Gildi og algildi Guðmundur Andri Thorsson skrifar 8. maí 2017 07:00 Stefán Karlsson skrifaði hér grein í síðustu viku um „hatursorðræðu“ og „pólitískan rétttrúnað“ og segir í lok greinarinnar: „Mannréttindi eru algild og skilyrðislaus. Þau lúta ekki menningu og arfleifð. Þau eru grundvallarréttindi sem standa óháð þeirri menningu sem viðkomandi er hluti af. Þegar þau eru annars vegar á ætíð að setja einstaklinginn og sjálfræði hans yfir heildina. Einstaklingurinn hefur rétt og kröfu til að gagnrýna allt með því að leggja það í dóm skynseminnar og vísindalegrar nálgunar. Þar eru hefðir engin undantekning.“Eru það mannréttindi að hata fólk? Undir þessi grundvallarsjónarmið má taka – en árétta í framhaldinu að við eigum að gera greinarmun á einstaklingum og hugmyndafræði; við skulum draga allar hugmyndir í efa, ræða þær, skoða þær í krók og kring, gera gys að þeim ef við þurfum þess. Hugmyndir eru fagrar og ljótar, stórar og lítilfjörlegar, þær kunna að vera heilagar í augum einstaklinga og hópa sem myndast kringum þær, en í hinu stóra allsherjarsamhengi samfélagsins eru þær bara safn af litbrigðum marbreytilegs hugarfars á tímum fjölmenningar og sambýlis margvíslega þenkjandi einstaklinga með ólíkan bakgrunn sem ættu frekar að kinka kolli hver framan í annan en steyta hnefann. Bækur geyma ekki síðasta orðið um neitt. Ekki Kóran, Kommúnistaávarpið, Frelsið, Biblían, ekki einu sinni Landnáma. Í öllum þessum ritum kunna að vera voldugar hugmyndir sem hjálpa okkur í þeim margvíslega vanda að vera manneskja – en þar er ekki óskeikull bókstafur sem okkur beri að lúta. En mannréttindi eru algild eins og Stefán segir. Um leið og við höfum rétt – og nánast skyldu – til að draga hugmyndir í efa og finna á þeim brotalamir þá nær sá réttur ekki þar með til þess að við höfum leyfi til að veitast að öðru fólki vegna útlits þess, einkenna, venja eða trúarskoðana, og er í fullu gildi það sem okkur var kennt sem börnum: ekki benda á fólk, ekki stríða, ekki hlæja að öðrum … Hópfordæmingar eru stórhættuleg iðja, eins og ótal dæmi sanna. Þetta má svo sem kalla „rétttrúnað“. Hatur á fólki vegna stéttarstöðu, litarháttar, ætternis eða slíkra áskapaðra eiginleika er með öllu ólíðandi. Öll siðakerfi hafa reglur um þetta, og fólk sem telur sig kristið hlýtur að hafa sérstaklega í huga sögurnar um bersyndugu konuna og um faríseann og tollheimtumanninn, þar sem Kristur gerir gys að þeim sem hreykir sér við guð af meintum siðferðislegum yfirburðum: „Guð, ég þakka þér að ég er ekki eins og þessi tollheimtumaður,“ er ein af þessum íronísku setningum Krists þar sem hann tekur sér afdráttarlaust stöðu með þeim sem standa höllum fæti í samfélaginu – mæta fordómum; já, verða fyrir „hatursorðræðu“. Stefán skrifar svolítið eins og það séu mikilsverð réttindi að fá að stunda „hatursorðræðu“ og að það sé „þöggun“ þegar amast er við henni. Samt erum við í rauninni bara að tala um þess háttar „sjálfsritskoðun“ sem við beitum okkur í dagsins önn þegar við látum ógert að segja hluti sem koma upp í hugann áður en við hugsum; neikvæðar hugsanir, niðurdrepandi, niðurrífandi, ljótar hugsanir og leiðinlegar sem virka á aðra eins og þegar einhver leysir fúlan vind í lyftu. Þetta snýst um mannasiði. Þetta snýst um okkur og okkar samfélag. Sjálfsvirðingu sína finnur maður ekki í niðurlægingu annarra.Talsmenn feðraveldis og kúgunar?Stefáni verður tíðrætt um forræðishyggju, þöggun og pólitískan rétttrúnað og einhverja valdhafa orðræðunnar sem lofsyngi kúgun og feðraveldi annarra menningarheima um leið og skotleyfi sé á vestræna menningararfleifð. Ég fylgist kannski illa með – en var einhver að bera blak af feðraveldi og kúgun? Sambýli fólks með ólík sjónarmið í farteskinu er ekki einfalt eða auðvelt og til lítils að innleiða boð og bönn. Það er ekki í anda okkar opna samfélags. Vestræn hugmyndahefð er raunar ekki algild fremur en önnur hugmyndakerfi – og vonandi ótakmörkuð skotleyfi þar. Almennt talað held ég hins vegar að flest fólk sé jafn lítið hrifið af hatursorðræðu og vindgangi í lyftu, ekki bara einhverjir ímyndaðir orðræðuvaldhafar. Þetta snýst um háttvísi, friðsamlega sambúð, tillitssemi og umburðarlyndi: allt eru þetta dyggðir. Gott ef ekki kristilegar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun
