GM rekur alla 2.700 starfsmenn ríkisyfirtekinnar verksmiðju í Venesúela Finnur Thorlacius skrifar 25. apríl 2017 10:51 Lok, lok og læs í verksmiðju GM í Vensúela. Yfirvöld í Venesúela hafa yfirtekið verksmiðju General Motors þar í landi og fyrir vikið hefur GM rekið alla 2.700 starfsmenn í verksmiðjunni og kallað heim helstu stjórnendur hennar. Starfsmennirnir fengu greidd laun fram að yfirtökunni, en nú hefur starfseminni í verksmiðjunni verið hætt og óljóst hvað yfirvöld í Venesúela ætla að gera við verksmiðjuna. Þar voru ekki framleiddir margir bílar í fyrra, eða aðeins um 3.000, en fyrir um áratug síðan voru þar framleiddir um 500.000 bílar á ári. Skortur á íhlutum leiddi til svo lítillar framleiðslu sem var í verksmiðjunni í fyrra. Bent hefur verið á að það hafi í raun hugnast General Motors að yfirvöld hafi tekið verksmiðjuna eignarnámi þar sem það hafi verið í plönum GM að loka henni bráðlega vegna þeirra vandræða sem eru í Venesúela og það hafi í raun sparað GM launagreiðslur að svona fór. Algjör upplausn ríkir í Venesúela og mjög erfitt er fyrir erlenda atvinnurekendur að halda uppi framleiðslu í landinu í því ástandi sem þar ríkir nú. Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent
Yfirvöld í Venesúela hafa yfirtekið verksmiðju General Motors þar í landi og fyrir vikið hefur GM rekið alla 2.700 starfsmenn í verksmiðjunni og kallað heim helstu stjórnendur hennar. Starfsmennirnir fengu greidd laun fram að yfirtökunni, en nú hefur starfseminni í verksmiðjunni verið hætt og óljóst hvað yfirvöld í Venesúela ætla að gera við verksmiðjuna. Þar voru ekki framleiddir margir bílar í fyrra, eða aðeins um 3.000, en fyrir um áratug síðan voru þar framleiddir um 500.000 bílar á ári. Skortur á íhlutum leiddi til svo lítillar framleiðslu sem var í verksmiðjunni í fyrra. Bent hefur verið á að það hafi í raun hugnast General Motors að yfirvöld hafi tekið verksmiðjuna eignarnámi þar sem það hafi verið í plönum GM að loka henni bráðlega vegna þeirra vandræða sem eru í Venesúela og það hafi í raun sparað GM launagreiðslur að svona fór. Algjör upplausn ríkir í Venesúela og mjög erfitt er fyrir erlenda atvinnurekendur að halda uppi framleiðslu í landinu í því ástandi sem þar ríkir nú.
Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent