Heimalestur María Bjarnadóttir skrifar 28. apríl 2017 07:00 Íslensk börn fá snemma aðgang að internetinu. Þau kunna að velja vídeó á YouTube áður en þau byrja að ganga. Þaðan eru þau komin með sín eigin snjalltæki og orðnir notendur samfélagsmiðla löngu fyrir fermingu í trássi við skilmála miðlanna. Á þessum tímapunkti er mjög eðlilegt fyrir foreldra að spyrja sig „hvert fór tíminn“ sem þýðir í raun „guð minn góður, er ég orðin svona gömul!“. Það versnar þegar við getum ekki kveikt á sjónvarpinu heima hjá okkur nema að fá tæknilega aðstoð yngra fólks á heimilinu. Vanmáttartilfinning gagnvart tækni sem við skiljum ekkert í. Svo verður að virða þeirra einkalíf. Þetta er ekki nógu góð nálgun. Það á ekki að skilja börn eftir eftirlitslaus án leiðbeininga á internetinu, frekar en við ætlum þeim að labba heim úr skólanum án þess að kenna þeim umferðarreglurnar fyrst. Ef svo er komið að foreldrarnir kunna ekki umferðarreglurnar á internetinu þá er tímabært að fara á námskeið. Hér er ekki um að ræða bólu. Samfélagsmiðlar snúast ekki bara um tækni heldur eiga sér stað í gegnum þá samskipti. Reglur um hegðun og háttsemi hætta ekki að gilda á netinu og foreldrar gegna áfram mikilvægu uppeldishlutverki þar. Það er hægt að gera börnunum að lesa skilmála og persónuverndarstefnu og skila samantekt af helstu atriðum áður en þau fá að nota miðilinn. Það krefst þess að foreldrar skilji skilmálana sjálfir. Sé það ekki staðan, eða ef börnin eru ekki alveg læs, þá er líka hægt að lesa saman. Skilmálar YouTube eru á íslensku. Þeir hljóta að vera gildur heimalestur eins og hver önnur rafbók? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun
Íslensk börn fá snemma aðgang að internetinu. Þau kunna að velja vídeó á YouTube áður en þau byrja að ganga. Þaðan eru þau komin með sín eigin snjalltæki og orðnir notendur samfélagsmiðla löngu fyrir fermingu í trássi við skilmála miðlanna. Á þessum tímapunkti er mjög eðlilegt fyrir foreldra að spyrja sig „hvert fór tíminn“ sem þýðir í raun „guð minn góður, er ég orðin svona gömul!“. Það versnar þegar við getum ekki kveikt á sjónvarpinu heima hjá okkur nema að fá tæknilega aðstoð yngra fólks á heimilinu. Vanmáttartilfinning gagnvart tækni sem við skiljum ekkert í. Svo verður að virða þeirra einkalíf. Þetta er ekki nógu góð nálgun. Það á ekki að skilja börn eftir eftirlitslaus án leiðbeininga á internetinu, frekar en við ætlum þeim að labba heim úr skólanum án þess að kenna þeim umferðarreglurnar fyrst. Ef svo er komið að foreldrarnir kunna ekki umferðarreglurnar á internetinu þá er tímabært að fara á námskeið. Hér er ekki um að ræða bólu. Samfélagsmiðlar snúast ekki bara um tækni heldur eiga sér stað í gegnum þá samskipti. Reglur um hegðun og háttsemi hætta ekki að gilda á netinu og foreldrar gegna áfram mikilvægu uppeldishlutverki þar. Það er hægt að gera börnunum að lesa skilmála og persónuverndarstefnu og skila samantekt af helstu atriðum áður en þau fá að nota miðilinn. Það krefst þess að foreldrar skilji skilmálana sjálfir. Sé það ekki staðan, eða ef börnin eru ekki alveg læs, þá er líka hægt að lesa saman. Skilmálar YouTube eru á íslensku. Þeir hljóta að vera gildur heimalestur eins og hver önnur rafbók?