Engin útundan Magnús Guðmundsson skrifar 26. apríl 2017 07:00 Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er ekkert nýtt á Íslandi, langt frá því. Áratugum saman hafa Íslendingar geta leitað til sérfræðimenntaðra lækna eftir ýmiss konar þjónustu, greitt fyrir það fast gjald en bróðurparturinn af kostnaðinum hefur svo verið greiddur af Sjúkratryggingum Íslands úr sameiginlegum sjóðum. Hugmyndin er og hefur ætíð verið að allir Íslendingar sitji við sama borð og eigi sömu möguleika á að leita sér lækninga og heilbrigðisþjónustu óháð efnahag eða félagslegri stöðu almennt. Þetta kerfi hefur ekki verið gallalaust en það leitast þó við að vera réttlátt, sanngjarnt, skilvirkt og umfram allt í allra þágu. „Engin manneskja er útundan.“ Þetta er hugsunin og þetta er líka yfirskriftin á stefnu flokks Óttars Proppé heilbrigðisráðherra þar sem fjallað er um heilbrigðiskerfið. Það sem kemur þó ekki fram í umræddri stefnuyfirlýsingu er hvort það feli í sér að sumir geti farið fram fyrir röðina í krafti fjármagns og það jafnvel að hluta til á kostnað samfélagsins. Slík mismunun gæti þó orðið raunin í ráðaherratíð Óttars og það er afleit þróun. Birgir Jakobsson landlæknir sendi frá sér fyrir rétt rúmri viku yfirlýsingu um afstöðu sína til einkavæðingar í heilbrigðiskerfinu í tilefni af Klíníkinni, sérhæfðri sjúkrahúsþjónustu með fimm daga legudeild. Þar kemur skýrt fram að Embætti landlæknis og velferðarráðuneytið túlka lagaákvæði um rekstrarleyfi með ólíkum hætti og að Birgir telur að einkarekstur í heilbrigðiskerfinu sé að verulegu leyti stjórnlaus. Þar kemur einnig fram að á meðan útgjöld ríkisins í heilbrigðiskerfinu standa í stað í opinberum rekstri hafa þau á sama tíma aukist um 40% til einkareksturs á liðnum árum. Allt stefni í að einkarekstur haldi áfram að aukast án takmarkana en á kostnað skattgreiðenda sem langflestir þurfa að láta sér lynda að búa við sama opinbera en fjársvelta heilbrigðiskerfið. Landlæknir leggur áherslu á að mikilvægt sé að bregðast fljótt við stöðunni. Þróunin gæti orðið hröð og leitt til áframhaldandi kostnaðaraukningar fyrir hið opinbera. Þar eru á ferðinni fjármunir sem meirihluti þjóðarinnar er ótvírætt sammála um að bráð þörf er fyrir í heilbrigðiskerfi almennings. Það er því þeim mun raunalegra hversu tregur heilbrigðisráðherra virðist ætla að vera til þess að grípa til aðgerða. Óttarr sagði vissulega í fréttum Stöðvar 2 fyrir skömmu að agaleysi hafi ríkt í heilbrigðiskerfinu síðustu áratugi og boðar breytingar þar á en ætlar að sama skapi ekki að svara kalli landlæknis. Það er helst að finna á ráðherranum að honum finnist þetta óþægilegt, bagalegt og óheppilegt. Vandanum verður því velt áfram yfir á næsta ár hið minnsta, gallaður samningur Sjúkratrygginga við sérfræðilækna þá tekinn til endurskoðunar og mikilvægast af öllu finnst ráðherra að vera nú ekkert að flýta sér. Í raun er löngu runninn upp sá tími að einhver sem einhverju ræður taki til hendinni og flýti sér að endurheimta heilbrigðiskerfi sem hefur getu til þess að þjónusta þjóðina alla – óháð efnahag, búsetu eða félagslegum aðstæðum. Heilbrigðiskerfi þar sem almenningur er ekki hafður út undan.