FH hefur eina viku til að landa Salquist sem byrjaði síðasta leik Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. maí 2017 14:28 Tobas Salquist er opinn fyrir því að fara til FH en hér er hann í leik á móti meisturunum í fyrra. vísir/anton brink Íslandsmeistarar FH hafa eina viku til að ganga frá kaupum á og samningi við danska miðvörðinn Tobias Salquist, leikmann Silkeborg, áður en félagaskiptaglugganum hér á landi verður lokað á mánudaginn í næstu viku. FH-ingar vilja fá Salquist til liðs við sig en hann spilaði frábærlega fyrir Fjölni á síðustu leiktíð og átti stóran þátt í því að Grafarvogsliðið náði sínum besta árangri í sögu félagsins.Fótboltavefsíðan 433.is greindi fyrst frá áhuga FH á danska miðverðinum í lok apríl en aðspurður um Salquist í viðtali á fótbolti.net eftir leikinn á móti ÍA í fyrstu umferð sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH: „Það kemur í ljós í næstu viku.“ Vikan er liðin og nú fer hver að verða síðastur í Kaplakrika að ganga frá málunum áður en glugganum verður lokað og FH stendur uppi með tvo miðverði (Bergsvein Ólafsson og Kassim Doumbia) en liðið spilar með þrjá miðverði í 3-4-3 kerfi sínu. En hversu líklegt er að þetta náist hjá FH í ljósi úrslita helgarinnar í dönsku úrvalsdeildinni þar sem Silkeborg tryggði sér áframhaldandi sæti í henni og um leið farseðil í umspil um sæti í Evrópudeildinni á næstu leiktíð? Silkeborg vann sigur á AaB á útivelli, 1-0, í lokaumferð deildarinnar og endaði í efsta sæti fallriðils tvö. Það er því búið að bjarga sæti sínu en að launum fær það nú tækifæri til að komast í Evrópudeildina samkvæmt nýju deildarfyrirkomulagi dönsku úrvalsdeildarinnar.Tobias Salquist í leik með Silkeborg.vísir/gettyLokast hann inni? Það sem er vont fyrir FH er að Salquist, sem var aðeins búinn að spila fimm leiki fyrir Silkeborg allt tímabilið, þar af tvo í byrjunarliðinu, byrjaði leikinn um helgina í þriggja manna miðvarðalínu. Silkeborg hefur meira og minna spilað með tvo allt tímabilið og Salquist verið þriðji miðvörður. Taki Silkeborg ákvörðun um að spila áfram með þrjá miðverði og nota Salquist í næstu tveimur leikjum í átta liða úrslitum Evrópudeildarumspilsins er ljóst að FH getur ekki fengið hann nema danska félagið ákveði að selja Salquist þrátt fyrir stöðu liðsins. Fyrri leikirnir í umspilin fara fram 13. maí og síðari leikirnir 16. maí, degi eftir að félagaskiptaglugganum verður lokað á Íslandi. FH virðist þó vera að gera allt sem það getur til að losa þennan 21 árs gamla miðvörð en hann fullyrti sjálfur í viðtali við mbl.is í síðustu viku að Íslandsmeistararnir væru búnir að gera Silkeborg tilboð í sig. „Það eru bara hans orð. Ég verð að gefa „no comment“ á það,“ sagði Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar FH, við Vísi í dag en vildi annars lítið ræða möguleg kaup meistaranna á danska miðverðinum. Bergsveinn Ólafsson er eini heili miðvörður FH en Kassim Doubma byrjar mótið meiddur. Miðjumaðurinn Davíð Þór Viðarsson og bakvörðurinn Böðvar Böðvarsson byrjuðu leikinn á móti ÍA í fyrstu umferð sem Íslandsmeistararnir unnu, 4-2. FH mætir KA í dag klukkan 18.00 en leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 HD. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Leik lokið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Körfubolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Sjá meira
Íslandsmeistarar FH hafa eina viku til að ganga frá kaupum á og samningi við danska miðvörðinn Tobias Salquist, leikmann Silkeborg, áður en félagaskiptaglugganum hér á landi verður lokað á mánudaginn í næstu viku. FH-ingar vilja fá Salquist til liðs við sig en hann spilaði frábærlega fyrir Fjölni á síðustu leiktíð og átti stóran þátt í því að Grafarvogsliðið náði sínum besta árangri í sögu félagsins.Fótboltavefsíðan 433.is greindi fyrst frá áhuga FH á danska miðverðinum í lok apríl en aðspurður um Salquist í viðtali á fótbolti.net eftir leikinn á móti ÍA í fyrstu umferð sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH: „Það kemur í ljós í næstu viku.“ Vikan er liðin og nú fer hver að verða síðastur í Kaplakrika að ganga frá málunum áður en glugganum verður lokað og FH stendur uppi með tvo miðverði (Bergsvein Ólafsson og Kassim Doumbia) en liðið spilar með þrjá miðverði í 3-4-3 kerfi sínu. En hversu líklegt er að þetta náist hjá FH í ljósi úrslita helgarinnar í dönsku úrvalsdeildinni þar sem Silkeborg tryggði sér áframhaldandi sæti í henni og um leið farseðil í umspil um sæti í Evrópudeildinni á næstu leiktíð? Silkeborg vann sigur á AaB á útivelli, 1-0, í lokaumferð deildarinnar og endaði í efsta sæti fallriðils tvö. Það er því búið að bjarga sæti sínu en að launum fær það nú tækifæri til að komast í Evrópudeildina samkvæmt nýju deildarfyrirkomulagi dönsku úrvalsdeildarinnar.Tobias Salquist í leik með Silkeborg.vísir/gettyLokast hann inni? Það sem er vont fyrir FH er að Salquist, sem var aðeins búinn að spila fimm leiki fyrir Silkeborg allt tímabilið, þar af tvo í byrjunarliðinu, byrjaði leikinn um helgina í þriggja manna miðvarðalínu. Silkeborg hefur meira og minna spilað með tvo allt tímabilið og Salquist verið þriðji miðvörður. Taki Silkeborg ákvörðun um að spila áfram með þrjá miðverði og nota Salquist í næstu tveimur leikjum í átta liða úrslitum Evrópudeildarumspilsins er ljóst að FH getur ekki fengið hann nema danska félagið ákveði að selja Salquist þrátt fyrir stöðu liðsins. Fyrri leikirnir í umspilin fara fram 13. maí og síðari leikirnir 16. maí, degi eftir að félagaskiptaglugganum verður lokað á Íslandi. FH virðist þó vera að gera allt sem það getur til að losa þennan 21 árs gamla miðvörð en hann fullyrti sjálfur í viðtali við mbl.is í síðustu viku að Íslandsmeistararnir væru búnir að gera Silkeborg tilboð í sig. „Það eru bara hans orð. Ég verð að gefa „no comment“ á það,“ sagði Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar FH, við Vísi í dag en vildi annars lítið ræða möguleg kaup meistaranna á danska miðverðinum. Bergsveinn Ólafsson er eini heili miðvörður FH en Kassim Doubma byrjar mótið meiddur. Miðjumaðurinn Davíð Þór Viðarsson og bakvörðurinn Böðvar Böðvarsson byrjuðu leikinn á móti ÍA í fyrstu umferð sem Íslandsmeistararnir unnu, 4-2. FH mætir KA í dag klukkan 18.00 en leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 HD.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Leik lokið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Körfubolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Sjá meira