Sport

Ellefu milljarðar fyrir Floyd og átta fyrir Conor

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Conor mun labba hlæjandi í bankann ef hann fær risabardagann sinn.
Conor mun labba hlæjandi í bankann ef hann fær risabardagann sinn. vísir/getty
Þó svo það sé enn langt í land að það verði samið um bardaga á milli Conor McGregor og Floyd Mayweather þá er ljóst að þeir munu fá mikið af peningum fyrir að berjast.

Dana White, forseti UFC, telur að ef allt gangi upp þá muni Mayweather fá 100 milljónir dollara og Conor 75 milljónir. Það eru ellefu og átta milljarðar íslenskra króna.

Þessi 25 milljóna dollara munur er þá væntanlega hlutur UFC enda er Conor á samningi hjá þeim og UFC á því rétt á hlut af kökunni.

„Finnst mér vera eitthvað vit í þessum bardaga? Reyndar ekki en Conor er harður á því að fá þennan bardaga. Hann hefur oft stigið upp fyrir okkur og því erum við með í þessu,“ sagði White.

Mest hefur Conor fengið 3 milljónir dollara fyrir bardaga hjá UFC. Það er fyrir utan bónusa og hluta af sjónvarpsáskriftum.

Engu að síður myndi bardagi gegn Mayweather færa honum tekjur sem hann getur aldrei fengið hjá UFC.

MMA

Tengdar fréttir

Langt í land hjá Conor og Mayweather

Þrátt fyrir miklar þreifingar síðustu mánuði og sögusagnir um að allt sé nánast klappað og klárt er langt í að bardagi Conor McGregor og Floyd Mayweather verði að veruleika.

Sá besti er til í að berjast við Conor

Besti bardagamaðurinn í UFC pund fyrir pund, Demetrious Johnson, segist vera til í að berjast við Conor McGregor sem er í öðru sæti á pund fyrir pund listanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×