Hærri oktantala bensíns í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 4. maí 2017 10:55 Hækkun oktantölu bensíns í Bandríkjunum en einsýn leið til umhverfisverndar. Oktantala bensíns í Bandaríkjunum er nú á bilinu 87 til 93 oktan og er því talsvert orkuminna en það bensín sem býðst hér á landi með allt að 98 oktana innihaldi. Nú standa yfir viðræður milli bílaframleiðenda og olíuframleiðenda í Bandaríkjunum að hækka oktantölu bensíns þar vestra og bæta með því verulega eyðslutölur bílaflotans. Orkuríkara bensín lækkar eðlilega eyðslu bíla og eykur einnig afl vélanna. Hægur leikur væri að lækka eyðslutölur bíla í Bandaríkjunum um 10% með því að færa oktantölu bensíns uppí 98 oktan, en það kostar fé sem velta verður til bíleigenda. Gallonið af bensíni gæti hækkað um 10 sent við slíka breytingu, en nokkru dýrara er að framleiða bensín með svo háa oktantölu. Svo mikið er til þess vinnandi að lækka eyðslu og mengun bíla í Bandaríkjunum að þessi aðgerð virðist nær óhjákvæmileg, en þá má einnig spyrja sig af hverju þetta hefur ekki verið gert fyrir löngu síðan. Síaukinn þrýstingur á lækkun eyðslu gæti þó hjálpað til að taka síðasta skrefið að þessari breytingu. Líklega er hækkun oktantölu bensíns ódýrasta leiðin til að minnka eyðslu bíla. Aðrar lausnir í formi betri þróunar á bílvélum skiptingum og loftflæði yrðu miklu dýrari. Ef olíuframleiðendur og bílaframleiðendur ná saman um að breyta bílvélum og hækka oktantöluna í t.d. 98 kæmi slíkt ekki til endanlegra framkvæmda fyrr en í fyrsta lagi árið 2021. Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent
Oktantala bensíns í Bandaríkjunum er nú á bilinu 87 til 93 oktan og er því talsvert orkuminna en það bensín sem býðst hér á landi með allt að 98 oktana innihaldi. Nú standa yfir viðræður milli bílaframleiðenda og olíuframleiðenda í Bandaríkjunum að hækka oktantölu bensíns þar vestra og bæta með því verulega eyðslutölur bílaflotans. Orkuríkara bensín lækkar eðlilega eyðslu bíla og eykur einnig afl vélanna. Hægur leikur væri að lækka eyðslutölur bíla í Bandaríkjunum um 10% með því að færa oktantölu bensíns uppí 98 oktan, en það kostar fé sem velta verður til bíleigenda. Gallonið af bensíni gæti hækkað um 10 sent við slíka breytingu, en nokkru dýrara er að framleiða bensín með svo háa oktantölu. Svo mikið er til þess vinnandi að lækka eyðslu og mengun bíla í Bandaríkjunum að þessi aðgerð virðist nær óhjákvæmileg, en þá má einnig spyrja sig af hverju þetta hefur ekki verið gert fyrir löngu síðan. Síaukinn þrýstingur á lækkun eyðslu gæti þó hjálpað til að taka síðasta skrefið að þessari breytingu. Líklega er hækkun oktantölu bensíns ódýrasta leiðin til að minnka eyðslu bíla. Aðrar lausnir í formi betri þróunar á bílvélum skiptingum og loftflæði yrðu miklu dýrari. Ef olíuframleiðendur og bílaframleiðendur ná saman um að breyta bílvélum og hækka oktantöluna í t.d. 98 kæmi slíkt ekki til endanlegra framkvæmda fyrr en í fyrsta lagi árið 2021.
Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent