Innlent

Eldur kom upp í þurrkara

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Slökkviliðið staldraði stutt við í Eskihlíð því íbúum hafði sjálfum tekist að slökkva eldinn, eftir að reykskynjarinn hafði látið heyra í sér.
Slökkviliðið staldraði stutt við í Eskihlíð því íbúum hafði sjálfum tekist að slökkva eldinn, eftir að reykskynjarinn hafði látið heyra í sér. Vísir/Stefán
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á sjötta tímanum í kvöld eftir að tilkynning barst um reyk og brunalykt úr kjallara í Eskihlíð í Reykjavík. Eldur hafði komið upp í þurrkara í kjallaranum en búið var að slökkva eldinn þegar slökkvilið bar að garði.

„Þarna var reykskynjari sem lét vita og sannaði þar með notagildi sitt,“ segir varðstjóri hjá slökkviliðinu í samtali við Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×