Leikjavísir

GameTíví spilar: Zombie Army Trilogy

Samúel Karl Ólason skrifar
Óli Jóels úr GameTíví tók sig til og spilaði fyrstu mínúturnar í leiknum Zombie Army Trilogy, frá Rebellion. Á síðustu misserum eru þeir hvað þekktastir fyrir Sniper Elite leikina og tengist ZAT þeim leikjum að vissu leyti. Hann gerist í seinni heimstyrjöldinni og eins og svo oft áður eru nasistarnir orðnir uppvakningar sem þarf að skjóta í höfuðið.

Það er lítið um söguþráð í leiknum en fjórir vinir geta spilað saman gegn uppvakningunum. Hægt er að sjá innslag Óla hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×