Kvíði, þunglyndi og síþreyta geta tengst lélegri þarmaflóru Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 3. maí 2017 12:15 „Bakteríurnar í þörmunum þær stjórna mjög líklega miklu meira en við gerum okkur grein fyrir og við vitum að þær hafa áhrif á andlega líðan. Menn hafa verið að skoða þarmaflóru með tilliti til kvíða og þunglyndis og einhverfu, athyglisbrests og núna síþreytu. Menn sjá að þarmaflóra þessa hópa og síþreytuhópsins hún er ekki eins og hjá þeim sem eru hraustir,“ segir Sigurjón Vilbergsson meltingarsérfræðingur. Rætt var við Sigurjón í Bítinu á Bylgjunni í morgun. RÚV greindi um helgina frá umfangsmikilli rannsókn í Bandaríkjunum sem leiddi í ljós að síþreyta sé ekki andlegur kvilli, heldur eigi hún upptök sín í þörmunum. Síþreyta er ekki andlegur kvilli, heldur á hún upptök sín í þörmunum. Bakteríur í iðrunum valda því að sambandsleysi verður á milli þarma og heila. „Þetta kannski byrjaði svolítið með því þegar læknar fóru að gera þennan hægðaflutning, þetta fecal transplant, þegar hægðir úr hraustum sjúkling eru settar í veikan einstakling sem var með ákveðinn bólgusjúkdóm af bakteríum í ristlinum. Þá allt í einu fóru að koma fram niðurstöður að ákveðnir hópar hefðu gagn af þessu sem menn höfðu ekki verið að skoða mikið. Kvíði, þunglyndi, síþreyta, jafnvel MS sjúklingar, Parkinsson sjúklingar fengu einhvern bata. En hvort það verður einhver lækning þarna veit ég ekki,“ segir Sigurjón.Síþreyta skerðir lífsgæði „Eins og stendur í fréttinni þá er þessi hópur svolítið stimplaður fyrir að vera andlega veikur og það hefur margt verið reynt með alls konar geðlyfjum, hugrænni atferlismeðferð, æfingum og klappi á öxlina en það hefur bara ekki hjálpað. Þetta fólk er með gríðarlega skert lífsgæði, hreinlega óvinnufært og það er stór hópur af þessu fólki sem er bara desperat og þarna er vonandi kannski eitthvað sem við getum gert.“ Sigurjón segir þó að líklega sé um nokkuð mislitan hóp að ræða og þó að ákveðin úrræði virki fyrir suma sé ekki þar með sagt að þau virki fyrir alla. En hvernig getur maður komist að því hvort að þarmaflóran sé í lagi eða eðlileg hjá manni eða ekki? „Það er reyndar ekki hægt að fá eitthvert stjörnukort hérna heima núna. En ég hef séð fólk sem hefur komið til mín á stofu sem hefur sent hægðir erlendis, bæði til Evrópu og Bandaríkjanna og fengið bara prófíl, algjörlega detailerað hvaða bakteríur séu í þarminum. Hvort það sé fjölbreytt þarmaflóra, hvort hún sé fábrotin, hvort það vanti einhverja meginstofna. Þannig að menn eru farnir að sjá stóru myndina að það er eitthvað þarna sem er breytilegt.“Þarmaflóran að úrkynjast Sigurjón bætir við að breytingar á þarmaflóru geti líka tengst breyttu mataræði. „Ég hef nú stundum sagt það að ég segi að nútímamaðurinn á heimsvísu, að þarmaflóran okkar er svolítið að úrkynjast. Kannski er mikið af þessum nútímasjúkdómum sem við sjáum í dag, ofnæmi, gigt, sjálfsofnæmissjúkdómar, alls konar bólgusjúkdómar, andlegir sjúkdómar, kannski er þetta hluti af þarmaflórubreytingunni sem við sjáum.“Og þá væntanlega breytingar á mataræði eða hvað? „Já mataræði hefur breyst gríðarlega eins og við vitum. Mikil iðnvæðing á mat og það er, eins og ég segi stundum til að gera þetta mjög skýrt, gömlu víkingabakteríurnar þú platar þær ekki. Ef þú gefur þeim einhvern iðnvæddan mat sem er búið að erfðabreyta, úða í einhverju skordýraeyði og illgresiseyði, setja gervisykur inn, rotvarnarefni, það eru eins og þið vitið notuð sýklalyf í matvælaiðnaði. Þetta hefur allt áhrif á þarmaflóruna.“ Hann hvetur fólk til að styðjast við regluna um að allt sé gott í hófi þegar kemur að mataræði. „Það er líka vitað að mataræði, hvernig þú borðað, hvort þú borðað mikið af kolvetnum, mikið af fitu, mikið prótein, þetta breytir þarmaflórunni. Þú getur breytt þarmaflóru með samsetningu á fæðu. Ég held að allt í hófi reglan sé góð þar. Við þurfum klárlega einhverjar trefjar og kolvetni til að viðhalda þarmaflóru. Ég held að maður eigi ekki að fara í miklar öfgar þar. En mataræði almennt skiptir máli. Það sem ég myndi vilja leggja höfuðáherslu á þar er að við séum að borða hreinan og góðan mat, ekki mikið unninn mat því það hefur áhrif á þarmaflóruna. Ég segi stundum að þú keyrir ekki norður í land, setur eitthvað eitur í Mývatn og klórar þér svo í hausnum að það hafi áhrif á flóru vatnsins. Þetta er alveg eins með þarmana okkar. Þú setur ekki eitur inn í meltinguna þína.“Þannig að læknar eru farnir að horfa meira á meltingarveginn og viðurkenna að sjúkdómar verða oft til þar? „Engin spurning. Auðvitað er þetta samþætt. Auðvitað höfum við ákveðin gen, ákveðið umhverfi, ákveðin lífsstíl og svo þessa þarmaflóru. Þú færð einhverja þarmaflóru í vöggugjöf, væntanlega úr fæðingarvegi móður eða einhverju sjúkrahúshandklæði einhvers staðar og síðan er mataræði og lífsstíll og allt sem við göngum í gegnum og þetta hefur allt áhrif á löngu lífsferli. Þannig að þarmaflóran getur orðið fyrir hnjaski á mörgum stöðum.“Viðtalið við Sigurjón má hlusta á í heild sinni hér fyrir neðan. Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
„Bakteríurnar í þörmunum þær stjórna mjög líklega miklu meira en við gerum okkur grein fyrir og við vitum að þær hafa áhrif á andlega líðan. Menn hafa verið að skoða þarmaflóru með tilliti til kvíða og þunglyndis og einhverfu, athyglisbrests og núna síþreytu. Menn sjá að þarmaflóra þessa hópa og síþreytuhópsins hún er ekki eins og hjá þeim sem eru hraustir,“ segir Sigurjón Vilbergsson meltingarsérfræðingur. Rætt var við Sigurjón í Bítinu á Bylgjunni í morgun. RÚV greindi um helgina frá umfangsmikilli rannsókn í Bandaríkjunum sem leiddi í ljós að síþreyta sé ekki andlegur kvilli, heldur eigi hún upptök sín í þörmunum. Síþreyta er ekki andlegur kvilli, heldur á hún upptök sín í þörmunum. Bakteríur í iðrunum valda því að sambandsleysi verður á milli þarma og heila. „Þetta kannski byrjaði svolítið með því þegar læknar fóru að gera þennan hægðaflutning, þetta fecal transplant, þegar hægðir úr hraustum sjúkling eru settar í veikan einstakling sem var með ákveðinn bólgusjúkdóm af bakteríum í ristlinum. Þá allt í einu fóru að koma fram niðurstöður að ákveðnir hópar hefðu gagn af þessu sem menn höfðu ekki verið að skoða mikið. Kvíði, þunglyndi, síþreyta, jafnvel MS sjúklingar, Parkinsson sjúklingar fengu einhvern bata. En hvort það verður einhver lækning þarna veit ég ekki,“ segir Sigurjón.Síþreyta skerðir lífsgæði „Eins og stendur í fréttinni þá er þessi hópur svolítið stimplaður fyrir að vera andlega veikur og það hefur margt verið reynt með alls konar geðlyfjum, hugrænni atferlismeðferð, æfingum og klappi á öxlina en það hefur bara ekki hjálpað. Þetta fólk er með gríðarlega skert lífsgæði, hreinlega óvinnufært og það er stór hópur af þessu fólki sem er bara desperat og þarna er vonandi kannski eitthvað sem við getum gert.“ Sigurjón segir þó að líklega sé um nokkuð mislitan hóp að ræða og þó að ákveðin úrræði virki fyrir suma sé ekki þar með sagt að þau virki fyrir alla. En hvernig getur maður komist að því hvort að þarmaflóran sé í lagi eða eðlileg hjá manni eða ekki? „Það er reyndar ekki hægt að fá eitthvert stjörnukort hérna heima núna. En ég hef séð fólk sem hefur komið til mín á stofu sem hefur sent hægðir erlendis, bæði til Evrópu og Bandaríkjanna og fengið bara prófíl, algjörlega detailerað hvaða bakteríur séu í þarminum. Hvort það sé fjölbreytt þarmaflóra, hvort hún sé fábrotin, hvort það vanti einhverja meginstofna. Þannig að menn eru farnir að sjá stóru myndina að það er eitthvað þarna sem er breytilegt.“Þarmaflóran að úrkynjast Sigurjón bætir við að breytingar á þarmaflóru geti líka tengst breyttu mataræði. „Ég hef nú stundum sagt það að ég segi að nútímamaðurinn á heimsvísu, að þarmaflóran okkar er svolítið að úrkynjast. Kannski er mikið af þessum nútímasjúkdómum sem við sjáum í dag, ofnæmi, gigt, sjálfsofnæmissjúkdómar, alls konar bólgusjúkdómar, andlegir sjúkdómar, kannski er þetta hluti af þarmaflórubreytingunni sem við sjáum.“Og þá væntanlega breytingar á mataræði eða hvað? „Já mataræði hefur breyst gríðarlega eins og við vitum. Mikil iðnvæðing á mat og það er, eins og ég segi stundum til að gera þetta mjög skýrt, gömlu víkingabakteríurnar þú platar þær ekki. Ef þú gefur þeim einhvern iðnvæddan mat sem er búið að erfðabreyta, úða í einhverju skordýraeyði og illgresiseyði, setja gervisykur inn, rotvarnarefni, það eru eins og þið vitið notuð sýklalyf í matvælaiðnaði. Þetta hefur allt áhrif á þarmaflóruna.“ Hann hvetur fólk til að styðjast við regluna um að allt sé gott í hófi þegar kemur að mataræði. „Það er líka vitað að mataræði, hvernig þú borðað, hvort þú borðað mikið af kolvetnum, mikið af fitu, mikið prótein, þetta breytir þarmaflórunni. Þú getur breytt þarmaflóru með samsetningu á fæðu. Ég held að allt í hófi reglan sé góð þar. Við þurfum klárlega einhverjar trefjar og kolvetni til að viðhalda þarmaflóru. Ég held að maður eigi ekki að fara í miklar öfgar þar. En mataræði almennt skiptir máli. Það sem ég myndi vilja leggja höfuðáherslu á þar er að við séum að borða hreinan og góðan mat, ekki mikið unninn mat því það hefur áhrif á þarmaflóruna. Ég segi stundum að þú keyrir ekki norður í land, setur eitthvað eitur í Mývatn og klórar þér svo í hausnum að það hafi áhrif á flóru vatnsins. Þetta er alveg eins með þarmana okkar. Þú setur ekki eitur inn í meltinguna þína.“Þannig að læknar eru farnir að horfa meira á meltingarveginn og viðurkenna að sjúkdómar verða oft til þar? „Engin spurning. Auðvitað er þetta samþætt. Auðvitað höfum við ákveðin gen, ákveðið umhverfi, ákveðin lífsstíl og svo þessa þarmaflóru. Þú færð einhverja þarmaflóru í vöggugjöf, væntanlega úr fæðingarvegi móður eða einhverju sjúkrahúshandklæði einhvers staðar og síðan er mataræði og lífsstíll og allt sem við göngum í gegnum og þetta hefur allt áhrif á löngu lífsferli. Þannig að þarmaflóran getur orðið fyrir hnjaski á mörgum stöðum.“Viðtalið við Sigurjón má hlusta á í heild sinni hér fyrir neðan.
Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira