Orðið er laust Magnús Guðmundsson skrifar 24. apríl 2017 07:00 Stundum gerast stórir hlutir í okkar litla landi. Atburðir sem eru jafnvel stærri og mikilvægari en við gerum okkur grein fyrir í fyrstu og fela í sér möguleika sem öllu máli skiptir að við sjáum og nýtum. Ekki aðeins til hagsbóta fyrir okkar litla samfélag heldur jafnvel þegar best lætur veröldina og þess vegna er nafnið Veröld, hús Vigdísar, svo fallega viðeigandi fyrir miðstöð tungumála og menningar. Það sem er okkur kannski eðlilega efst í huga í þessu samhengi er staða íslenskunnar sem á undir högg að sækja í kjölfar sívaxandi áhrifa enskunnar hér sem víðar. AP-fréttaveitan fjallaði í liðinni viku um stöðu íslenskunnar í alþjóðasamfélagi og þar kom fram að um einn milljarð íslenskra króna þurfi til ef gerlegt eigi að vera að bjarga tungumálinu okkar undan þeirri stafrænu tækniflóðbylgju sem skellur á okkur um þessar mundir. Í íslenskunni býr saga okkar, list, menning og hugsun svo við hljótum að velta því fyrir okkur eftir hverju ráðamenn séu að bíða. Það er eflaust ekkert nýtt að pólitíkin sé sein til svars þegar mest á reynir en þar sem stjórnmálin eiga erfitt með að meta verðmæti, utan tyllidaga, í öðru en krónum og aurum, þá er rétt að árétta að í björgun íslenskunnar eru fólgin gríðarleg verðmæti. Um allan heim er að finna fjölda þjóða og tungumála sem er svipað fyrir komið og okkur og íslenskunni. Þjóða sem nú leita til okkar, eða öllu heldur Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur, eftir heilræðum sem byggja á reynslu og sérþekkingu sem hefur þó þrátt fyrir allt skilað íslenskunni á lífi inn í samtímann. Þessu hlutverki hefur stofnunin verið að sinna á undanförnum árum en með tilkomu hússins, aðstöðunnar og þeim möguleikum sem í miðstöðinni búa er viðbúið að á næstunni verðum við vitni að vatnaskilum í verndun og eflingu aðþrengdra tungumála. Veröld, hús Vigdísar, verður fyrst og fremst samastaður tungumála. Tungumálakennslu og þýðinga sem eru smáríkjum á borð við okkur óendanlega mikilvæg. Með færni á öðrum tungumálum og vönduðum þýðingum getum við í senn öðlast aukinn skilning á öðrum þjóðum, menningu þeirra og hugsunarhætti jafnt sem deilt með þeim því sem skiptir okkur hvað mestu máli hverju sinni. Slíkur skilningur er hugsanlega það mikilvægasta sem heimurinn þarf á að halda um þessar mundir á dögum popúlisma og fáfræði víða um heim. Stjórnmálamenn og -konur rjúka upp vinsældalista og valdastiga í krafti skilningsleysis og ótta við hið óþekkta en þekking, færni og skilningur þykir vera til óþurftar og aðeins til upphafningar á tyllidögum. Í Veröld, húsi Vigdísar, höfum við Íslendingar einstakt tækifæri til þess að skapa mótvægi við allt þetta því þar er orðið laust fyrir allar þjóðir. Þar getum við sýnt heiminum að í tungumálum býr menning, saga og hugsun þjóða og jafnvel hugmyndir þeirra og draumar um ókomna tíð. Og þetta gerum við ekki síst með því að rækta og vernda tungumál okkar og menningu á hverjum degi og deila svo afrakstrinum með heiminum, öllum til heilla.Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fastir pennar Magnús Guðmundsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun
Stundum gerast stórir hlutir í okkar litla landi. Atburðir sem eru jafnvel stærri og mikilvægari en við gerum okkur grein fyrir í fyrstu og fela í sér möguleika sem öllu máli skiptir að við sjáum og nýtum. Ekki aðeins til hagsbóta fyrir okkar litla samfélag heldur jafnvel þegar best lætur veröldina og þess vegna er nafnið Veröld, hús Vigdísar, svo fallega viðeigandi fyrir miðstöð tungumála og menningar. Það sem er okkur kannski eðlilega efst í huga í þessu samhengi er staða íslenskunnar sem á undir högg að sækja í kjölfar sívaxandi áhrifa enskunnar hér sem víðar. AP-fréttaveitan fjallaði í liðinni viku um stöðu íslenskunnar í alþjóðasamfélagi og þar kom fram að um einn milljarð íslenskra króna þurfi til ef gerlegt eigi að vera að bjarga tungumálinu okkar undan þeirri stafrænu tækniflóðbylgju sem skellur á okkur um þessar mundir. Í íslenskunni býr saga okkar, list, menning og hugsun svo við hljótum að velta því fyrir okkur eftir hverju ráðamenn séu að bíða. Það er eflaust ekkert nýtt að pólitíkin sé sein til svars þegar mest á reynir en þar sem stjórnmálin eiga erfitt með að meta verðmæti, utan tyllidaga, í öðru en krónum og aurum, þá er rétt að árétta að í björgun íslenskunnar eru fólgin gríðarleg verðmæti. Um allan heim er að finna fjölda þjóða og tungumála sem er svipað fyrir komið og okkur og íslenskunni. Þjóða sem nú leita til okkar, eða öllu heldur Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur, eftir heilræðum sem byggja á reynslu og sérþekkingu sem hefur þó þrátt fyrir allt skilað íslenskunni á lífi inn í samtímann. Þessu hlutverki hefur stofnunin verið að sinna á undanförnum árum en með tilkomu hússins, aðstöðunnar og þeim möguleikum sem í miðstöðinni búa er viðbúið að á næstunni verðum við vitni að vatnaskilum í verndun og eflingu aðþrengdra tungumála. Veröld, hús Vigdísar, verður fyrst og fremst samastaður tungumála. Tungumálakennslu og þýðinga sem eru smáríkjum á borð við okkur óendanlega mikilvæg. Með færni á öðrum tungumálum og vönduðum þýðingum getum við í senn öðlast aukinn skilning á öðrum þjóðum, menningu þeirra og hugsunarhætti jafnt sem deilt með þeim því sem skiptir okkur hvað mestu máli hverju sinni. Slíkur skilningur er hugsanlega það mikilvægasta sem heimurinn þarf á að halda um þessar mundir á dögum popúlisma og fáfræði víða um heim. Stjórnmálamenn og -konur rjúka upp vinsældalista og valdastiga í krafti skilningsleysis og ótta við hið óþekkta en þekking, færni og skilningur þykir vera til óþurftar og aðeins til upphafningar á tyllidögum. Í Veröld, húsi Vigdísar, höfum við Íslendingar einstakt tækifæri til þess að skapa mótvægi við allt þetta því þar er orðið laust fyrir allar þjóðir. Þar getum við sýnt heiminum að í tungumálum býr menning, saga og hugsun þjóða og jafnvel hugmyndir þeirra og draumar um ókomna tíð. Og þetta gerum við ekki síst með því að rækta og vernda tungumál okkar og menningu á hverjum degi og deila svo afrakstrinum með heiminum, öllum til heilla.Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun