Vel hægt að ferðast ódýrt Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 8. maí 2017 10:00 Fanney Sizemore myndskreytir og leikmunavörður segir góðan undirbúning lykilinn að ódýrri ferð. Fanney Sizemore Fanney Sizemore eyðir hverri aukakrónu í ferðalög til útlanda. Undirbúningur sé lykillinn að ódýrri ferð. „Ég er með algjöra ferðabakteríu og ligg yfir Dohop og skoða ódýr flug frá Íslandi. Ég tók þá ákvörðun að leyfa mér ekki mikið hérna heima og eyða aukakrónunum frekar í ferðalög,“ segir Fanney Sizemore, myndskreytir og leikmunavörður hjá Borgarleikhúsinu.Eilean Donan CastleFanney Sizemore„Það er tiltölulega ódýrt að ferðast í augnablikinu, sérstaklega ef maður gerir sér far um að leita að ódýrum flugferðum og gista á hosteli eða ódýrum hótelum. Ég fór í vikuferð til Skotlands um páskana: flug, gisting í sjö nætur á hosteli og þriggja daga ferð um hálendið kostaði mig samtals 50 þúsund krónur! Ég nota yfirleitt Booking til þess að leita að gistingu,“ segir Fanney. Hún undirbúi ferðirnar vel og haldi vali á áfangastað opnu.Dean Village„Mér er tiltölulega sama hvert ég fer, á eftir að sjá svo marga staði. Ég byrja oft á að fljúga til borgar og er þar í tvo til fjóra daga en finn síðan falleg þorp eða fer út í náttúruna,“ segir Fanney. Hún hafi litla þolinmæði í afslöppun. „Það er eins og ég sé með koffín í æð þegar ég fer til útlanda, geng út um allt, skoða og fræðist eins mikið og ég get. Enda er fólk hissa á því hvað ég næ að gera mikið. En það er hægt að gera svo margt þegar maður hangir ekki á barnum, á ströndinni eða í verslunum,“ segir hún sposk.Isle of Skye„Ég leggst yfirleitt í rannsóknarvinnu á netinu áður. Skoða ferðablogg og gúgla áhugaverða staði og hvernig best og ódýrast er að komast þangað. Merki svo inn á kort í Google maps allt sem mig langar til þess að gera. Ég er meira að segja með nokkur merkt kort af stöðum sem sem mig langar að skoða í framtíðinni,“ segir Fanney. Hún ferðast yfirleitt ein og líkar það vel.Edinborg„Það verður svo mikið úr tímanum þegar ekki þarf að taka tillit til neins annars. Ég gisti oft á hostelum og þar kynnist maður fólki. Einnig leita ég oft uppi lindy hop danskvöld hvert sem ég fer og það er góð leið til þess að hitta fólk. Ég var ein í Edinborg en ákvað að panta mér skipulagða hópferð með Macbackpackers um skosku hálöndin í þrjá daga. Fannst það hagkvæmasta leiðin þar sem mig langaði að skoða svo margt og treysti mér ekki til þess að keyra á vinstri vegarhelmingi. Þetta var alveg frábær ferð og ég lærði mikið um skoska menningu og sögu. Hópurinn kom við á Culloden-vígvellinum, þar sem síðasta orrusta Englendinga og Jakobíta var háð, stoppaði við Loch Ness, en ekki sást þó til Nessie. Við ferðuðumst um Isle of Skye og fórum í tvær litlar fjallgöngur meðal annars upp að Old Man of Storr. Uppáhaldið mitt var líklega Glen Coe dalurinn.“Fanney í Glen Coe dalnumFerðastu mikið innanlands? „Ég vildi að ég gæti það en það er dýrt. Ég er ekki á bíl og það er ódýrara fyrir mig að finna flug og eyða viku í útlöndum heldur en að ferðast með strætó eða rútu um Ísland og borða hér í viku. Hvað þá ef ég ætlaði að kaupa gistingu. Ég er að fara til Hull á lindy hop festival og fékk flug fram og til baka til London á 10 þúsund krónur. Það er ódýrara en strætó eða ódýrasta flugið frá Reykjavík til Egilsstaða.“ Ferðalög Mest lesið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Lífið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Minntist bróður síns fyrir fullum sal Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fleiri fréttir Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Sjá meira
Fanney Sizemore eyðir hverri aukakrónu í ferðalög til útlanda. Undirbúningur sé lykillinn að ódýrri ferð. „Ég er með algjöra ferðabakteríu og ligg yfir Dohop og skoða ódýr flug frá Íslandi. Ég tók þá ákvörðun að leyfa mér ekki mikið hérna heima og eyða aukakrónunum frekar í ferðalög,“ segir Fanney Sizemore, myndskreytir og leikmunavörður hjá Borgarleikhúsinu.Eilean Donan CastleFanney Sizemore„Það er tiltölulega ódýrt að ferðast í augnablikinu, sérstaklega ef maður gerir sér far um að leita að ódýrum flugferðum og gista á hosteli eða ódýrum hótelum. Ég fór í vikuferð til Skotlands um páskana: flug, gisting í sjö nætur á hosteli og þriggja daga ferð um hálendið kostaði mig samtals 50 þúsund krónur! Ég nota yfirleitt Booking til þess að leita að gistingu,“ segir Fanney. Hún undirbúi ferðirnar vel og haldi vali á áfangastað opnu.Dean Village„Mér er tiltölulega sama hvert ég fer, á eftir að sjá svo marga staði. Ég byrja oft á að fljúga til borgar og er þar í tvo til fjóra daga en finn síðan falleg þorp eða fer út í náttúruna,“ segir Fanney. Hún hafi litla þolinmæði í afslöppun. „Það er eins og ég sé með koffín í æð þegar ég fer til útlanda, geng út um allt, skoða og fræðist eins mikið og ég get. Enda er fólk hissa á því hvað ég næ að gera mikið. En það er hægt að gera svo margt þegar maður hangir ekki á barnum, á ströndinni eða í verslunum,“ segir hún sposk.Isle of Skye„Ég leggst yfirleitt í rannsóknarvinnu á netinu áður. Skoða ferðablogg og gúgla áhugaverða staði og hvernig best og ódýrast er að komast þangað. Merki svo inn á kort í Google maps allt sem mig langar til þess að gera. Ég er meira að segja með nokkur merkt kort af stöðum sem sem mig langar að skoða í framtíðinni,“ segir Fanney. Hún ferðast yfirleitt ein og líkar það vel.Edinborg„Það verður svo mikið úr tímanum þegar ekki þarf að taka tillit til neins annars. Ég gisti oft á hostelum og þar kynnist maður fólki. Einnig leita ég oft uppi lindy hop danskvöld hvert sem ég fer og það er góð leið til þess að hitta fólk. Ég var ein í Edinborg en ákvað að panta mér skipulagða hópferð með Macbackpackers um skosku hálöndin í þrjá daga. Fannst það hagkvæmasta leiðin þar sem mig langaði að skoða svo margt og treysti mér ekki til þess að keyra á vinstri vegarhelmingi. Þetta var alveg frábær ferð og ég lærði mikið um skoska menningu og sögu. Hópurinn kom við á Culloden-vígvellinum, þar sem síðasta orrusta Englendinga og Jakobíta var háð, stoppaði við Loch Ness, en ekki sást þó til Nessie. Við ferðuðumst um Isle of Skye og fórum í tvær litlar fjallgöngur meðal annars upp að Old Man of Storr. Uppáhaldið mitt var líklega Glen Coe dalurinn.“Fanney í Glen Coe dalnumFerðastu mikið innanlands? „Ég vildi að ég gæti það en það er dýrt. Ég er ekki á bíl og það er ódýrara fyrir mig að finna flug og eyða viku í útlöndum heldur en að ferðast með strætó eða rútu um Ísland og borða hér í viku. Hvað þá ef ég ætlaði að kaupa gistingu. Ég er að fara til Hull á lindy hop festival og fékk flug fram og til baka til London á 10 þúsund krónur. Það er ódýrara en strætó eða ódýrasta flugið frá Reykjavík til Egilsstaða.“
Ferðalög Mest lesið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Lífið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Minntist bróður síns fyrir fullum sal Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fleiri fréttir Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Sjá meira