Bjarki: Auðveldara en ég átti von á Arnar Björnsson skrifar 3. maí 2017 19:15 Bjarki Þór fyrir bardagann. mynd/mjölnir/sóllilja baltasarsdóttir Bardagakappinn Bjarki Þór Pálsson vann um helgina sinn þriðja bardaga sem atvinnumaður í bardagaíþróttum er hann mætti Alan Procter. Bjarki Þór, sem er þrítugur, keppti í kraftlyftingum og íshokkí en heillaðist af bardagaíþróttum fyrir sjö árum. Hann ákvað að helga sig íþróttinni, vann sinn fyrsta bardaga sem áhugamaður en tapaði öðrum bardaganum. Bjarki vann síðan sex bardaga og ákvað að gerast atvinnumaður og keppir í veltivigt. Hann vann hinn pólskættaða Adam Szczepaniak í júní í fyrra og fylgdi sigrinum eftir með því að vinna Englendinginn, Alan Procter í desember. Bjarka var dæmdur sigurinn eftir að Procter hafði rotað Íslendinginn með ólöglegu hnésparki. Um helgina mættust þeir félagar á nýjan leik. „Hann ætlaði að slá mig niður sem fyrst. Ég var fljótur að ná honum niður í gólfið og stjórnaði bardaganum þar. Ég endaði svo með því að klára hann í annarri lotu,“ segir Bjarki en var þetta auðveldara en hann átti von á? „Já, þetta var aðeins auðveldara sem var gott. Þetta var ekki of erfitt og ekki of auðvelt.“ Bjarki þjálfar hjá Mjölni á meðan hann reynir að klifra upp skalann í von um að komast að hjá UFC eða Bellator. Er þetta þess virði? „Ég hef gaman af þessu. Þá er ég ekki að leggja neitt á mig. Þetta er bara það sem ég elska að gera. Takist Bjarka ekki að komast að hjá stærra sambandi ætlar hann að vinna tvo bardaga í viðbót og fá titilbardaga hjá Fightstar-bardagasambandinu. „Ég hef bætt mig mikið og mun halda áfram að bæta mig.“ MMA Tengdar fréttir Bjarki sigraði Proctor öðru sinni Bjarki Thor Pálsson er enn ósigraður sem atvinnumaður í MMA. 30. apríl 2017 11:31 Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Halda Orra og Sporting engin bönd Handbolti Fleiri fréttir Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Sjá meira
Bardagakappinn Bjarki Þór Pálsson vann um helgina sinn þriðja bardaga sem atvinnumaður í bardagaíþróttum er hann mætti Alan Procter. Bjarki Þór, sem er þrítugur, keppti í kraftlyftingum og íshokkí en heillaðist af bardagaíþróttum fyrir sjö árum. Hann ákvað að helga sig íþróttinni, vann sinn fyrsta bardaga sem áhugamaður en tapaði öðrum bardaganum. Bjarki vann síðan sex bardaga og ákvað að gerast atvinnumaður og keppir í veltivigt. Hann vann hinn pólskættaða Adam Szczepaniak í júní í fyrra og fylgdi sigrinum eftir með því að vinna Englendinginn, Alan Procter í desember. Bjarka var dæmdur sigurinn eftir að Procter hafði rotað Íslendinginn með ólöglegu hnésparki. Um helgina mættust þeir félagar á nýjan leik. „Hann ætlaði að slá mig niður sem fyrst. Ég var fljótur að ná honum niður í gólfið og stjórnaði bardaganum þar. Ég endaði svo með því að klára hann í annarri lotu,“ segir Bjarki en var þetta auðveldara en hann átti von á? „Já, þetta var aðeins auðveldara sem var gott. Þetta var ekki of erfitt og ekki of auðvelt.“ Bjarki þjálfar hjá Mjölni á meðan hann reynir að klifra upp skalann í von um að komast að hjá UFC eða Bellator. Er þetta þess virði? „Ég hef gaman af þessu. Þá er ég ekki að leggja neitt á mig. Þetta er bara það sem ég elska að gera. Takist Bjarka ekki að komast að hjá stærra sambandi ætlar hann að vinna tvo bardaga í viðbót og fá titilbardaga hjá Fightstar-bardagasambandinu. „Ég hef bætt mig mikið og mun halda áfram að bæta mig.“
MMA Tengdar fréttir Bjarki sigraði Proctor öðru sinni Bjarki Thor Pálsson er enn ósigraður sem atvinnumaður í MMA. 30. apríl 2017 11:31 Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Halda Orra og Sporting engin bönd Handbolti Fleiri fréttir Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Sjá meira
Bjarki sigraði Proctor öðru sinni Bjarki Thor Pálsson er enn ósigraður sem atvinnumaður í MMA. 30. apríl 2017 11:31