Lifðu í fegurð Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 9. maí 2017 07:00 Ég var kominn í mígandi spreng. Leiksýningu var lokið, búið að klappa leikurum lof í lófa en fólk beggja vegna við mig stóð einsog steinrunnið í sætaröðinni og teppti klósettferð mína. Ég brá því á það ráð að hoppa yfir í þá næstu. Ekki tókst betur til en svo að ég rakst utan í hefðarfrú eftir klaufalega lendingu. „Engan helvítis þjösnaskap hérna,“ hreytti einhver út úr sér. Ég leit aftur fyrir mig á hlaupunum en sá ekki ókurteisa umvöndunarmanninn en varð hins vegar var við rauða jakkann hans. Ég varð foxillur á klósettinu yfir þessari illskeyttu áminningu, svo að í höfði mínu brá ég haus á þessar rauðklæddu herðar og hjó hann svo af. Því næst mátaði ég töffarasvipinn í speglinum og strunsaði fram, reiðubúinn ef sá rauði vildi ræða málin eitthvað frekar. Svo sá ég hann. Mér virtist hann hafa herfilegan skúffukjaft og svo ankannalegt og áfergjulegt augnaráð að hann minnti helst á risaál. Ég tók þessu sem staðfestingu á því að hann væri fáráðlingur og tók því gleði mína á ný. Mér var hins vegar ekki fyrr runnin reiðin en ég áttaði mig á því að það var ekkert fáráðlegt við hann. Það var uppspuni frá minni heimskulegu heift sem veit svo mæta vel að okkur finnst þægilegra að fá á baukinn frá fáráðlingum heldur en almennilegu fólki. Þess vegna gerir hún allt fáránlegt, heimskt og ljótt, nema spegilinn, svo þér finnist þú vera ögn stærri en þessi veikgeðja púki sem við verðum þegar illskan grípur okkur. Hún er uppspretta allra ljótu uppnefnanna, hún getur málað allan heiminn heimskan og ljótan til að reyna að róa okkur. Svo, ef þú vilt lifa í fegurð skaltu míga í hléinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun
Ég var kominn í mígandi spreng. Leiksýningu var lokið, búið að klappa leikurum lof í lófa en fólk beggja vegna við mig stóð einsog steinrunnið í sætaröðinni og teppti klósettferð mína. Ég brá því á það ráð að hoppa yfir í þá næstu. Ekki tókst betur til en svo að ég rakst utan í hefðarfrú eftir klaufalega lendingu. „Engan helvítis þjösnaskap hérna,“ hreytti einhver út úr sér. Ég leit aftur fyrir mig á hlaupunum en sá ekki ókurteisa umvöndunarmanninn en varð hins vegar var við rauða jakkann hans. Ég varð foxillur á klósettinu yfir þessari illskeyttu áminningu, svo að í höfði mínu brá ég haus á þessar rauðklæddu herðar og hjó hann svo af. Því næst mátaði ég töffarasvipinn í speglinum og strunsaði fram, reiðubúinn ef sá rauði vildi ræða málin eitthvað frekar. Svo sá ég hann. Mér virtist hann hafa herfilegan skúffukjaft og svo ankannalegt og áfergjulegt augnaráð að hann minnti helst á risaál. Ég tók þessu sem staðfestingu á því að hann væri fáráðlingur og tók því gleði mína á ný. Mér var hins vegar ekki fyrr runnin reiðin en ég áttaði mig á því að það var ekkert fáráðlegt við hann. Það var uppspuni frá minni heimskulegu heift sem veit svo mæta vel að okkur finnst þægilegra að fá á baukinn frá fáráðlingum heldur en almennilegu fólki. Þess vegna gerir hún allt fáránlegt, heimskt og ljótt, nema spegilinn, svo þér finnist þú vera ögn stærri en þessi veikgeðja púki sem við verðum þegar illskan grípur okkur. Hún er uppspretta allra ljótu uppnefnanna, hún getur málað allan heiminn heimskan og ljótan til að reyna að róa okkur. Svo, ef þú vilt lifa í fegurð skaltu míga í hléinu.
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun