Óli Jóh hjólar í Pepsi-mörkin: „Það er eins og menn séu í Football Manager upp í slotinu þarna“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. apríl 2017 22:00 Ólafur var miskátur í leikslok. vísir/eyþór Ólafur Jóhannesson, þjálfari Valsmanna var ánægður með sína menn eftir góðan sigur Vals á Víkingi Ólafsvík í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla. Hann var þó mjög gagnrýninn á umfjöllun Pepsi-markanna um Valsliðið í sérstökum upphitunarþætti fyrir mótið. Valsmenn léku á löngu köflum fantafínan fótbolta og hefðu með smá heppni getað útbúið markasúpu á Hlíðarenda. Leikmenn liðsins óðu hreinlega í færum en inn vildi boltinn ekki fyrr en Dion Acoff braut ísinn á 65. mínútu. „Við fengum nú ansi mörg færi í þessum leik en svo loksins datt það inn fyrir okkur. Ég er ánægður með það að vinna leikinn og halda markinu hreinu,“ sagði Ólafur í samtali við Vísi eftir leik. Víkingar bættu reyndar í eftir að hafa fengið markið á sig og fengu ágætis færi til þess að jafna en Valsmenn gerðu út um leikinn á 79. mínútu þegar varamaðurinn Nikolaj Hasen skoraði seinna mark leiksins. Ólafur var mjög feginn því að seinna markið skyldi loksins detta. „Það var mikill léttir. Ósjálfrátt fórum við til baka en í upphafi móts erum við hræddir um að missa forskotið þannig að það var ánægjulegt að fá annað markið.“ Hörður Magnússon stýrir Pepsi-mörkunum eins og undanfarin ár.vísir/ernirTelur umfjöllun Pepsi-markanna ófaglega Hljóðið breyttist þó í Ólafi þegar hann var spurður út í hvort að búast mætti við því að Valur fengi nýja leikmenn til liðs við sig áður en leikmannaglugginn lokar. Sagði Ólafur að engir nýjir leikmenn væru á leiðinni og gagnrýndi hann umfjöllun sérstaks upphitunarþáttar Pepsi-markanna um Valsliðið áður en mótið hófst. Þar ræddu Hörður Magnússon, stjórnandi þáttarins, ásamt Óskari Erni Þorvaldssyni og Hjörvari Hafliðasyni Valsliðið en meðal þess sem þar bar á góma var að leikmaður á borð við danska framherjann Patrick Pedersen, sem spilaði við góðan orðstýr hjá Val árið 2015, myndi gera mikið fyrir Valsliðið. Ólafur horfði á þáttinn og var ekki sáttur. „Ég hafði ekkert að gera, var að drepa dauðan tíma og þá horfði ég á þetta. Þeir töluðu um Valsliðið að ef þessi kæmi og þessi kæmi þá yrðu þeir frábærir. Hvurslags umfjöllun er þetta? Talið bara um þá sem eru fyrir,“ sagði Ólafur og svaraði því játandi hvort að honum fyndist þeir leikmenn sem fyrir væru nógu góðir til að ná markmiðum tímabilsins. „Mér fannst þessi umfjöllun ófagleg. Það er eins og menn séu í Football Manager upp í slotinu þarna,“ sagði Ólafur að lokum en Football Manager er tölvuleikur þar sem spilarar setja sig í hlutverk knattspyrnustjóra. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Víkingur Ó. 2-0 | Valur byrjar með látum Valur vann góðan heimsigur á Víking Ó. í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla. 30. apríl 2017 22:00 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Fleiri fréttir Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Sjá meira
Ólafur Jóhannesson, þjálfari Valsmanna var ánægður með sína menn eftir góðan sigur Vals á Víkingi Ólafsvík í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla. Hann var þó mjög gagnrýninn á umfjöllun Pepsi-markanna um Valsliðið í sérstökum upphitunarþætti fyrir mótið. Valsmenn léku á löngu köflum fantafínan fótbolta og hefðu með smá heppni getað útbúið markasúpu á Hlíðarenda. Leikmenn liðsins óðu hreinlega í færum en inn vildi boltinn ekki fyrr en Dion Acoff braut ísinn á 65. mínútu. „Við fengum nú ansi mörg færi í þessum leik en svo loksins datt það inn fyrir okkur. Ég er ánægður með það að vinna leikinn og halda markinu hreinu,“ sagði Ólafur í samtali við Vísi eftir leik. Víkingar bættu reyndar í eftir að hafa fengið markið á sig og fengu ágætis færi til þess að jafna en Valsmenn gerðu út um leikinn á 79. mínútu þegar varamaðurinn Nikolaj Hasen skoraði seinna mark leiksins. Ólafur var mjög feginn því að seinna markið skyldi loksins detta. „Það var mikill léttir. Ósjálfrátt fórum við til baka en í upphafi móts erum við hræddir um að missa forskotið þannig að það var ánægjulegt að fá annað markið.“ Hörður Magnússon stýrir Pepsi-mörkunum eins og undanfarin ár.vísir/ernirTelur umfjöllun Pepsi-markanna ófaglega Hljóðið breyttist þó í Ólafi þegar hann var spurður út í hvort að búast mætti við því að Valur fengi nýja leikmenn til liðs við sig áður en leikmannaglugginn lokar. Sagði Ólafur að engir nýjir leikmenn væru á leiðinni og gagnrýndi hann umfjöllun sérstaks upphitunarþáttar Pepsi-markanna um Valsliðið áður en mótið hófst. Þar ræddu Hörður Magnússon, stjórnandi þáttarins, ásamt Óskari Erni Þorvaldssyni og Hjörvari Hafliðasyni Valsliðið en meðal þess sem þar bar á góma var að leikmaður á borð við danska framherjann Patrick Pedersen, sem spilaði við góðan orðstýr hjá Val árið 2015, myndi gera mikið fyrir Valsliðið. Ólafur horfði á þáttinn og var ekki sáttur. „Ég hafði ekkert að gera, var að drepa dauðan tíma og þá horfði ég á þetta. Þeir töluðu um Valsliðið að ef þessi kæmi og þessi kæmi þá yrðu þeir frábærir. Hvurslags umfjöllun er þetta? Talið bara um þá sem eru fyrir,“ sagði Ólafur og svaraði því játandi hvort að honum fyndist þeir leikmenn sem fyrir væru nógu góðir til að ná markmiðum tímabilsins. „Mér fannst þessi umfjöllun ófagleg. Það er eins og menn séu í Football Manager upp í slotinu þarna,“ sagði Ólafur að lokum en Football Manager er tölvuleikur þar sem spilarar setja sig í hlutverk knattspyrnustjóra.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Víkingur Ó. 2-0 | Valur byrjar með látum Valur vann góðan heimsigur á Víking Ó. í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla. 30. apríl 2017 22:00 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Fleiri fréttir Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Víkingur Ó. 2-0 | Valur byrjar með látum Valur vann góðan heimsigur á Víking Ó. í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla. 30. apríl 2017 22:00