Amman sem fær ekki að hitta barnabörn sín Jakob Bjarnar skrifar 3. maí 2017 13:20 Vigdís: "Vinkona mín varð að læðast á sunnudaginn var til að sjá barnabarnið sitt fermt. Þarna sat hún í kirkjunni og grét. Það var ömmugrátur, og hverjum er ekki sama um hann?“ gettys Vigdís Grímsdóttir rithöfundur segir harmræna sögu á Facebook af vinkonu sinni sem er amma sem ekki fær að hitta barnabörn sín. Vigdís rekur það hvernig ónefnd vinkona hennar, sem einstæð móðir, hafi gert allt sem í hennar valdi stóð, fyrir syni sína tvo. Sem seinna, þegar þeir voru orðnir feður, meina henni nú að hitta barnabörn sín.Má ekki vera amma barnabarna sinnaFrásögn Vigdísar er á þessa leið: „Vinkona mín á tvo syni sem telja sig góða borgara; allt lífið reyndi hún að gera allt það besta sem hún gat fyrir þá. En sjálfsagt gat hún, einstæð móðir, pabbinn löngu horfinn og hafði engan áhuga á drengjunum, ekki gefið þeim nógu mikið. Við sem þekkjum viðkomandi konu vitum ekki hvað leiddi til þess að synir hennar ákváðu að hún mætti ekki vera amma barnabarnanna sinna. Við vitum ekki hvað leiddi til þess að þeir tálmuðu henni umgengni við þau. En við vitum að hún var og er sjálfstæð kona! Vinkonu minni var ekki boðið í hús sona sinna, ekki í veislur þeirra, ekki í afmæli barna þeirra, ekki um jól, páska, aldrei. Hún var útskúfuð, hún var ekki til, hún átti engan rétt. Samt var hún forsenda lífsins sem synir hennar höfnuðu,“ segir Vigdís. Og hún heldur áfram:Ömmugrátur í kirkjunni „Vinkona mín varð að læðast á sunnudaginn var til að sjá barnabarnið sitt fermt. Þarna sat hún í kirkjunni og grét. Það var ömmugrátur, og hverjum er ekki sama um hann?Vigdís segir harmræna sögu af ömmu sem meinað er að hitta barnabörn sín. Og laumaðist í kirkju til að fylgjast með því þegar eitt þeirra var fermt.visir/pjeturEr einhversstaðar einhver löggjöf sem tekur á tálmun einsog þessari? Eða flokkast þetta kannski ekki undir tálmun? Hversu mörg ár eiga þeir synir skilið að sitja inni sem tálma sinni eigin móður hamingju og gleði með barnabörnunum sínum?“ Svo mörg voru þau orð. Færsla Vigdísar hefur vakið verulega athygli og hafa menn á Fb-vegg hennar velt því upp hvort ekki vanti eitthvað inní frásögnina, að amman hljóti að hafa gert eitthvað af sér eða unnið sér eitthvað til óyndis? En, Vigdís ítrekar að amman hafi engar skýringar fengið á því hvers vegna henni er meinað að hitta barnabörn sín. Og Vigdís spyr hvort amman eigi engan rétt?Ekkert við þessu að geraVísir bar þetta dæmi undir Helgu Völu Helgadóttur lögmann en hún hefur fengist talsvert við forsjármál í störfum sínum. Hún vitnar í lög um umgengni við aðra: „Ef annað foreldra barns er látið eða bæði, foreldri er ókleift að rækja umgengnisskyldur sínar við barn eða foreldri nýtur verulega takmarkaðrar umgegni á barnið rétt á umgengni við nána vandamenn þess foreldris eða aðra nákomna barni, enda verði það talið til hagsbóta fyrir barnið.“ Helga Vala segist ekki þekkja þetta tiltekna dæmi nógu vel og henni finnst, eins og svo mörgum, sem eitthvað vanti í frásögnina. „En, þetta er sem sagt ef foreldri er látið eða til dæmis í fangelsi eða útlöndum. En, ef foreldri hins vegar vill ekki leyfa umgengni, þá er ekkert við þessu að gera.“ Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Sjá meira
Vigdís Grímsdóttir rithöfundur segir harmræna sögu á Facebook af vinkonu sinni sem er amma sem ekki fær að hitta barnabörn sín. Vigdís rekur það hvernig ónefnd vinkona hennar, sem einstæð móðir, hafi gert allt sem í hennar valdi stóð, fyrir syni sína tvo. Sem seinna, þegar þeir voru orðnir feður, meina henni nú að hitta barnabörn sín.Má ekki vera amma barnabarna sinnaFrásögn Vigdísar er á þessa leið: „Vinkona mín á tvo syni sem telja sig góða borgara; allt lífið reyndi hún að gera allt það besta sem hún gat fyrir þá. En sjálfsagt gat hún, einstæð móðir, pabbinn löngu horfinn og hafði engan áhuga á drengjunum, ekki gefið þeim nógu mikið. Við sem þekkjum viðkomandi konu vitum ekki hvað leiddi til þess að synir hennar ákváðu að hún mætti ekki vera amma barnabarnanna sinna. Við vitum ekki hvað leiddi til þess að þeir tálmuðu henni umgengni við þau. En við vitum að hún var og er sjálfstæð kona! Vinkonu minni var ekki boðið í hús sona sinna, ekki í veislur þeirra, ekki í afmæli barna þeirra, ekki um jól, páska, aldrei. Hún var útskúfuð, hún var ekki til, hún átti engan rétt. Samt var hún forsenda lífsins sem synir hennar höfnuðu,“ segir Vigdís. Og hún heldur áfram:Ömmugrátur í kirkjunni „Vinkona mín varð að læðast á sunnudaginn var til að sjá barnabarnið sitt fermt. Þarna sat hún í kirkjunni og grét. Það var ömmugrátur, og hverjum er ekki sama um hann?Vigdís segir harmræna sögu af ömmu sem meinað er að hitta barnabörn sín. Og laumaðist í kirkju til að fylgjast með því þegar eitt þeirra var fermt.visir/pjeturEr einhversstaðar einhver löggjöf sem tekur á tálmun einsog þessari? Eða flokkast þetta kannski ekki undir tálmun? Hversu mörg ár eiga þeir synir skilið að sitja inni sem tálma sinni eigin móður hamingju og gleði með barnabörnunum sínum?“ Svo mörg voru þau orð. Færsla Vigdísar hefur vakið verulega athygli og hafa menn á Fb-vegg hennar velt því upp hvort ekki vanti eitthvað inní frásögnina, að amman hljóti að hafa gert eitthvað af sér eða unnið sér eitthvað til óyndis? En, Vigdís ítrekar að amman hafi engar skýringar fengið á því hvers vegna henni er meinað að hitta barnabörn sín. Og Vigdís spyr hvort amman eigi engan rétt?Ekkert við þessu að geraVísir bar þetta dæmi undir Helgu Völu Helgadóttur lögmann en hún hefur fengist talsvert við forsjármál í störfum sínum. Hún vitnar í lög um umgengni við aðra: „Ef annað foreldra barns er látið eða bæði, foreldri er ókleift að rækja umgengnisskyldur sínar við barn eða foreldri nýtur verulega takmarkaðrar umgegni á barnið rétt á umgengni við nána vandamenn þess foreldris eða aðra nákomna barni, enda verði það talið til hagsbóta fyrir barnið.“ Helga Vala segist ekki þekkja þetta tiltekna dæmi nógu vel og henni finnst, eins og svo mörgum, sem eitthvað vanti í frásögnina. „En, þetta er sem sagt ef foreldri er látið eða til dæmis í fangelsi eða útlöndum. En, ef foreldri hins vegar vill ekki leyfa umgengni, þá er ekkert við þessu að gera.“
Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Sjá meira