Útlit fyrir sigur Ástrala gegn tóbaksrisunum 6. maí 2017 07:00 Markmið Ástrala með varnaðarmyndum á sígarettupökkunum er að reyna að benda á heilsutjón af völdum reykinga. vísir/epa Ákvörðun Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO, um að fallast á áströlsk lög um staðlaða ólífugræna sígarettupakka með varnaðarorðum og myndum gegn reykingum kann að leiða til þess að fleiri lönd fylgi í fótspor Ástralíu og taki upp slíkar pakkningar. Frá árinu 2011 hafa sígarettupakkar í Ástralíu verið með áberandi myndum af heilsufarslegu tjóni sem reykingar geta valdið. Nafn framleiðanda hefur verið í smáu letri á pökkunum. Tóbaksrisarnir voru afar ósáttir og sendu Kúba, Hondúras, Dóminíska lýðveldið og Indónesía Alþjóðaviðskiptastofnuninni kvörtun. Fullyrtu framleiðendur að bann Ástrala gerði lítið úr vörumerkjum þeirra og hindraði frjálsa verslun. Eftir nokkurra ára baráttu og hótanir um kröfur um himinháar skaðabætur virðist sem tóbaksiðnaðurinn hafi tapað. Fréttaveitan Bloomberg greinir frá ákvörðun Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar sem sögð er verða kynnt opinberlega í júlí. Líklegt þykir að nokkrir tóbaksframleiðendur muni áfrýja ákvörðuninni. Áströlsk yfirvöld hafa kvartað undan því hvað afgreiðsla málsins hefur tekið langan tíma. Það hafi meðal annars dregið úr áhuga stjórnvalda í öðrum löndum á að banna tóbaksumbúðir sem sýna einhvers konar glansmynd af reykingum. Nú þykir sennilegt að fleiri banni hefðbundna sígarettupakka. Markmið Ástrala með varnaðarmyndum á sígarettupökkunum er meðal annars að reyna að koma í veg fyrir að ungt fólk byrji að reykja. Á sígarettupökkunum eru nærmyndir sem sýna til dæmis krabbamein í munni, augnskemmdir, öndunarfærasjúkdóma og æðasjúkdóma. Ástralía Birtist í Fréttablaðinu Dóminíska lýðveldið Mið-Ameríka Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Sjá meira
Ákvörðun Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO, um að fallast á áströlsk lög um staðlaða ólífugræna sígarettupakka með varnaðarorðum og myndum gegn reykingum kann að leiða til þess að fleiri lönd fylgi í fótspor Ástralíu og taki upp slíkar pakkningar. Frá árinu 2011 hafa sígarettupakkar í Ástralíu verið með áberandi myndum af heilsufarslegu tjóni sem reykingar geta valdið. Nafn framleiðanda hefur verið í smáu letri á pökkunum. Tóbaksrisarnir voru afar ósáttir og sendu Kúba, Hondúras, Dóminíska lýðveldið og Indónesía Alþjóðaviðskiptastofnuninni kvörtun. Fullyrtu framleiðendur að bann Ástrala gerði lítið úr vörumerkjum þeirra og hindraði frjálsa verslun. Eftir nokkurra ára baráttu og hótanir um kröfur um himinháar skaðabætur virðist sem tóbaksiðnaðurinn hafi tapað. Fréttaveitan Bloomberg greinir frá ákvörðun Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar sem sögð er verða kynnt opinberlega í júlí. Líklegt þykir að nokkrir tóbaksframleiðendur muni áfrýja ákvörðuninni. Áströlsk yfirvöld hafa kvartað undan því hvað afgreiðsla málsins hefur tekið langan tíma. Það hafi meðal annars dregið úr áhuga stjórnvalda í öðrum löndum á að banna tóbaksumbúðir sem sýna einhvers konar glansmynd af reykingum. Nú þykir sennilegt að fleiri banni hefðbundna sígarettupakka. Markmið Ástrala með varnaðarmyndum á sígarettupökkunum er meðal annars að reyna að koma í veg fyrir að ungt fólk byrji að reykja. Á sígarettupökkunum eru nærmyndir sem sýna til dæmis krabbamein í munni, augnskemmdir, öndunarfærasjúkdóma og æðasjúkdóma.
Ástralía Birtist í Fréttablaðinu Dóminíska lýðveldið Mið-Ameríka Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Sjá meira