Menning

Barnamenningarhátíð Reykjavíkur hafin

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá setningu Barnamenningarhátíðar í Hörpu í gær.
Frá setningu Barnamenningarhátíðar í Hörpu í gær. vísir/anton brink
Barnamenningarhátíð Reykjavíkur var sett í gær fyrir fullum Eldborgarsal í Hörpu. Hátíðin stendur til sunnudagsins 30. apríl og verður fjölbreytt dagskrá alla dagana um borgina.

Í kvöld verður til að mynda haldin hæfileikakeppnin „Reykjavík hefur hæfileika“ í Austurbæjarbíói en keppnin hefst klukkan 19:30. Þá breytist Ráðhús Reykjavíkur í Ævintýrahöll um helgina en þar verður meðal annars hægt að stunda fjölskyldujóga og sjá sýningu með Sirkusi Íslands, dansa og hlusta á jazz.

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg vegna hátíðarinnar kemur fram að menningarstofnanir borgarinnar séu stór hluti af hátíðinni og er frítt inn á Reykjavíkursöfnin fyrir fullorðna í fylgd með börnum meðan á hátíðinni stendur.

Hér má sjá dagskrá Barnamenningarhátíðar og hér að neðan má sjá umfjöllun í fréttum Stöðvar 2 frá því í gærkvöldi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×