Filippus prins hættir öllum opinberum erindagjörðum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 4. maí 2017 09:08 Filippus er 95 ára gamall Vísir/Getty Filippus prins hefur tilkynnt að hann muni hætta öllum opinberum erindagjörðum í haust. Filippus, sem mun fagna 96 ára afmæli sínu í næsta mánuði, ákvað sjálfur að stíga til hliðar og nýtur stuðnings eiginkonu sinnar. Hann mun sinna öllum skyldum sínum þangað til í ágúst þegar hann hættir formlega afskiptum af opinberum skyldum krúnunnar. Þetta var tilkynnt í kjölfar fundar með hátt settu starfsfólki bresku krúnunnar í Buckingham höll í morgun. Orðrómur fór á kreik í morgun um að prinsinn væri látinn, meðal annars eftir að breski miðillinn The Sun birti óvart frétt um andlát hans. Filippus var í gær viðstaddur vígslu nýrrar krikketstúku og sagði þar einn af sínum uppáhalds bröndurum um að hann sé heimsins dýrasti minnisvarðaafhjúpari. Filippus vann alls 110 daga árið 2016 og er hann fimmti uppteknasti meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar. Hann er meðlimur, formaður eða velunnari 780 samtaka. Hann mun áfram leggja nafn sitt við samtökin og líklega mun hann velja að koma fram endrum og eins en ekki jafn oft og áður. Filippus og Elísabet héldu upp á 70 ára brúðkaupsafmæli sitt í Nóvember síðastliðnum. Elísabet Bretadrottning er þó hvergi nærri hætt. Hún mun halda áfram starfi sínu af fullum krafti, samkvæmt Buckinghamhöll. Filippus heimsótti Ísland árið 1964 og í spilaranum hér fyrir neðan má sjá skemmtliegt myndband frá heimsókninni. Kóngafólk Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira
Filippus prins hefur tilkynnt að hann muni hætta öllum opinberum erindagjörðum í haust. Filippus, sem mun fagna 96 ára afmæli sínu í næsta mánuði, ákvað sjálfur að stíga til hliðar og nýtur stuðnings eiginkonu sinnar. Hann mun sinna öllum skyldum sínum þangað til í ágúst þegar hann hættir formlega afskiptum af opinberum skyldum krúnunnar. Þetta var tilkynnt í kjölfar fundar með hátt settu starfsfólki bresku krúnunnar í Buckingham höll í morgun. Orðrómur fór á kreik í morgun um að prinsinn væri látinn, meðal annars eftir að breski miðillinn The Sun birti óvart frétt um andlát hans. Filippus var í gær viðstaddur vígslu nýrrar krikketstúku og sagði þar einn af sínum uppáhalds bröndurum um að hann sé heimsins dýrasti minnisvarðaafhjúpari. Filippus vann alls 110 daga árið 2016 og er hann fimmti uppteknasti meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar. Hann er meðlimur, formaður eða velunnari 780 samtaka. Hann mun áfram leggja nafn sitt við samtökin og líklega mun hann velja að koma fram endrum og eins en ekki jafn oft og áður. Filippus og Elísabet héldu upp á 70 ára brúðkaupsafmæli sitt í Nóvember síðastliðnum. Elísabet Bretadrottning er þó hvergi nærri hætt. Hún mun halda áfram starfi sínu af fullum krafti, samkvæmt Buckinghamhöll. Filippus heimsótti Ísland árið 1964 og í spilaranum hér fyrir neðan má sjá skemmtliegt myndband frá heimsókninni.
Kóngafólk Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira