Körfubolti

Þórsarar styrkja sig fyrir næsta vetur

Dagur Sveinn Dagbjartsson skrifar
Jesse Pellot-Rosa í leik með VCU háskólanum.
Jesse Pellot-Rosa í leik með VCU háskólanum. vísir/getty
Þór frá Þorlákshöfn greindi frá því á Facebook síðu sinni fyrr í dag að félagið hafi komist að samkomulagi við Bandaríkjamanninn Jesse Pellot-Rosa.

Pellot-Rosa er bakvörður, var á sínum tíma í VCU háskólanum í Bandaríkjunum, fæddur árið 1984 og er 193 cm að hæð. Hann getur einnig leyst stöðu framherja.

Pellot-Rosa lék nokkra leiki með Keflavík í úrslitakeppninni 2009. Hann lék alls fimm leiki og lét heldur betur til sín taka. Pellot-Rosa var með 34,8 stig, 9,6 fráköst og 4,2 stoðsendingar að meðaltali í þessum fimm leikjum.

Pellot-Rosa hefur víða komið við. Undanfarin ár hefur Pellot-Rosa m.a. leikið í Argentínu, Mexíkó og Puerto Rico.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×