Tufa: Fengum færi til að vinna leikinn Smári Jökull Jónsson skrifar 8. maí 2017 20:27 Srdjan Tufegdzic, þjálfari KA. vísir/stefán „Ég er ánægður með spilamennskuna og ánægður að skora mark á síðustu stundu og fá stig gegn líklega besta liðinu á landinu. En heilt yfir þá hefði ég viljað þrjú stig, við gáfum þeim hörkuleik og fengum færi til að vinna leikinn,“ sagði Srdjan Tufegdzig þjálfari KA eftir að hans menn náðu stigi gegn FH í Kaplakrika í kvöld með marki á lokasekúndum leiksins. „Við fengum á okkur tvö mörk eftir aðstæður, sem við ræddum um í gær og dagana á undan, að gætu komið upp. En það væri lygi að segja að maður væri ekki ánægður með stig hér í Kaplakrika.“ KA byrjaði leikinn töluvert betur en heimamenn og komust verðskuldað yfir á 22.mínútu eftir glæsilegt mark Hallgríms Mar Steingrímssonar beint úr aukaspyrnu. „Við komum vel stemmdir inn í leikinn og spiluðum vel fyrstu þrjátíu mínúturnar. Við komumst yfir og vorum með stjórn á leiknum. En gegn FH á þeirra heimavelli er erfitt að stjórna leiknum í 90 mínútur og við duttum aðeins niður og fengum mark sem maður fær sting í magann yfir," en Steven Lennon jafnaði með glæsilegu marki og staðan í hálfleik var 1-1. „Í seinni hálfleik var þetta kaflaskipt. Fyrstu 20 mínúturnar voru þeir sterkari en síðan tókum við yfir og þeir voru að verjast. Það var bara tímaspursmál hvenær markið myndi detta inn.“ Markið kom á síðustu andartökum leiksins og var þar að verki Ásgeir Sigugeirsson sem skoraði með skalla eftir hornspyrnu Hallgríms, annað mark Ásgeirs í Pepsi-deildinni í sumar. „Þetta var síðasta vonin. Við fengum horn og maður var að vonast eftir að boltinn gæti farið inn. Það er erfitt að útskýra hvernig manni líður en maður veit hvernig er að fá á sig svona mark, manni líður illa. Ég held að við höfum átt skilið stig í dag að minnsta kosti,“ bætti Tufa við og hrósaði síðan stuðningsmönnum KA í hástert. „Ég er ánægður með karakterinn í liðinu og með stuðningsmennina sem sungu allan tímann og gefa okkur þennan aukakraft til að skora markið í lokin,“ sagði Srdjan Tufegdzig að lokum en stuðningsmenn KA voru frábærir á pöllunum í kvöld. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: FH - KA 2-2 | KA jafnaði á lokasekúndunum KA náði ótrúlegu jafntefli gegn FH í Pepsi-deildinni í kvöld en leikurinn fór fram í Kaplakrika. Ásgeir Sigurgeirsson jafnaði fyrir KA á fjórðu mínútu uppbótartíma og tryggði Akureyringum sætt stig. 8. maí 2017 21:15 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Leik lokið: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
„Ég er ánægður með spilamennskuna og ánægður að skora mark á síðustu stundu og fá stig gegn líklega besta liðinu á landinu. En heilt yfir þá hefði ég viljað þrjú stig, við gáfum þeim hörkuleik og fengum færi til að vinna leikinn,“ sagði Srdjan Tufegdzig þjálfari KA eftir að hans menn náðu stigi gegn FH í Kaplakrika í kvöld með marki á lokasekúndum leiksins. „Við fengum á okkur tvö mörk eftir aðstæður, sem við ræddum um í gær og dagana á undan, að gætu komið upp. En það væri lygi að segja að maður væri ekki ánægður með stig hér í Kaplakrika.“ KA byrjaði leikinn töluvert betur en heimamenn og komust verðskuldað yfir á 22.mínútu eftir glæsilegt mark Hallgríms Mar Steingrímssonar beint úr aukaspyrnu. „Við komum vel stemmdir inn í leikinn og spiluðum vel fyrstu þrjátíu mínúturnar. Við komumst yfir og vorum með stjórn á leiknum. En gegn FH á þeirra heimavelli er erfitt að stjórna leiknum í 90 mínútur og við duttum aðeins niður og fengum mark sem maður fær sting í magann yfir," en Steven Lennon jafnaði með glæsilegu marki og staðan í hálfleik var 1-1. „Í seinni hálfleik var þetta kaflaskipt. Fyrstu 20 mínúturnar voru þeir sterkari en síðan tókum við yfir og þeir voru að verjast. Það var bara tímaspursmál hvenær markið myndi detta inn.“ Markið kom á síðustu andartökum leiksins og var þar að verki Ásgeir Sigugeirsson sem skoraði með skalla eftir hornspyrnu Hallgríms, annað mark Ásgeirs í Pepsi-deildinni í sumar. „Þetta var síðasta vonin. Við fengum horn og maður var að vonast eftir að boltinn gæti farið inn. Það er erfitt að útskýra hvernig manni líður en maður veit hvernig er að fá á sig svona mark, manni líður illa. Ég held að við höfum átt skilið stig í dag að minnsta kosti,“ bætti Tufa við og hrósaði síðan stuðningsmönnum KA í hástert. „Ég er ánægður með karakterinn í liðinu og með stuðningsmennina sem sungu allan tímann og gefa okkur þennan aukakraft til að skora markið í lokin,“ sagði Srdjan Tufegdzig að lokum en stuðningsmenn KA voru frábærir á pöllunum í kvöld.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: FH - KA 2-2 | KA jafnaði á lokasekúndunum KA náði ótrúlegu jafntefli gegn FH í Pepsi-deildinni í kvöld en leikurinn fór fram í Kaplakrika. Ásgeir Sigurgeirsson jafnaði fyrir KA á fjórðu mínútu uppbótartíma og tryggði Akureyringum sætt stig. 8. maí 2017 21:15 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Leik lokið: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Leik lokið: FH - KA 2-2 | KA jafnaði á lokasekúndunum KA náði ótrúlegu jafntefli gegn FH í Pepsi-deildinni í kvöld en leikurinn fór fram í Kaplakrika. Ásgeir Sigurgeirsson jafnaði fyrir KA á fjórðu mínútu uppbótartíma og tryggði Akureyringum sætt stig. 8. maí 2017 21:15