé í aðalhlutverki í rannsóknarskýrslunni þannig að það er eðlilegt að aðalleikendur komi fyrstir inn á sviðið, er það ekki?“ segir Brynjar. Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og 2. varaformaður nefndarinnar, tekur í samtali við Fréttablaðið undir með Brynjari um að óskynsamlegt geti verið að senda fundinn út í beinni útsendingu. „Við erum nú að móta skoðun okkar á þessu í nefndinni og hvernig við ætlum að takast á við þetta,“ segir Njáll Trausti. Brynjar segist hafa rætt við Ólaf á miðvikudag og þá ítrekað ósk nefndarinnar um greinargerð frá þeim síðarnefnda þar sem hann rökstyður beiðni sína um fund og hvaða nýju upplýsingar hann ætli að leggja þar fram. Engin formleg beiðni um fund hafi þó borist og nefndin því ekki tekið afstöðu til þess hvort athafnamaðurinn fái að mæta. Ekki náðist í Ólaf við vinnslu fréttarinnar né Jón Steindór Valdimarsson, varaformann nefndarinnar. Jón fer fyrir nefndinni í málinu eftir að Brynjar ákvað að víkja frá vegna tengsla sinna við Bjarka Diego sem kom að gerð leynilegra baksamninga í Búnaðarbankafléttunni. Brynjar var verjandi Bjarka áður en hann settist á þing.
Birtist í Fréttablaðinu Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira