Innlent

Vopnað rán í Hraunbergsapóteki

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Apótekið er til móts við Fjölbrautaskólann í Breiðholti, við Gerðuberg.
Apótekið er til móts við Fjölbrautaskólann í Breiðholti, við Gerðuberg. vísir/anton brink
Vopnað rán var framið í Hraunbergsapóteki í Breiðholti á ellefta tímanum í morgun. Ræninginn er sagður hafa verið vopnaður hnífi en engan sakaði, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

Maðurinn hefur verið handtekinn en lögregla og sérsveit eru með talsverðan viðbúnað við apótekið þessa stundina.

Ekki er frekari upplýsingar að fá að svo stöddu.

Uppfært klukkan 11.20

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu er meintur ræningi tvítugur að aldri. Ekki er ljóst hvort hann hafi haft eitthvað upp úr krafsinu. Þá hafi starfsfólk ekki sakað en að því hafi verið brugðið. Pilturinn bíður nú yfirheyrslu.



Frá vettvangi.vísir/anton brink



Fleiri fréttir

Sjá meira


×