Vitni sem ræddi við Reuters segir árásarmanninn hafa stigið út úr bíl og skotið á lögreglubílinn með Kalashnikov-riffli. Því næst hafi hann skotið á aðra lögregluþjóna á götunni. Skothríðin átti sér stað fyrir utan verslunina Mark and Spencer.
Einn ferðamaður er sagður hafa særst lítillega í árásinni.
Lögreglan sagði upprunalega að mögulega hefðu árásarmennirnir verið tveir. Nú segir hún útlit fyrir að hann hafi verið einn að verki og að árásarmaðurinn hafi verið kunnugur yfirvöldum.
Sky News segja þó að lögreglan hafi lýst eftir öðrum manni vegna árásarinnar.
Fjölmiðlar víða héldu því fram að annar lögregluþjónn hefði látið lífið, en innanríkisráðuneyti Frakklands segir það rangt. Báðir lögregluþjónarnir sem eru særðir, eru sagðir í alvarlegu ástandi.
Neyðarástandi var lýst yfir í Frakklandi árið 2015 og síðan þá hafa rúmlega 230 manns látið lífið í hryðjuverkaárásum.
Amaq, fréttaveita ISIS, hefur lýst yfir að árásin hafi verið framkvæmd af „hermanni“ samtakanna sem hafi heitið Abu Yusuf alBeljiki.
1)Breaking: #ISIS 'Amaq reports Champs-Elysees #Paris attack carried out by #ISIS "fighters," one named Abu Yusuf alBeljiki ("The #Belgian") pic.twitter.com/15ki5cZjdh
— Rita Katz (@Rita_Katz) April 20, 2017