Inkasso-deildin hófst í kvöld hófst í kvöld með þremur leikjum.
Fram lagði HK í Kórnum, 1-2, með mörkum frá Ivan Bubalo og Helga Guðjónssyni. Árni Arnarson skoraði fyrir HK á lokamínútu leiksins.
Athygli vakti að þjálfari HK, Jóhannes Karl Guðjónsson, reif fram skóna og spilaði síðari hálfleikinn. Það dugði þó ekki til.
Í Breiðholtinu gerðu Leiknir og Keflavík 1-1 jafntefli. Jeppe Hansen kom Keflavík yfir með marki úr vítaspyrnu á 15. mínútu en Kolbeinn Kárason jafnaði fyrir Leikni 20 mínútum fyrir leikslok.
Á Selfossi unnu heimamenn 1-0 sigur á ÍR með marki Ivan Martinez Gutierrez.
Upplýsingar um markaskorara: fótbolti.net.
Fram og Selfoss með sigra í fyrstu umferð
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