Stefán Karlsson skrifaði hér grein í síðustu viku um „hatursorðræðu“ og „pólitískan rétttrúnað“ og segir í lok greinarinnar: „Mannréttindi eru algild og skilyrðislaus. Þau lúta ekki menningu og arfleifð. Þau eru grundvallarréttindi sem standa óháð þeirri menningu sem viðkomandi er hluti af. Þegar þau eru annars vegar á ætíð að setja einstaklinginn og sjálfræði hans yfir heildina. Einstaklingurinn hefur rétt og kröfu til að gagnrýna allt með því að leggja það í dóm skynseminnar og vísindalegrar nálgunar. Þar eru hefðir engin undantekning.“Eru það mannréttindi að hata fólk? Undir þessi grundvallarsjónarmið má taka – en árétta í framhaldinu að við eigum að gera greinarmun á einstaklingum og hugmyndafræði; við skulum draga allar hugmyndir í efa, ræða þær, skoða þær í krók og kring, gera gys að þeim ef við þurfum þess. Hugmyndir eru fagrar og ljótar, stórar og lítilfjörlegar, þær kunna að vera heilagar í augum einstaklinga og hópa sem myndast kringum þær, en í hinu stóra allsherjarsamhengi samfélagsins eru þær bara safn af litbrigðum marbreytilegs hugarfars á tímum fjölmenningar og sambýlis margvíslega þenkjandi einstaklinga með ólíkan bakgrunn sem ættu frekar að kinka kolli hver framan í annan en steyta hnefann. Bækur geyma ekki síðasta orðið um neitt. Ekki Kóran, Kommúnistaávarpið, Frelsið, Biblían, ekki einu sinni Landnáma. Í öllum þessum ritum kunna að vera voldugar hugmyndir sem hjálpa okkur í þeim margvíslega vanda að vera manneskja – en þar er ekki óskeikull bókstafur sem okkur beri að lúta. En mannréttindi eru algild eins og Stefán segir. Um leið og við höfum rétt – og nánast skyldu – til að draga hugmyndir í efa og finna á þeim brotalamir þá nær sá réttur ekki þar með til þess að við höfum leyfi til að veitast að öðru fólki vegna útlits þess, einkenna, venja eða trúarskoðana, og er í fullu gildi það sem okkur var kennt sem börnum: ekki benda á fólk, ekki stríða, ekki hlæja að öðrum … Hópfordæmingar eru stórhættuleg iðja, eins og ótal dæmi sanna. Þetta má svo sem kalla „rétttrúnað“. Hatur á fólki vegna stéttarstöðu, litarháttar, ætternis eða slíkra áskapaðra eiginleika er með öllu ólíðandi. Öll siðakerfi hafa reglur um þetta, og fólk sem telur sig kristið hlýtur að hafa sérstaklega í huga sögurnar um bersyndugu konuna og um faríseann og tollheimtumanninn, þar sem Kristur gerir gys að þeim sem hreykir sér við guð af meintum siðferðislegum yfirburðum: „Guð, ég þakka þér að ég er ekki eins og þessi tollheimtumaður,“ er ein af þessum íronísku setningum Krists þar sem hann tekur sér afdráttarlaust stöðu með þeim sem standa höllum fæti í samfélaginu – mæta fordómum; já, verða fyrir „hatursorðræðu“. Stefán skrifar svolítið eins og það séu mikilsverð réttindi að fá að stunda „hatursorðræðu“ og að það sé „þöggun“ þegar amast er við henni. Samt erum við í rauninni bara að tala um þess háttar „sjálfsritskoðun“ sem við beitum okkur í dagsins önn þegar við látum ógert að segja hluti sem koma upp í hugann áður en við hugsum; neikvæðar hugsanir, niðurdrepandi, niðurrífandi, ljótar hugsanir og leiðinlegar sem virka á aðra eins og þegar einhver leysir fúlan vind í lyftu. Þetta snýst um mannasiði. Þetta snýst um okkur og okkar samfélag. Sjálfsvirðingu sína finnur maður ekki í niðurlægingu annarra.Talsmenn feðraveldis og kúgunar?Stefáni verður tíðrætt um forræðishyggju, þöggun og pólitískan rétttrúnað og einhverja valdhafa orðræðunnar sem lofsyngi kúgun og feðraveldi annarra menningarheima um leið og skotleyfi sé á vestræna menningararfleifð. Ég fylgist kannski illa með – en var einhver að bera blak af feðraveldi og kúgun? Sambýli fólks með ólík sjónarmið í farteskinu er ekki einfalt eða auðvelt og til lítils að innleiða boð og bönn. Það er ekki í anda okkar opna samfélags. Vestræn hugmyndahefð er raunar ekki algild fremur en önnur hugmyndakerfi – og vonandi ótakmörkuð skotleyfi þar. Almennt talað held ég hins vegar að flest fólk sé jafn lítið hrifið af hatursorðræðu og vindgangi í lyftu, ekki bara einhverjir ímyndaðir orðræðuvaldhafar. Þetta snýst um háttvísi, friðsamlega sambúð, tillitssemi og umburðarlyndi: allt eru þetta dyggðir. Gott ef ekki kristilegar.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun