Innlent

Síldarævintýrisdeilan: Löggæslukostnaður felldur niður

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Lögreglan lagði 180 þúsund króna löggæslukostnað á Síldarævintýrið á Siglufirði.
Lögreglan lagði 180 þúsund króna löggæslukostnað á Síldarævintýrið á Siglufirði.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur fellt niður löggæslukostnað sem lagður var á Fjallabyggð vegna Síldarævintýrisins á Siglufirði í fyrra. Kostnaðurinn hljóðaði upp á 180 þúsund krónur en eftir nokkrar deilur á milli bæjaryfirvalda í Fjallabyggð og lögreglustjórans á Norðurlandi eystra var ákveðið að vísa málinu til æðra stjórnvalds.

Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri Fjallabyggðar, sagði að ekki væri lagastoð fyrir innheimtunni, enda hafi hún ekki verið haldin í atvinnuskyni. Þá haldi mörg sveitarfélög bæjarhátíðir að sumarlagi og ekki þurft að greiða löggæslukostnað.

Ráðuneytið var sammála því að hátíðin hafi ekki verið haldin í atvinnuskyni. Ekki hafi verð seldur aðgangur að henni og að hún hafi ekki skilað sveitarfélaginu efnahagslegum hagnaði.

„Þar sem innheimta löggæslukostnaður verður að teljast íþyngjandi stjórnvaldsákvörðun verður hún að byggjast á skýrri lagaheimild,“ segir í úrskurði atvinnuvegaráðuneytisins.

Var kostnaðurinn því felldur niður.  


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×