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. apríl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er ekkert nýtt á Íslandi, langt frá því. Áratugum saman hafa Íslendingar geta leitað til sérfræðimenntaðra lækna eftir ýmiss konar þjónustu, greitt fyrir það fast gjald en bróðurparturinn af kostnaðinum hefur svo verið greiddur af Sjúkratryggingum Íslands úr sameiginlegum sjóðum. Hugmyndin er og hefur ætíð verið að allir Íslendingar sitji við sama borð og eigi sömu möguleika á að leita sér lækninga og heilbrigðisþjónustu óháð efnahag eða félagslegri stöðu almennt. Þetta kerfi hefur ekki verið gallalaust en það leitast þó við að vera réttlátt, sanngjarnt, skilvirkt og umfram allt í allra þágu. „Engin manneskja er útundan.“ Þetta er hugsunin og þetta er líka yfirskriftin á stefnu flokks Óttars Proppé heilbrigðisráðherra þar sem fjallað er um heilbrigðiskerfið. Það sem kemur þó ekki fram í umræddri stefnuyfirlýsingu er hvort það feli í sér að sumir geti farið fram fyrir röðina í krafti fjármagns og það jafnvel að hluta til á kostnað samfélagsins. Slík mismunun gæti þó orðið raunin í ráðaherratíð Óttars og það er afleit þróun. Birgir Jakobsson landlæknir sendi frá sér fyrir rétt rúmri viku yfirlýsingu um afstöðu sína til einkavæðingar í heilbrigðiskerfinu í tilefni af Klíníkinni, sérhæfðri sjúkrahúsþjónustu með fimm daga legudeild. Þar kemur skýrt fram að Embætti landlæknis og velferðarráðuneytið túlka lagaákvæði um rekstrarleyfi með ólíkum hætti og að Birgir telur að einkarekstur í heilbrigðiskerfinu sé að verulegu leyti stjórnlaus. Þar kemur einnig fram að á meðan útgjöld ríkisins í heilbrigðiskerfinu standa í stað í opinberum rekstri hafa þau á sama tíma aukist um 40% til einkareksturs á liðnum árum. Allt stefni í að einkarekstur haldi áfram að aukast án takmarkana en á kostnað skattgreiðenda sem langflestir þurfa að láta sér lynda að búa við sama opinbera en fjársvelta heilbrigðiskerfið. Landlæknir leggur áherslu á að mikilvægt sé að bregðast fljótt við stöðunni. Þróunin gæti orðið hröð og leitt til áframhaldandi kostnaðaraukningar fyrir hið opinbera. Þar eru á ferðinni fjármunir sem meirihluti þjóðarinnar er ótvírætt sammála um að bráð þörf er fyrir í heilbrigðiskerfi almennings. Það er því þeim mun raunalegra hversu tregur heilbrigðisráðherra virðist ætla að vera til þess að grípa til aðgerða. Óttarr sagði vissulega í fréttum Stöðvar 2 fyrir skömmu að agaleysi hafi ríkt í heilbrigðiskerfinu síðustu áratugi og boðar breytingar þar á en ætlar að sama skapi ekki að svara kalli landlæknis. Það er helst að finna á ráðherranum að honum finnist þetta óþægilegt, bagalegt og óheppilegt. Vandanum verður því velt áfram yfir á næsta ár hið minnsta, gallaður samningur Sjúkratrygginga við sérfræðilækna þá tekinn til endurskoðunar og mikilvægast af öllu finnst ráðherra að vera nú ekkert að flýta sér. Í raun er löngu runninn upp sá tími að einhver sem einhverju ræður taki til hendinni og flýti sér að endurheimta heilbrigðiskerfi sem hefur getu til þess að þjónusta þjóðina alla – óháð efnahag, búsetu eða félagslegum aðstæðum. Heilbrigðiskerfi þar sem almenningur er ekki hafður út undan.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. apríl.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun