Tesla tapar 42 milljörðum á fyrsta ársfjórðungi Finnur Thorlacius skrifar 4. maí 2017 14:12 Tesla Model S bílar bíða eigenda sinna. Tesla heldur áfram að brenna peningum og skilaði afleitri niðurstöðu rekstrar á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Tesla tapaði 42,5 milljörðum króna, sem var mun meira tap en kaupahéðnar á Wall Street höfðu gert ráð fyrir. Velta Tesla var 289 milljarðar á ársfjórðungnum, svo fyrir hvern 100 kall sem Tesla selur tapar fyrirtækið 15 krónum. Þetta má einnig heimfæra á 13.184 dollara tap á hvern seldan bíl, eða um 1,4 milljónir króna. Velta Tesla þrefaldaðist reyndar á milli ára, en það skýrir kannski enn betur út aukið tap. Það skal þó haft í huga að mikill þróunarkostnaður vegna hins nýja Tesla Model 3 féll á fyrsta ársfjórðungi. Það er skiljanlegt að fjárfestar hafi áhyggjur af því að Tesla muni ekki hagnast á framleiðslu Tesla Model 3 sem á að kosta um 35.000 dollara, en meðalverðið á þeim bílum sem Tesla seldi á fyrsta ársfjórðungi ársins var 95.000 dollarar. Elon Musk, forstjóri Tesla segir þó að framleiðsla Model 3 verði mikið sjálfvirkari en á Model S og Model X bílunum, sem eru einu núverandi framleiðslubílar Tesla. Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent
Tesla heldur áfram að brenna peningum og skilaði afleitri niðurstöðu rekstrar á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Tesla tapaði 42,5 milljörðum króna, sem var mun meira tap en kaupahéðnar á Wall Street höfðu gert ráð fyrir. Velta Tesla var 289 milljarðar á ársfjórðungnum, svo fyrir hvern 100 kall sem Tesla selur tapar fyrirtækið 15 krónum. Þetta má einnig heimfæra á 13.184 dollara tap á hvern seldan bíl, eða um 1,4 milljónir króna. Velta Tesla þrefaldaðist reyndar á milli ára, en það skýrir kannski enn betur út aukið tap. Það skal þó haft í huga að mikill þróunarkostnaður vegna hins nýja Tesla Model 3 féll á fyrsta ársfjórðungi. Það er skiljanlegt að fjárfestar hafi áhyggjur af því að Tesla muni ekki hagnast á framleiðslu Tesla Model 3 sem á að kosta um 35.000 dollara, en meðalverðið á þeim bílum sem Tesla seldi á fyrsta ársfjórðungi ársins var 95.000 dollarar. Elon Musk, forstjóri Tesla segir þó að framleiðsla Model 3 verði mikið sjálfvirkari en á Model S og Model X bílunum, sem eru einu núverandi framleiðslubílar Tesla.
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent