Landspítali orðinn fjórða stærsta hjúkrunarheimilið Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 24. apríl 2017 20:30 Forstjóri Landspítala segir íslenskt samfélag hafa brugðist öldruðum sjúklingum. Mynd/Vilhelm Helstu áskoranir Landspítalans eru að útskrifa aldrað fólk og fjárskortur. Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir 45 milljarða króna viðbót til sjúkrahússþjónustu en verkefnin sem á að sinna fyrir fjármunina, kosta aftur á móti ríflega fimmtíu milljarða. Á ársfundi Landspítalans töluðu stjórnendur meðal annars um fjölda aldraðra sem situr fastur á spítalanum sem hefur orðið til þess að spítalinn er fjórða stærsta hjúkrunarheimili landsins. Forstjóri spítalans sagði íslenskt samfélag hafa brugðist eldra fólki. „Í dag, 24. apríl, bíða 95 einstaklingar sem lokið hafa meðferð á Landspítala og gætu útskrifast í kvöld, ef samfélagið gæti veitt þeim viðunandi þjónustu og útvegað þeim hjúkrunarrými. Í staðinn bíða þeir við mismunandi aðstæður um allan spítala og hinn kaldi raunveruleiki er sá að fimmtungur þeirra mun látast áður en hjúkrunarrými býðast þeim," sagði Páll í ræðu sinni. Einnig var farið yfir fjármál spítalans en Landspítali var rekinn með 85 milljóna króna halla árið 2016. Nýlega var þingsályktunartillaga um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára kynnt en þar er gert ráð fyrir tæplega 45 milljarða króna uppsafnaðri viðbót til sjúkrahúsþjónustu. Þar af fara tæpir 36 milljarðar í uppbyggingu nýs Landspítala Og tveir milljarðar fara í erlenda sjúkrahúsþjónustu. Þannig er í raun sjö milljarða króna viðbót sem fer í innlenda sjúkrahúsþjónustu. Samkvæmt fjármálaáætluninni eiga 4,4 milljarðar að mæta aukinni eftirspurn vegna öldrunar þjóðar, 3,8 millarðar eiga að styrkja mönnun, 1,4 milljarðar eiga að fara í rekstur jáeindaskanna, 700 milljónir til að auka þjónustu BUGL, einn milljarður í útskriftardeild aldraðra á Landakoti og einn milljarður í Brjóstamiðstöð. Þegar þetta hefur verið tekið saman eru rúmir fimm milljarðar í mínus. „Samkvæmt þessu þá virðist tillaga stjórnvalda gera ráð fyrir því að sjúkrahúsin á landinu skeri niður um 5,2 milljarða á tímabilinu til að skapa svigrúm fyrir það sem í tillögunni er kallað aukin framlög til nýrra verkefna," sagði María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs spítalans, í ræðu sinni. Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Sjá meira
Helstu áskoranir Landspítalans eru að útskrifa aldrað fólk og fjárskortur. Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir 45 milljarða króna viðbót til sjúkrahússþjónustu en verkefnin sem á að sinna fyrir fjármunina, kosta aftur á móti ríflega fimmtíu milljarða. Á ársfundi Landspítalans töluðu stjórnendur meðal annars um fjölda aldraðra sem situr fastur á spítalanum sem hefur orðið til þess að spítalinn er fjórða stærsta hjúkrunarheimili landsins. Forstjóri spítalans sagði íslenskt samfélag hafa brugðist eldra fólki. „Í dag, 24. apríl, bíða 95 einstaklingar sem lokið hafa meðferð á Landspítala og gætu útskrifast í kvöld, ef samfélagið gæti veitt þeim viðunandi þjónustu og útvegað þeim hjúkrunarrými. Í staðinn bíða þeir við mismunandi aðstæður um allan spítala og hinn kaldi raunveruleiki er sá að fimmtungur þeirra mun látast áður en hjúkrunarrými býðast þeim," sagði Páll í ræðu sinni. Einnig var farið yfir fjármál spítalans en Landspítali var rekinn með 85 milljóna króna halla árið 2016. Nýlega var þingsályktunartillaga um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára kynnt en þar er gert ráð fyrir tæplega 45 milljarða króna uppsafnaðri viðbót til sjúkrahúsþjónustu. Þar af fara tæpir 36 milljarðar í uppbyggingu nýs Landspítala Og tveir milljarðar fara í erlenda sjúkrahúsþjónustu. Þannig er í raun sjö milljarða króna viðbót sem fer í innlenda sjúkrahúsþjónustu. Samkvæmt fjármálaáætluninni eiga 4,4 milljarðar að mæta aukinni eftirspurn vegna öldrunar þjóðar, 3,8 millarðar eiga að styrkja mönnun, 1,4 milljarðar eiga að fara í rekstur jáeindaskanna, 700 milljónir til að auka þjónustu BUGL, einn milljarður í útskriftardeild aldraðra á Landakoti og einn milljarður í Brjóstamiðstöð. Þegar þetta hefur verið tekið saman eru rúmir fimm milljarðar í mínus. „Samkvæmt þessu þá virðist tillaga stjórnvalda gera ráð fyrir því að sjúkrahúsin á landinu skeri niður um 5,2 milljarða á tímabilinu til að skapa svigrúm fyrir það sem í tillögunni er kallað aukin framlög til nýrra verkefna," sagði María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs spítalans, í ræðu sinni.
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Sjá meira