Reynir Traustason mun krefjast bóta frá íslenska ríkinu Jakob Bjarnar skrifar 4. maí 2017 10:44 Reynir, Jón Trausti og Ingi Freyr funda nú með lögmanni sínum en fyrir liggur að þeir munu freista þess að sækja bætur af hálfu íslenska ríkinu. Mannréttindadómsstóll Evrópu hefur dæmt Reyni Traustasyni, Jóni Trausta Reynissyni og Inga Frey Vilhjálmssyni í hag í því sem kallað hefur verið Sigurplastmálið. Þeir sitja nú fund með Einari Gauti Steingrímssyni lögmanni og ráða ráðum sínum; til að ákveða næstu skref. Niðurstaðan verður að öllum líkindum sú að þeir muni stefna ríkinu og freista þess að sækja sér bætur.Áttu að segja skoðar en ekki rannsakarSigurplastmálið er um margt dæmigert fyrir mál sem rekið hefur á fjörur íslenskra dómsstóla og snúast um blæbrigði orða eða hvernig skilja megi hitt og þetta – eða öllu heldur hvernig einhver sem enginn veit hver er gæti hugsanlega skilið það sem segir.Dómarar töldu að hér hefði farið betur á því að nota orðið skoðar en ekki rannsakar.Dómarar hafa dæmt fjölda blaðamanna seka á forsendum hæpinnar textarýni og svo var í þessu máli. Þeim þremenningum var gert að greiða Jóni Snorra Snorrasyni bætur fyrir ummæli sem voru „Lögreglan rannsakar lektor“ og „Lektor í viðskiptafræði flæktur í lögreglurannsókn“ ... þessi ummæli, sem lesa mátti í DV árið 2011, voru dæmd dauð og ómerk.Raðdómsmorð yfir blaðamönnum Reynir, Jón Trausti og Ingi Freyr hafa ekki viljað una þessari niðurstöðu og það fór því fyrir Mannréttindadómsstólinn. Reynir segir þetta enda arfavitlaust mál. „Máttum við nota orðið rannsókn frekar en skoðun? Hér er verið að taka ákvarðanir um næstu skref. Sem snúa að því að stöðva þessi raðdómsmorð sem átt hafa sér stað,“ segir Reynir og vísar til fundarins sem þeir feðgar Jón Trausti sitja ásamt Einari Gauti en í símanum er Ingi Freyr og talar frá Svíþjóð hvar hann er búsettur. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem íslenskir dómsstólar eru hirtir af Mannréttindadómsstóli Evrópu. Á síðasta áratug hafa átta dómar fallið þar sem dómum íslenskra dómara er snúið. Þetta er í 6. sinn sem Mannréttindadómsstóllinn kemst að því að íslenska ríkið hafi brotið gegn tjáningarfrelsi blaðamanna með dómum Hæstaréttar. Vert er að hafa hugfast að dómar MDE ógilda ekki dóma Hæstaréttar, þeir standa eftir sem áður en hins vegar geta dómar MDE gert ríkið skaðabótaskylt gagnvart dómþola.Einhver verður að fara að axla ábyrgð „Við erum að átta okkur á stöðunni. Við munum klárlega að senda ríkislögmanni kröfu um bætur. Og munum þá væntanlega, ef því verður hafnað, fara í mál. Við íslenska ríkið. En þetta er að teikna sig upp.“ Reynir segir að þeir taki þetta mjög alvarlega. Málinu megi ekki ljúka hér og nú.Reynir segir það hafa reynst sér þungbært að sitja undir því frá óvönduðum mönnum að vera kallaður mannorðsmorðingi.visir/stefán„Dómsmorðin hafa haldið áfram og það er enginn sem axlar ábyrgð og enginn sem gerir neitt, þannig að við hljótum að láta kné fylgja kviði,“ segir Reynir. Hann segir það beinlínis skylda þeirra. „Þetta er auðvitað svoleiðis, fullt af blaðamönnum sem hafa orðið undir þessum spillingarvaltara og þessu verður að linna ef við viljum geta kallast siðað samfélag. Ekki hægt að nota dómskerfið sem refsivönd á þá ef einhver vill berja á þeim eða hefna sín.“Óvandaðir mannorðsmorðingjar Reynir er ánægður að vonum með niðurstöðu Mannréttindadómsstólsins. „Þetta er eina málið sem snýr að meiðyrðum sem ég hef verið dæmdur fyrir. Nú er það frá og ég með hreinan skjöld. En þetta hefur valdið mér ama og gefið óvönduðum mönnum færi á að kalla mig mannorðsmorðingja.“ Helst er á Reyni að skilja að málið hafi hvílt þungt á honum. „Gott að vera sýknaður og fá efnislega umfjöllun en enn á ég eftir að heyra hvað ríkið ætlar að gera til að bæta mér miskann? Ekkert grín að fá á sig óhróður í ræðu og riti.“ Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Fleiri fréttir Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ Sjá meira
Mannréttindadómsstóll Evrópu hefur dæmt Reyni Traustasyni, Jóni Trausta Reynissyni og Inga Frey Vilhjálmssyni í hag í því sem kallað hefur verið Sigurplastmálið. Þeir sitja nú fund með Einari Gauti Steingrímssyni lögmanni og ráða ráðum sínum; til að ákveða næstu skref. Niðurstaðan verður að öllum líkindum sú að þeir muni stefna ríkinu og freista þess að sækja sér bætur.Áttu að segja skoðar en ekki rannsakarSigurplastmálið er um margt dæmigert fyrir mál sem rekið hefur á fjörur íslenskra dómsstóla og snúast um blæbrigði orða eða hvernig skilja megi hitt og þetta – eða öllu heldur hvernig einhver sem enginn veit hver er gæti hugsanlega skilið það sem segir.Dómarar töldu að hér hefði farið betur á því að nota orðið skoðar en ekki rannsakar.Dómarar hafa dæmt fjölda blaðamanna seka á forsendum hæpinnar textarýni og svo var í þessu máli. Þeim þremenningum var gert að greiða Jóni Snorra Snorrasyni bætur fyrir ummæli sem voru „Lögreglan rannsakar lektor“ og „Lektor í viðskiptafræði flæktur í lögreglurannsókn“ ... þessi ummæli, sem lesa mátti í DV árið 2011, voru dæmd dauð og ómerk.Raðdómsmorð yfir blaðamönnum Reynir, Jón Trausti og Ingi Freyr hafa ekki viljað una þessari niðurstöðu og það fór því fyrir Mannréttindadómsstólinn. Reynir segir þetta enda arfavitlaust mál. „Máttum við nota orðið rannsókn frekar en skoðun? Hér er verið að taka ákvarðanir um næstu skref. Sem snúa að því að stöðva þessi raðdómsmorð sem átt hafa sér stað,“ segir Reynir og vísar til fundarins sem þeir feðgar Jón Trausti sitja ásamt Einari Gauti en í símanum er Ingi Freyr og talar frá Svíþjóð hvar hann er búsettur. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem íslenskir dómsstólar eru hirtir af Mannréttindadómsstóli Evrópu. Á síðasta áratug hafa átta dómar fallið þar sem dómum íslenskra dómara er snúið. Þetta er í 6. sinn sem Mannréttindadómsstóllinn kemst að því að íslenska ríkið hafi brotið gegn tjáningarfrelsi blaðamanna með dómum Hæstaréttar. Vert er að hafa hugfast að dómar MDE ógilda ekki dóma Hæstaréttar, þeir standa eftir sem áður en hins vegar geta dómar MDE gert ríkið skaðabótaskylt gagnvart dómþola.Einhver verður að fara að axla ábyrgð „Við erum að átta okkur á stöðunni. Við munum klárlega að senda ríkislögmanni kröfu um bætur. Og munum þá væntanlega, ef því verður hafnað, fara í mál. Við íslenska ríkið. En þetta er að teikna sig upp.“ Reynir segir að þeir taki þetta mjög alvarlega. Málinu megi ekki ljúka hér og nú.Reynir segir það hafa reynst sér þungbært að sitja undir því frá óvönduðum mönnum að vera kallaður mannorðsmorðingi.visir/stefán„Dómsmorðin hafa haldið áfram og það er enginn sem axlar ábyrgð og enginn sem gerir neitt, þannig að við hljótum að láta kné fylgja kviði,“ segir Reynir. Hann segir það beinlínis skylda þeirra. „Þetta er auðvitað svoleiðis, fullt af blaðamönnum sem hafa orðið undir þessum spillingarvaltara og þessu verður að linna ef við viljum geta kallast siðað samfélag. Ekki hægt að nota dómskerfið sem refsivönd á þá ef einhver vill berja á þeim eða hefna sín.“Óvandaðir mannorðsmorðingjar Reynir er ánægður að vonum með niðurstöðu Mannréttindadómsstólsins. „Þetta er eina málið sem snýr að meiðyrðum sem ég hef verið dæmdur fyrir. Nú er það frá og ég með hreinan skjöld. En þetta hefur valdið mér ama og gefið óvönduðum mönnum færi á að kalla mig mannorðsmorðingja.“ Helst er á Reyni að skilja að málið hafi hvílt þungt á honum. „Gott að vera sýknaður og fá efnislega umfjöllun en enn á ég eftir að heyra hvað ríkið ætlar að gera til að bæta mér miskann? Ekkert grín að fá á sig óhróður í ræðu og riti.“
Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Fleiri fréttir Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ Sjá meira