Stórir fiskar, lítil tjörn Hörður Ægisson skrifar 21. apríl 2017 07:00 Smæð íslenska markaðarins, samhliða því að eignir lífeyrissjóðakerfisins hafa vaxið hröðum skrefum á undanförnum árum, sníður sjóðunum afar þröngan stakk. Eignir þeirra eru yfir 3.500 milljarðar, eða sem nemur um 150 prósent af landsframleiðslu, en að langstærstum hluta er um að ræða innlend verðbréf. Í krafti þess eignarhalds eru lífeyrissjóðirnir áhrifamestu leikendurnir á fjármálamarkaði. Fram kemur í nýrri skýrslu starfshóps fjármálaráðherra að fyrirsjáanlegt sé að eignir sjóðanna haldi áfram að aukast og spár geri ráð fyrir að þær nái hámarki eftir um fjörutíu ár þegar þær gætu orðið um 340 til 400 prósent af landsframleiðslu. Ljóst sé því að ekki verði með góðu móti hægt að ávaxta jafn hátt hlutfall eigna sjóðanna á Íslandi og nú er gert vegna þessa mikla vaxtar. „Það eitt og sér gerir aukna erlenda fjárfestingu óhjákvæmilega,“ segir í skýrslunni. Starfshópurinn telur þó ekki skynsamlegt, eins og sumir hafa kallað eftir, að sett verði gólf á fjárfestingar lífeyrissjóða erlendis heldur leggur fremur til að fjárfestingarnar verði jafnar og fyrirsjáanlegar til að lágmarka áhrif á gengisstöðugleika. Þótt höftum hafi ekki verið aflétt að fullu fyrr en í síðasta mánuði þá höfðu lífeyrissjóðirnir haft sérstakar heimildir til erlendrar fjárfestingar frá haustmánuðum 2015. Þær heimildir voru hins vegar ekki fullnýttar en í fyrra fjárfestu sjóðirnir fyrir um 70 milljarða í erlendum eignum. Þrátt fyrir það minnkuðu erlendar eignir þeirra sem hlutfall af heildareignum – þær eru núna rúmlega fimmtungur – sem skýrist einkum af mikilli gengisstyrkingu krónunnar. Þessi þróun réð mestu um að aðeins einn af fjórum stærstu sjóðum landsins skilaði jákvæðri raunávöxtun á árinu 2016. Lífeyrissjóðir eru hins vegar langtímafjárfestar og það er brýnt að þeir haldi áfram á sömu braut. Hátt raungengi krónunnar ætti jafnframt að þýða að nú er ákjósanlegur tími fyrir lífeyrissjóði til að horfa út fyrir landsteinana. Hlutfall erlendra eigna þarf að hækka umtalsvert til lengri tíma litið, ekki aðeins vegna þess að það er skynsamlegt út frá sjónarmiðum um áhættudreifingu, heldur einnig til að koma í veg fyrir neikvæðar efnahagslegar afleiðingar þegar lífeyristaka eftirstríðskynslóðarinnar hefst. Iðgjaldagreiðslur til þeirrar kynslóðar munu þá setja þrýsting á greiðslujöfnuð þjóðarbúsins. Öll rök hníga þessa vegna að því að lífeyrissjóðir leggi á það ríka áherslu að gera sig meira gildandi á erlendum mörkuðum á komandi árum og áratugum. Það myndi einnig hafa þær jákvæðu afleiðingar að draga úr miklum umsvifum sjóðanna á íslenskum hlutabréfamarkaði. Sökum fjármagnshafta og lítilla umsvifa einkafjárfesta hefur hlutdeild lífeyrissjóða í skráðum félögum margfaldast síðustu ár en í dag eru þeir eigendur að meira en 40 prósentum alls hlutafjár. Þetta er hvorki eðlileg né æskileg staða. Við þurfum fleiri virka fjárfesta að stjórnum fyrirtækja í Kauphöllinni. Það mun ekki gerast ef lífeyrissjóðirnir ráða þar för.