Sala jeppa, jepplinga og pallbíla 56% nýrra bíla Finnur Thorlacius skrifar 4. maí 2017 16:22 Bílar eins og Nissan Qashqai eru mjög vinsælir þessa dagana. Kauphegðun fólks á bílum hér á landi er keimlík öðrum mörkuðum nú hvað góða sölu í jeppum, jepplingum og pallbílum varðar. Þegar skoðaðar er sölutölur fyrir fyrstu 4 mánuði ársins og aðeins taldir til seldir bílar til einstaklinga og fyrirtækja sést að 56,3% nýrra bíla eru af slíkum gerðum. Ef sala til bílaleigubíla er talin með er talan 48%. Í heildina keyptu landsmenn 13% fleiri nýja bíla fyrstu fjóra mánuði ársins heldur en á sama tímabili árið 2016. Á sama tíma og greinileg aukning er á sölu fjórhjóladrifinna bíla og þá sér í lagi á jeppum, jepplingum og pallbílum hefur dregið úr sölu á hefðbundnum, meðalstórum fólksbílum (C segment). Þegar skoðaðar eru sölutölur frá einstaka umboðum sést að BL er langstærsta umboðið með 2.148 bíla sölu og 29,2% hlutdeild. Næst á eftir kemur Toyota með 1.325 selda bíla og 18,0% hlutdeild, svo Brimborg með 1.186 og 16,1% hlutdeild, þá Askja með 1.004 og 13,6% hlutdeild og Hekla með 854 og 11,6% hlutdeild. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent
Kauphegðun fólks á bílum hér á landi er keimlík öðrum mörkuðum nú hvað góða sölu í jeppum, jepplingum og pallbílum varðar. Þegar skoðaðar er sölutölur fyrir fyrstu 4 mánuði ársins og aðeins taldir til seldir bílar til einstaklinga og fyrirtækja sést að 56,3% nýrra bíla eru af slíkum gerðum. Ef sala til bílaleigubíla er talin með er talan 48%. Í heildina keyptu landsmenn 13% fleiri nýja bíla fyrstu fjóra mánuði ársins heldur en á sama tímabili árið 2016. Á sama tíma og greinileg aukning er á sölu fjórhjóladrifinna bíla og þá sér í lagi á jeppum, jepplingum og pallbílum hefur dregið úr sölu á hefðbundnum, meðalstórum fólksbílum (C segment). Þegar skoðaðar eru sölutölur frá einstaka umboðum sést að BL er langstærsta umboðið með 2.148 bíla sölu og 29,2% hlutdeild. Næst á eftir kemur Toyota með 1.325 selda bíla og 18,0% hlutdeild, svo Brimborg með 1.186 og 16,1% hlutdeild, þá Askja með 1.004 og 13,6% hlutdeild og Hekla með 854 og 11,6% hlutdeild.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent