Sport

Íslenskir MMA-kappar neyðast til að berjast í Færeyjum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mjölnishópurinn er mættur til Færeyja.
Mjölnishópurinn er mættur til Færeyja. mynd/mjölnir/sóllilja baltasarsdóttir
Þar sem blandaðar bardagalistir, MMA, eru ekki leyfilegar á Íslandi neyðast íslenskir bardagakappar til þess að fara úr landi í hvert skipti sem þeir berjast.

Nú í morgun fór nokkuð stór hópur af bardagaköppum frá Mjölni til Færeyja þar sem þeir munu berjast annað kvöld í Þórshöfn.

Tveir þeirra, Björn Lúkas Haraldsson og Þorgrímur Þórarinsson, eru að berjast í fyrsta sinn á ferlinum.

Diego Björn Valencia verður í aðalbardaga kvöldsins þar sem hann mun mæta andstæðingi sem er með 90 bardaga reynslu.

Vísir mun flytja ykkur fréttir af gangi mála um helgina.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×