Innlent

„Ég ætla að myrða eitthvert ykkar og þú mátt láta það berast“

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Frá Litla-Hrauni.
Frá Litla-Hrauni. vísir/anton
Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur fertugum karlmanni fyrir brot gegn valdstjórninni en manninum er gefið að sök að hafa hrækt í andlit fangavarðar og hótað fangavörðum Litla-Hrauns lífláti í október árið 2015.

Maðurinn er annars vegar ákærður fyrir að hafa hrækt í andlit fangavarðar í gegnum lúgu á fangaklefa sínum þegar konan hugðist birta honum ákvörðun um vistun í öryggisklefa innan fangelsisins.

Þá er honum gefið að sök að hafa hótað fangavörðum fangelsisins lífláti þegar hann sagði við fangavörð: „ég ætla mér að verða hættulegur. Ég ætla að myrða eitthvert ykkar og þú mátt láta það berast.“

Héraðssaksóknari krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar vegna fyrrnefndra brota og til greiðslu alls sakarkostnaðar.

Maðurinn á nokkurn sakaferil að baki. Hann hefur alls ellefu sinnum verið dæmdur fyrir brot gegn almennum hegningarlögum og umferðarlögum, þar af fimm sinnum verið dæmdur í fangelsi fyrir líkamsárás. Hann situr nú í fangelsi fyrir hnífstunguárás.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×