Segir Viðreisn lítilþæga í stjórnarsamstarfinu Jakob Bjarnar skrifar 5. maí 2017 11:22 Ásta Guðrún segir áhugaleysi ríkisstjórnarinnar gagnvart Evrópu algert og spyr í framhaldi af því um hvað Viðreisn sé, hver sé munurinn á hægri flokkunum? visir/ernir Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, segir stefnu ríkisstjórnarinnar í utanríkismálum stangast gersamlega á við allt það sem Viðreisn stendur fyrir. „Ég innti formann utanríkismálanefndar og varaformann Viðreisnar um það hvort þessi stefna sem birtist í skýrslunni um utanríkismál væri ásættanleg utanríkisstefna fyrir Viðreisn?“ segir Ásta Guðrún á Facebooksíðu sinni nú fyrir skemmstu. Nokkurs titrings virðist gæta í stjórnarsamstarfinu vegna skýrslu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og svo ummæla þess efnis að Ísland sé blessunarlega laus við alla óra um Evrópusambandsaðild. Ein helsta forsenda þess að Viðreisn var stofnuð á sínum tíma var andstaða við það þegar Gunnar Bragi Sveinsson, þá utanríkisráðherra, sleit einhliða aðildarviðræðum við ESB. Sá gjörningur kallaði fram fjöldamótmæli við Alþingishúsið og umfangsmikla undirskriftasöfnun á vegum samtakanna Já Ísland, sem Jón Steindór Valdimarsson, nú þingmaður Viðreisnar, leiddi.Viðreisn áhugalaus um EvrópuÁsta Guðrún gefur í sjálfu sér ekki mikið fyrir óánægjuraddir innan Viðreisnar með skýrsluna, frekar að það sé í nösunum á þeim þó það varði sjálfan tilverugrundvöll flokksins. Á þingi sagði hún að um stór álitaefni væri að ræða sem ekki væri heil brú í innan ríkisstjórnarinnar. „Utanríkisstefna sem byggir á því að viðhalda núverandi status-quo í Evrópumálum. Eftir því sem ég best skildi þá er það bara í lagi - fyrir flokk sem eitt helsta baráttumál var að setja Evrópu á oddinn fyrir síðustu kosningar. Það er ekkert í þeim gögnum frá utanríkisráðuneytinu, skýrslu um utanríkismál eða fjármálaáætlun sem bendir til þess að Viðreisn ætli að setja Evrópu á oddinn.“Óbreytt ástand í EvrópumálumÞá segir Ásta Guðrún jafnframt engin merki um að styrkja eigi sendiráð Íslands í Brussel til þess að gæta hagsmuna Íslands innan EES. „Það fékkst ekki einu sinni fjármagn til þess að bæta við einu stöðugildi í London til að fylgjast með og gæta hagsmuna Íslands gagnvart Brexit, heldur þurfti að finna það fjármagn með hrókeringum á kostnað viðveru okkar í Strassborg.“ Niðurstaðan, að mati Ástu Guðrúnar, er óbreytt ástand og það dugi fyrir Viðreisn. „Ef marka má formann utanríkismálanefndar og varaformann Viðreisnar. Status quo í Evrópumálum er líka nóg ef marka má fjármálaáætlun formanns Viðreisnar og fjármálaráðherra. Ef Status quo í Evrópumálum er nóg - hver er þá raunverulegur munurinn á milli hægri flokkanna í ríkisstjórn?“ spyr þingmaður Pírata. Tengdar fréttir Utanríkisráðherra ýfir Evrópufjaðrir Viðreisnar Til snarpra orðaskipta kom á milli þingmanna Viðreisnar og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra í gær í umræðum um skýrslu ráðherrans. Þingmenn Viðreisnar vilja ganga í ESB og tryggja aðkomu Íslands að Evrópuþinginu. 5. maí 2017 07:00 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Fleiri fréttir Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ Sjá meira
Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, segir stefnu ríkisstjórnarinnar í utanríkismálum stangast gersamlega á við allt það sem Viðreisn stendur fyrir. „Ég innti formann utanríkismálanefndar og varaformann Viðreisnar um það hvort þessi stefna sem birtist í skýrslunni um utanríkismál væri ásættanleg utanríkisstefna fyrir Viðreisn?“ segir Ásta Guðrún á Facebooksíðu sinni nú fyrir skemmstu. Nokkurs titrings virðist gæta í stjórnarsamstarfinu vegna skýrslu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og svo ummæla þess efnis að Ísland sé blessunarlega laus við alla óra um Evrópusambandsaðild. Ein helsta forsenda þess að Viðreisn var stofnuð á sínum tíma var andstaða við það þegar Gunnar Bragi Sveinsson, þá utanríkisráðherra, sleit einhliða aðildarviðræðum við ESB. Sá gjörningur kallaði fram fjöldamótmæli við Alþingishúsið og umfangsmikla undirskriftasöfnun á vegum samtakanna Já Ísland, sem Jón Steindór Valdimarsson, nú þingmaður Viðreisnar, leiddi.Viðreisn áhugalaus um EvrópuÁsta Guðrún gefur í sjálfu sér ekki mikið fyrir óánægjuraddir innan Viðreisnar með skýrsluna, frekar að það sé í nösunum á þeim þó það varði sjálfan tilverugrundvöll flokksins. Á þingi sagði hún að um stór álitaefni væri að ræða sem ekki væri heil brú í innan ríkisstjórnarinnar. „Utanríkisstefna sem byggir á því að viðhalda núverandi status-quo í Evrópumálum. Eftir því sem ég best skildi þá er það bara í lagi - fyrir flokk sem eitt helsta baráttumál var að setja Evrópu á oddinn fyrir síðustu kosningar. Það er ekkert í þeim gögnum frá utanríkisráðuneytinu, skýrslu um utanríkismál eða fjármálaáætlun sem bendir til þess að Viðreisn ætli að setja Evrópu á oddinn.“Óbreytt ástand í EvrópumálumÞá segir Ásta Guðrún jafnframt engin merki um að styrkja eigi sendiráð Íslands í Brussel til þess að gæta hagsmuna Íslands innan EES. „Það fékkst ekki einu sinni fjármagn til þess að bæta við einu stöðugildi í London til að fylgjast með og gæta hagsmuna Íslands gagnvart Brexit, heldur þurfti að finna það fjármagn með hrókeringum á kostnað viðveru okkar í Strassborg.“ Niðurstaðan, að mati Ástu Guðrúnar, er óbreytt ástand og það dugi fyrir Viðreisn. „Ef marka má formann utanríkismálanefndar og varaformann Viðreisnar. Status quo í Evrópumálum er líka nóg ef marka má fjármálaáætlun formanns Viðreisnar og fjármálaráðherra. Ef Status quo í Evrópumálum er nóg - hver er þá raunverulegur munurinn á milli hægri flokkanna í ríkisstjórn?“ spyr þingmaður Pírata.
Tengdar fréttir Utanríkisráðherra ýfir Evrópufjaðrir Viðreisnar Til snarpra orðaskipta kom á milli þingmanna Viðreisnar og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra í gær í umræðum um skýrslu ráðherrans. Þingmenn Viðreisnar vilja ganga í ESB og tryggja aðkomu Íslands að Evrópuþinginu. 5. maí 2017 07:00 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Fleiri fréttir Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ Sjá meira
Utanríkisráðherra ýfir Evrópufjaðrir Viðreisnar Til snarpra orðaskipta kom á milli þingmanna Viðreisnar og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra í gær í umræðum um skýrslu ráðherrans. Þingmenn Viðreisnar vilja ganga í ESB og tryggja aðkomu Íslands að Evrópuþinginu. 5. maí 2017 07:00