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Ægisson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Smæð íslenska markaðarins, samhliða því að eignir lífeyrissjóðakerfisins hafa vaxið hröðum skrefum á undanförnum árum, sníður sjóðunum afar þröngan stakk. Eignir þeirra eru yfir 3.500 milljarðar, eða sem nemur um 150 prósent af landsframleiðslu, en að langstærstum hluta er um að ræða innlend verðbréf. Í krafti þess eignarhalds eru lífeyrissjóðirnir áhrifamestu leikendurnir á fjármálamarkaði. Fram kemur í nýrri skýrslu starfshóps fjármálaráðherra að fyrirsjáanlegt sé að eignir sjóðanna haldi áfram að aukast og spár geri ráð fyrir að þær nái hámarki eftir um fjörutíu ár þegar þær gætu orðið um 340 til 400 prósent af landsframleiðslu. Ljóst sé því að ekki verði með góðu móti hægt að ávaxta jafn hátt hlutfall eigna sjóðanna á Íslandi og nú er gert vegna þessa mikla vaxtar. „Það eitt og sér gerir aukna erlenda fjárfestingu óhjákvæmilega,“ segir í skýrslunni. Starfshópurinn telur þó ekki skynsamlegt, eins og sumir hafa kallað eftir, að sett verði gólf á fjárfestingar lífeyrissjóða erlendis heldur leggur fremur til að fjárfestingarnar verði jafnar og fyrirsjáanlegar til að lágmarka áhrif á gengisstöðugleika. Þótt höftum hafi ekki verið aflétt að fullu fyrr en í síðasta mánuði þá höfðu lífeyrissjóðirnir haft sérstakar heimildir til erlendrar fjárfestingar frá haustmánuðum 2015. Þær heimildir voru hins vegar ekki fullnýttar en í fyrra fjárfestu sjóðirnir fyrir um 70 milljarða í erlendum eignum. Þrátt fyrir það minnkuðu erlendar eignir þeirra sem hlutfall af heildareignum – þær eru núna rúmlega fimmtungur – sem skýrist einkum af mikilli gengisstyrkingu krónunnar. Þessi þróun réð mestu um að aðeins einn af fjórum stærstu sjóðum landsins skilaði jákvæðri raunávöxtun á árinu 2016. Lífeyrissjóðir eru hins vegar langtímafjárfestar og það er brýnt að þeir haldi áfram á sömu braut. Hátt raungengi krónunnar ætti jafnframt að þýða að nú er ákjósanlegur tími fyrir lífeyrissjóði til að horfa út fyrir landsteinana. Hlutfall erlendra eigna þarf að hækka umtalsvert til lengri tíma litið, ekki aðeins vegna þess að það er skynsamlegt út frá sjónarmiðum um áhættudreifingu, heldur einnig til að koma í veg fyrir neikvæðar efnahagslegar afleiðingar þegar lífeyristaka eftirstríðskynslóðarinnar hefst. Iðgjaldagreiðslur til þeirrar kynslóðar munu þá setja þrýsting á greiðslujöfnuð þjóðarbúsins. Öll rök hníga þessa vegna að því að lífeyrissjóðir leggi á það ríka áherslu að gera sig meira gildandi á erlendum mörkuðum á komandi árum og áratugum. Það myndi einnig hafa þær jákvæðu afleiðingar að draga úr miklum umsvifum sjóðanna á íslenskum hlutabréfamarkaði. Sökum fjármagnshafta og lítilla umsvifa einkafjárfesta hefur hlutdeild lífeyrissjóða í skráðum félögum margfaldast síðustu ár en í dag eru þeir eigendur að meira en 40 prósentum alls hlutafjár. Þetta er hvorki eðlileg né æskileg staða. Við þurfum fleiri virka fjárfesta að stjórnum fyrirtækja í Kauphöllinni. Það mun ekki gerast ef lífeyrissjóðirnir ráða þar för.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun